Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar.

Gellner fæddist 9. desember 1925 í París en ólst upp í Prag til unglingsára. Fjölskylda hans var af gyðingaættum og fluttist búferlum til Bretlands 1939. Gellner stundaði nám í heimspeki við Oxford-háskóla en var um tíma í tékkneska hernum rétt eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann kenndi heimspeki við Edinborgarháskóla um tíma en flutti sig svo yfir í félagsfræðideildina við London School of Economics en varð síðar prófessor í heimspeki við sama skóla. 1984 gerðist Gellner svo prófessor í mannfræði við Cambridge-háskóla. Síðustu æviárum sínum eyddi Gellner svo í Prag þar sem hann var prófessor í þjóðernisrannsóknum við Central European University.

Ernest Gellner er þekktastur fyrir framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki.

Gellner vakti fyrst athygli 1959 með bók sinni Words and Things. Þar setti hann fram harða gagnrýni á mannamálsheimspeki (e. ordinary language philosophy) sem réði ríkjum meðal enskumælandi heimspekinga á þessum tíma, ekki síst í Bretlandi. Samkvæmt mannamálsheimspeki skal leita svara við heimspekilegum spurningum með greiningu á tungumálinu, og þá tungumálinu eins og það er notað hversdagslega. Segja má að mannamálsheimspekin hafi verið arftaki rökfræðilegrar raunhyggju þar sem allt snerist um að greina rök. Einn helsti áhrifavaldurinn í mannamálsheimspeki var Ludwig Wittgenstein en helstu talsmenn stefnunnar voru margir hverjir starfandi við Oxford-háskóla, svo sem J.L. Austin, Gilbert Ryle og Peter Strawson. Grunnhugmynd mannamálsheimspeki er í stuttu máli sú að merking orða felist í notkun þeirra í hversdagslegu máli og að ekki sé hægt að halda því fram að orð eins og 'sannleikur' eða 'raunveruleiki' vísi til einhvers – til dæmis hlutar eða víddar – umfram notkunar orðsins í málinu.

Í Words and Things er Gellner afar harðorður í garð mannamálsheimspeki og svo til ásakar lærifeður sína um hjóm og fals. Hann segir mannamálsheimspekina íhaldssama, að hún varðveiti ríkjandi samfélagsástand og fái aðeins þrifist í einangrun á borð við fílabeinsturn Oxford-háskóla. Bókin hlaut afar misjafnar viðtökur en vakti svo sannarlega athygli. Ryle, sem var ritstjóri tímaritsins Mind, neitaði að birta um hana ritdóm og Bertrand Russell, sem hafði skrifað inngang að bókinni, skrifaði andmæli við þeirri ákvörðun Ryles í The Times. Ryle svaraði og úr varð mikil ritdeila.

Fljótlega eftir þetta tók Gellner að færa sig yfir í félagsvísindi, nánar tiltekið félagslega mannfræði, og 1969 kom út bók hans Saints of the Atlas, sem fjallaði um berba í Marokkó. Stærstan hluta starfsævi sinnar helgaði hann umfjöllun um þjóðir og þjóðerni, meðal annars með bókunum Thought and Change (1964) og Nations and Nationalism (1983), en fjallaði jafnframt um trúarbrögð (sér í lagi íslam) og nútímavæðingu og þróun siðmenningar. Gellner hélt því fram að hugmyndin um þjóð, og þá þjóðernishyggja, kæmi til af kröfu um menningarlega einsleitni sem hagkerfi iðnaðarsamfélaga gerðu. Það er að segja að iðnvæðing krefðist einsleitrar menningar, sem aftur krefðist menntakerfis undir verndarvæng ríkisins, sem aftur hvíldi á þjóðernishyggju. Jafnframt hafði Gellner ýmislegt til málanna að leggja í ýmiss konar hugmyndafræðilegri umræðu, svo sem um hvernig skoðanir yrðu ríkjandi eða taldar réttmætar án þess að vera endilega skynsamlegar, hvernig skynsemi í vísindum og framleiðslu færi saman við yfirdrifna vitleysu á öðrum sviðum mannlífsins og um pósitívisma, svo fátt eitt sé talið.

Ernest Gellner lést árið 1995.

Mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

1.8.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2011, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60385.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2011, 1. ágúst). Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60385

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2011. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60385>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?
Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar.

