Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?

Helga Sverrisdóttir

Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði.

Í félagslegri- og menningarmannfræði rannsaka mannfræðingar menningu manna í víðasta skilningi þess hugtaks. Á meðal þess sem fjallað er um er skipan samfélaga almennt, sifjatengsl, stjórnskipan og hagskipan en einnig trúarbrögð, frásagnir af ýmsum toga, rituöl og listir. Að auki hafa mannfræðingar í síauknum mæli sýnt vistfræðilegri verund mannsins áhuga.

Mannfræðingar sem leggja stund á líffræðilega mannfræði rannska uppruna manna, líkamseinkenni mismunandi mannhópa og skyldleika þeirra við aðrar dýrategundir. Þeir rannsaka meðal annars forsögu mannsins, frummennina og þróun tegundarinnar Homo.

Mannfræðingar gera svokallaðar vettvangsathuganir. Þá dveljast þeir í tilteknu menningarsamfélagi og kynna sér eftir megni lifnaðarhætti og viðhorf þess fólks sem í samfélaginu býr. Niðurstöður þessara rannsókna eru síðan birtar í svokölluðum etnógrafíum.

Á Íslandi hafa mannfræðingar aðalega rannsakað sifjakerfi, fiskveiðar, kynferði, félagslegar breytingar og þjóðerniskennd auk sagna og félagsgerðar á þjóðveldisöld.

Mannfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá 1970 og sem aðalgrein við félagsvísindadeild frá 1980.

Heimildir:
  • Kennsluskrá Háskóla Íslands árið 2002-2002. Háskóli Íslands Kennslusvið, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

15.5.2002

Spyrjandi

Íris Pétursdóttir, f. 1986

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 15. maí 2002. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2390.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 15. maí). Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2390

Helga Sverrisdóttir. „Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 15. maí. 2002. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2390>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mannfræði og hvað hafa mannfræðingar rannsakað á Íslandi?
Mannfræði kallast sú fræðigrein sem fjallar um manninn sem lífveru og sem félagsveru. Allt sem viðkemur lífi mannsins er hægt að flokka undir mannfræði. Mannfræði sem fræðigrein skiptist í tvö meginsvið annars vegar félags-og menningarmannfræði og hins vegar líffræðilega mannfræði.

Í félagslegri- og menningarmannfræði rannsaka mannfræðingar menningu manna í víðasta skilningi þess hugtaks. Á meðal þess sem fjallað er um er skipan samfélaga almennt, sifjatengsl, stjórnskipan og hagskipan en einnig trúarbrögð, frásagnir af ýmsum toga, rituöl og listir. Að auki hafa mannfræðingar í síauknum mæli sýnt vistfræðilegri verund mannsins áhuga.

Mannfræðingar sem leggja stund á líffræðilega mannfræði rannska uppruna manna, líkamseinkenni mismunandi mannhópa og skyldleika þeirra við aðrar dýrategundir. Þeir rannsaka meðal annars forsögu mannsins, frummennina og þróun tegundarinnar Homo.

Mannfræðingar gera svokallaðar vettvangsathuganir. Þá dveljast þeir í tilteknu menningarsamfélagi og kynna sér eftir megni lifnaðarhætti og viðhorf þess fólks sem í samfélaginu býr. Niðurstöður þessara rannsókna eru síðan birtar í svokölluðum etnógrafíum.

Á Íslandi hafa mannfræðingar aðalega rannsakað sifjakerfi, fiskveiðar, kynferði, félagslegar breytingar og þjóðerniskennd auk sagna og félagsgerðar á þjóðveldisöld.

Mannfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá 1970 og sem aðalgrein við félagsvísindadeild frá 1980.

Heimildir:
  • Kennsluskrá Háskóla Íslands árið 2002-2002. Háskóli Íslands Kennslusvið, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
...