Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:32 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:17 • Síðdegis: 23:52 í Reykjavík

Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?

Jörgen Pind

Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þáttaskil urðu í verkum Descartes um 1600 þar sem hann gerði skýran greinarmun á huga og líkama. Nokkru síðar urðu enskir heimspekingar fyrstir til að fjalla rækilega um hugtengsl eða hugmyndatengsl (e. association of ideas), fyrstur þeirra Thomas Hobbes, síðar John Locke og ekki síst David Hume. Hugmyndina um hugtengsl er reyndar líka að finna í verkum Aristótelesar.

Allir þessir höfundar áttu eftir að hafa mikil áhrif á sálfræðina þegar hún varð til sem sjálfstæð vísinda- og fræðigrein á 19. öld — en enginn þeirra notaði þó orðið sálfræði.

Mynd af þátttakendum á níunda alþjóðlega sálfræðiþinginu í Yale árið 1929.

Orðið sálfræði verður til á íslensku á síðari hluta 19. aldar. Eitt elsta dæmið um það er að finna í heiti bókarinnar „Sálarfræði ætluð námfúsum unglingum“ sem kom út árið 1800. Þetta var þýðing á bók eftir Þjóðverjann Joachim Heinrich Campe (Kleine Seelenlehre für Kinder). Sama rit hafði verið þýtt á dönsku árið 1790 og nefndist þá Kort Sielelære for Børn. Ætla má því að íslenska orðið sálarfræði sé sótt beint til dönskunnar eða þýskunnar (en danska orðið er orðrétt þýðing úr þýskunni). Danir notuðu hins vegar einnig orðið Psykologi um sálfræði og er svo enn, en orðið Sjælelære er að mestu horfið úr dönsku. Søren Kierkegaard (1813–1855) notaði til dæmis eingöngu orðið Psychologie í verkum sínum, aldrei orðið Sjælelære

Orðið sálfræði er nú notað sem íslensk þýðing á orðinu psychologia. Það orð mun fyrst hafa komið fram árið 1590 í titli bókar eftir Rudolf Goclenius sem var prófessor í heimspeki við háskólann í Marburg í Þýskalandi. Bókin hét á latínu: Psychologia: hoc est, de hominis perfectione, animo, et in primis ortu hujus eða Sálfræði: Það er, um fullkomnun mannsins, sál hans og einkum um upphaf hins síðastnefnda. Athyglisvert er að orðið psychologia er aðeins að finna á titilsíðu bókarinnar en ekki í meginmáli hennar (Vidal, 2011).

Elsta dæmið um orðið psychology í ensku mun (samkvæmt The Oxford English Dictionary) vera frá árinu 1653 þar sem höfundurinn segir að mannfræði (Anthropologie) megi skipta í þrjár greinar, fræðin um líkamann (Somatologie), blóðið (Hæmatologie) og sálina (Psychologie) en sú grein fjalli um eðli og áhrifavald mannssálarinnar.

Á fyrri hluta 18. aldar skrifaði þýski heimspekiprófessorinn Christian Wolff tvö verk á latínu sem hétu Psychologia empirica (1732) og Psychologia rationalis (1734). Málmrista af Chrstian Wolff frá 18. öld.

Á fyrri hluta 18. aldar skrifaði þýski heimspekiprófessorinn Christian Wolff tvö verk á latínu sem hétu Psychologia empirica (1732) og Psychologia rationalis (1734). Fyrra verkið fjallaði um sálfræðina sem reynsluvísindi en síðara um „rökræna sálfræði“ þar sem Wolff freistaði þess að grafast fyrir um innra eðli sálarinnar. Tilraunir í þá veru voru þó fljótt lagðar til hliðar, sálfræðingar á 19. öld lögðu nánast án undantekninga þann skilning í sálfræðina að hún ætti að byggjast á reynslu, vera reynsluvísindi, rétt eins og ensku heimspekingarnir Hobbes, Locke og Hume höfðu lagt áherslu á. Þýski fræðimaðurinn Friedrich Albert Lange kallaði þetta „sálarlausa sálfræði“ (þ. Psychologie ohne Seele) í miklu riti sem hann samdi um sögu efnishyggjunnar og kom fyrst út árið 1866. Hugtakið „sálarlaus sálfræði“ féll í góðan jarðveg og bandaríski heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James fór til dæmis jákvæðum orðum um það á fyrstu síðum hinnar miklu bókar sinnar Principles of psychology frá 1890 (sjá enn fremur Jörgen L. Pind, 2006, bls. 84).