Gellner fæddist 9. desember 1925 í París en ólst upp í Prag til unglingsára. Fjölskylda hans var af gyðingaættum og fluttist búferlum til Bretlands 1939. Gellner stundaði nám í heimspeki við Oxford-háskóla en var um tíma í tékkneska hernum rétt eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk. Hann kenndi heimspeki við Edinborgarháskóla um tíma en flutti sig svo yfir í félagsfræðideildina við London School of Economics en varð síðar prófessor í heimspeki við sama skóla. 1984 gerðist Gellner svo prófessor í mannfræði við Cambridge-háskóla. Síðustu æviárum sínum eyddi Gellner svo í Prag þar sem hann var prófessor í þjóðernisrannsóknum við Central European University.

Ernest Gellner er þekktastur fyrir framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki.

Gellner vakti fyrst athygli 1959 með bók sinni Words and Things. Þar setti hann fram harða gagnrýni á mannamálsheimspeki (e. ordinary language philosophy) sem réði ríkjum meðal enskumælandi heimspekinga á þessum tíma, ekki síst í Bretlandi. Samkvæmt mannamálsheimspeki skal leita svara við heimspekilegum spurningum með greiningu á tungumálinu, og þá tungumálinu eins og það er notað hversdagslega. Segja má að mannamálsheimspekin hafi verið arftaki rökfræðilegrar raunhyggju þar sem allt snerist um að greina rök. Einn helsti áhrifavaldurinn í mannamálsheimspeki var Ludwig Wittgenstein en helstu talsmenn stefnunnar voru margir hverjir starfandi við Oxford-háskóla, svo sem J.L. Austin, Gilbert Ryle og Peter Strawson. Grunnhugmynd mannamálsheimspeki er í stuttu máli sú að merking orða felist í notkun þeirra í hversdagslegu máli og að ekki sé hægt að halda því fram að orð eins og 'sannleikur' eða 'raunveruleiki' vísi til einhvers – til dæmis hlutar eða víddar – umfram notkunar orðsins í málinu.

Í Words and Things er Gellner afar harðorður í garð mannamálsheimspeki og svo til ásakar lærifeður sína um hjóm og fals. Hann segir mannamálsheimspekina íhaldssama, að hún varðveiti ríkjandi samfélagsástand og fái aðeins þrifist í einangrun á borð við fílabeinsturn Oxford-háskóla. Bókin hlaut afar misjafnar viðtökur en vakti svo sannarlega athygli. Ryle, sem var ritstjóri tímaritsins Mind, neitaði að birta um hana ritdóm og Bertrand Russell, sem hafði skrifað inngang að bókinni, skrifaði andmæli við þeirri ákvörðun Ryles í The Times. Ryle svaraði og úr varð mikil ritdeila.

Fljótlega eftir þetta tók Gellner að færa sig yfir í félagsvísindi, nánar tiltekið félagslega mannfræði, og 1969 kom út bók hans Saints of the Atlas, sem fjallaði um berba í Marokkó. Stærstan hluta starfsævi sinnar helgaði hann umfjöllun um þjóðir og þjóðerni, meðal annars með bókunum Thought and Change (1964) og Nations and Nationalism (1983), en fjallaði jafnframt um trúarbrögð (sér í lagi íslam) og nútímavæðingu og þróun siðmenningar. Gellner hélt því fram að hugmyndin um þjóð, og þá þjóðernishyggja, kæmi til af kröfu um menningarlega einsleitni sem hagkerfi iðnaðarsamfélaga gerðu. Það er að segja að iðnvæðing krefðist einsleitrar menningar, sem aftur krefðist menntakerfis undir verndarvæng ríkisins, sem aftur hvíldi á þjóðernishyggju. Jafnframt hafði Gellner ýmislegt til málanna að leggja í ýmiss konar hugmyndafræðilegri umræðu, svo sem um hvernig skoðanir yrðu ríkjandi eða taldar réttmætar án þess að vera endilega skynsamlegar, hvernig skynsemi í vísindum og framleiðslu færi saman við yfirdrifna vitleysu á öðrum sviðum mannlífsins og um pósitívisma, svo fátt eitt sé talið.

Ernest Gellner lést árið 1995.

Mynd:...