Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli.


Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig hann skýlir sér gegn veðri og vindum og hugmyndir hans um lífið og tilveruna.


Félagsmannfræðin reynir að útskýra félagskerfi mannsins og hvernig samskipum hans við annað fólk er háttað, bæði vini og óvini.


Menningarmannfræði styðst vissulega við félagsmannfræði og öfugt. Þegar dýpst er skoðað rennur þetta allt saman þó að það geti auðveldað umræðu og rannsóknir að greina nokkuð á milli hinna einstöku þátta mannfræðinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.6.2004

Spyrjandi

Jóna Ottesen

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2004, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4356.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2004, 18. júní). Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4356

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2004. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4356>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er menningarmannfræði og félagsmannfræði?
Mannfræði fæst við mannskepnuna sem lífveru, menningarveru og félagsveru. Þetta blandast þó ætíð og eru menningarmannfræði og félagsmannfræði reyndar svo nátengdar greinar að erfitt er að greina á milli.


Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á, þau verkfæri sem hann notar, hvernig hann skýlir sér gegn veðri og vindum og hugmyndir hans um lífið og tilveruna.


Félagsmannfræðin reynir að útskýra félagskerfi mannsins og hvernig samskipum hans við annað fólk er háttað, bæði vini og óvini.


Menningarmannfræði styðst vissulega við félagsmannfræði og öfugt. Þegar dýpst er skoðað rennur þetta allt saman þó að það geti auðveldað umræðu og rannsóknir að greina nokkuð á milli hinna einstöku þátta mannfræðinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...