Í Orðabók Gunnlaugs Oddssonar, Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum, frá 1819 er orðið sálarfræði gefið upp sem þýðing á danska orðinu Psychologie. Lengi vel var orðið sálarfræði notað í íslensku um það sem nú er almennt nefnt sálfræði. Fyrsta íslenska kennslubókin í sálfræði hét Almenn sálarfræði (eftir Ágúst H. Bjarnason, 1916). Aðrar kennslubækur eru til dæmis Mannþekking: Hagnýt sálarfræði (Símon Jóh. Ágústsson, 1945) og Sálarfræði I og II eftir Sigurjón Björnsson (1973, 1975). Árið 1981 kom út bók eftir höfund þessa pistils og Aldísi Unni Guðmundsdóttur sem hét Sálfræði: Hugur og hátterni. Hún kom síðar í endurskoðaðri útgáfu árið 2002: Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Ekki er ólíklegt að þessar bækur hafi átt sinn þátt í að festa orðið sálfræði í sessi, en orðið sálarfræði heyrist nú sjaldan.

Sálfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá stofnun hans árið 1911. Lengst af var það sem hluti af námskeiði í heimspekilegum forspjallsvísindum (frá 1911 til um 1970). Þá hét greinin ætíð sálarfræði. Byrjað var að kenna sálfræði til BA-prófs við skólann árið 1971 og enn hét greinin sálarfræði eða allt til ársins 2000, en eftir það heitir hún sálfræði (Kennsluskrár Háskóla Íslands, 1911–2000).

Heimildir:
  • Jörgen L. Pind (2006). Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.
  • Kennsluskrár Háskóla Íslands (1911–2000). Reykjavík: Háskóli Íslands.
  • Macnamara, John (1999). Through the rearview mirror: Historical reflections on psychology. Cambridge, Massachusetts: MIT Press.
  • Vidal, Fernando (2011). The sciences of the soul: The early modern origins of psychology. Chicago, Illinois: University of Chicago Press.

Myndir:

Höfundur

Jörgen Pind

prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.10.2019

Spyrjandi

Helga

Tilvísun

Jörgen Pind. „Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 16. október 2019. Sótt 20. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67991.

Jörgen Pind. (2019, 16. október). Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67991

Jörgen Pind. „Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2019. Vefsíða. 20. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67991>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þáttaskil urðu í verkum Descartes um 1600 þar sem hann gerði skýran greinarmun á huga og líkama. Nokkru síðar urðu enskir heimspekingar fyrstir til að fjalla rækilega um hugtengsl eða hugmyndatengsl (e. association of ideas), fyrstur þeirra Thomas Hobbes, síðar John Locke og ekki síst David Hume. Hugmyndina um hugtengsl er reyndar líka að finna í verkum Aristótelesar.

Allir þessir höfundar áttu eftir að hafa mikil áhrif á sálfræðina þegar hún varð til sem sjálfstæð vísinda- og fræðigrein á 19. öld — en enginn þeirra notaði þó orðið sálfræði.

Mynd af þátttakendum á níunda alþjóðlega sálfræðiþinginu í Yale árið 1929.

Orðið sálfræði verður til á íslensku á síðari hluta 19. aldar. Eitt elsta dæmið um það er að finna í heiti bókarinnar „Sálarfræði ætluð námfúsum unglingum“ sem kom út árið 1800. Þetta var þýðing á bók eftir Þjóðverjann Joachim Heinrich Campe (Kleine Seelenlehre für Kinder). Sama rit hafði verið þýtt á dönsku árið 1790 og nefndist þá Kort Sielelære for Børn. Ætla má því að íslenska orðið sálarfræði sé sótt beint til dönskunnar eða þýskunnar (en danska orðið er orðrétt þýðing úr þýskunni). Danir notuðu hins vegar einnig orðið Psykologi um sálfræði og er svo enn, en orðið Sjælelære er að mestu horfið úr dönsku. Søren Kierkegaard (1813–1855) notaði til dæmis eingöngu orðið Psychologie í verkum sínum, aldrei orðið Sjælelære

Orðið sálfræði er nú notað sem íslensk þýðing á orðinu psychologia. Það orð mun fyrst hafa komið fram árið 1590 í titli bókar eftir Rudolf Goclenius sem var prófessor í heimspeki við háskólann í Marburg í Þýskalandi. Bókin hét á latínu: Psychologia: hoc est, de hominis perfectione, animo, et in primis ortu hujus eða Sálfræði: Það er, um fullkomnun mannsins, sál hans og einkum um upphaf hins síðastnefnda. Athyglisvert er að orðið psychologia er aðeins að finna á titilsíðu bókarinnar en ekki í meginmáli hennar (Vidal, 2011).

Elsta dæmið um orðið psychology í ensku mun (samkvæmt The Oxford English Dictionary) vera frá árinu 1653 þar sem höfundurinn segir að mannfræði (Anthropologie) megi skipta í þrjár greinar, fræðin um líkamann (Somatologie), blóðið (Hæmatologie) og sálina (Psychologie) en sú grein fjalli um eðli og áhrifavald mannssálarinnar.

Á fyrri hluta 18. aldar skrifaði þýski heimspekiprófessorinn Christian Wolff tvö verk á latínu sem hétu Psychologia empirica (1732) og Psychologia rationalis (1734). Málmrista af Chrstian Wolff frá 18. öld.

Á fyrri hluta 18. aldar skrifaði þýski heimspekiprófessorinn Christian Wolff tvö verk á latínu sem hétu Psychologia empirica (1732) og Psychologia rationalis (1734). Fyrra verkið fjallaði um sálfræðina sem reynsluvísindi en síðara um „rökræna sálfræði“ þar sem Wolff freistaði þess að grafast fyrir um innra eðli sálarinnar. Tilraunir í þá veru voru þó fljótt lagðar til hliðar, sálfræðingar á 19. öld lögðu nánast án undantekninga þann skilning í sálfræðina að hún ætti að byggjast á reynslu, vera reynsluvísindi, rétt eins og ensku heimspekingarnir Hobbes, Locke og Hume höfðu lagt áherslu á. Þýski fræðimaðurinn Friedrich Albert Lange kallaði þetta „sálarlausa sálfræði“ (þ. Psychologie ohne Seele) í miklu riti sem hann samdi um sögu efnishyggjunnar og kom fyrst út árið 1866. Hugtakið „sálarlaus sálfræði“ féll í góðan jarðveg og bandaríski heimspekingurinn og sálfræðingurinn William James fór til dæmis jákvæðum orðum um það á fyrstu síðum hinnar miklu bókar sinnar Principles of psychology frá 1890 (sjá enn fremur Jörgen L. Pind, 2006, bls. 84).

Í Orðabók Gunnlaugs Oddssonar, Orðabók sem inniheldur flest fágæt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókum, frá 1819 er orðið sálarfræði gefið upp sem þýðing á danska orðinu Psychologie. Lengi vel var orðið sálarfræði notað í íslensku um það sem nú er almennt nefnt sálfræði. Fyrsta íslenska kennslubókin í sálfræði hét Almenn sálarfræði (eftir Ágúst H. Bjarnason, 1916). Aðrar kennslubækur eru til dæmis Mannþekking: Hagnýt sálarfræði (Símon Jóh. Ágústsson, 1945) og Sálarfræði I og II eftir Sigurjón Björnsson (1973, 1975). Árið 1981 kom út bók eftir höfund þessa pistils og Aldísi Unni Guðmundsdóttur sem hét Sálfræði: Hugur og hátterni. Hún kom síðar í endurskoðaðri útgáfu árið 2002: Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni. Ekki er ólíklegt að þessar bækur hafi átt sinn þátt í að festa orðið sálfræði í sessi, en orðið sálarfræði heyrist nú sjaldan.

Sálfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá stofnun hans árið 1911. Lengst af var það sem hluti af námskeiði í heimspekilegum forspjallsvísindum (frá 1911 til um 1970). Þá hét greinin ætíð sálarfræði. Byrjað var að kenna sálfræði til BA-prófs við skólann árið 1971 og enn hét greinin sálarfræði eða allt til ársins 2000, en eftir það heitir hún sálfræði (Kennsluskrár Háskóla Íslands, 1911–2000).

Heimildir:
  • Jörgen L. Pind (2006). Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.
  • Kennsluskrár Háskóla Íslands (1911–2000). Reykjavík: Háskóli Íslands.
  • Macnamara, John (1999). Through the rearview mirror: Historical reflections on psychology. Cambridge, Massachusetts: MIT Press.
  • Vidal, Fernando (2011). The sciences of the soul: The early modern origins of psychology. Chicago, Illinois: University of Chicago Press.

Myndir: