Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um allt það mannlegt atferli sem lært er innan eigin menningarhóps, til dæmis reglur um ættartengsl, kynhegðun, mataræði, samskipti við annað fólk, venjur og daglegar athafnir, trú og trúarathafnir og síðast en ekki síst tungumálið.



Jeríkó í dag

Menning verður því til um leið og menn fara að búa til verkfæri og geyma þau til seinni nota og miðla þekkingu til komandi kynslóða með orðum og athöfnum. (Hér er því miður ekki rúm til að ræða hið skemmtilega viðfangsefni hvort dýr búi við eitthvað sem kalla mætti menningu). Ekkert er með vissu vitað um hvenær raunverulegt tungumál varð til en líklega hefur mannkynið snemma á ferli sínum farið að nota hljóð til að tjá annað og meira en ótta, undrun eða ánægju með viðeigandi hljóðum.

Annað hugtak er svo siðmenning sem notað er um það sem á mörgum málum kallast „civilization“. Það orð er dregið af civis á latínu sem þýðir eiginlega borgari, samfélagsþegn. Stundum er „civilization“ þýtt sem borgmenning. Venja er telja að siðmenning einkennist af því að farið er að skrásetja alls konar upplýsingar og af því að veruleg verkaskipting eigi sér stað. Þetta er vissulega samfara myndun borga þar sem íbúarnir eru háðir því að bændur í nágrenninu sjái þeim fyrir mat.

Fyrstu borgirnar eru þó allmiklu eldri en ritmál. Í Írak og Íran og í Suðaustur-Tyrklandi (svo miðað sé við ríkjaskipan á okkar tímum) voru þorp þar sem fólk bjó í húsum sem byggð voru í þyrpingum. Væntanlega voru þetta bændur sem sameinuðust um að verja akra sína og búfénað fyrir ásókn framandi fólks. Raunverulegar borgir voru orðnar til fyrir allt að níu þúsund árum, til dæmis Jeríkó.

Það er næsta öruggt að siðmenning hafi verið komin til sögunnar fyrir um fimm þúsund árum, eða um þrjú þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Tvö svæði koma þar við sögu. Annars vegar Nílardalurinn, það er að segja Egyptaland, og hins vegar „Landið milli fljótanna“, Mesópótamía. Á báðum þessum svæðum hafa fundist elstu minjar um ritmál svo að óyggjandi sé.

Þó mun ritun hafa hafist nokkru fyrr í Mesópótamíu en í Egyptalandi, og reyndar telja sumir fornfræðingar að Egyptar hafi upphaflega þegið ritmál sitt þaðan. Í landinu milli stórfljótanna tveggja, Efrat og Tígris, var ríki Súmera. Þar var ritað með fleygrúnum á leirtöflur og eru hinar elstu frá því fyrir rúmlega fimm þúsund árum.


Fleygrúnir.

Fleygrúnir voru ritaðar með þeim hætti að táknum var þrýst á rakar leirtöflur með tréfleyg. Aðrar þjóðir sem settust að í Mesópótamíu, Hittítar og Akkadíar, löguðu skriftina að sínum tungumálum, og meðal annars notuðu Hittítar nokkurs konar myndletur. Egyptar tóku upp skrift sem var sambland af samstöfutáknum og myndletri.

Í Mesópótamíu og Egyptalandi stóð margs konar menning með miklum blóma um þúsundir ára og áhrif þaðan bárust vítt um lönd. Nokkrir mikils háttar fornfræðingar héldu því fram á liðinni öld að öll svokölluð æðri menning heimsins ætti sér upphaf í Egyptalandi og hefði borist þaðan um víða veröld. Ekki er örgrannt um að svipaðra hugmynda gæti enn.

Þó mun það mála sannast að siðmenning hefur sprottið upp víðar en á þessum tveimur svæðum sem hér hafa verið nefnd og án sannanlegra áhrifa þaðan. Í Indusdalnum var siðmenning risin fyrir allt að fjögur þúsund og fimm hundruð árum og í Gulárdalnum í Kína um svipað leyti. Þá reis einnig siðmenning í Mið-Ameríku án sannanlegra áhrifa frá Evrópu og Asíu, en að vísu allmiklu síðar en þar.

Enn er margt á huldu um hin merkilegu menningarsvæði í Indusdalnum og Kína, en flest bendir til að á báðum þeim stöðum hafi ríkt sjálfstæð og harla merkileg menning, andleg sem verkleg. Í Kína hafa fundist tákn á beinum sem gætu verið einhvers konar rittákn. Þau bein eru frá rúmlega fjögur þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Þó er varasamt að ætla að þar sé um raunverulegt ritmál að ræða.


Smellið til að skoða stærri mynd
Mesópótamía -

Smellið til að skoða stærri mynd

Fyrir tugþúsundum ára fóru menn að skreyta bein og steina með táknum, punktum og strikum, hringum og ferhyrningum og hafa mannfræðingar talið að ekki sé útilokað að það séu tákn sem ætluð hafi verið til að varðveita þekkingu eða einhvers konar skilaboð, jafnvel tímatal. Þó að þeir sálmar séu býsna forvitnilegir verður ekki farið nánar út í þá hér.

Einfalt svar er því: Siðmenning hófst fyrir um fimm þúsund árum í Mesópótamíu og um svipað leyti í Egyptalandi.



Tengd og áhugaverð svör á Vísindavefnum:


Myndir:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.8.2003

Spyrjandi

Andri Theódórsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3662.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2003, 18. ágúst). Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3662

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3662>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er talið að siðmenning eins og við þekkjum hana hafi byrjað?
Spurningin snýst í raun ekki síst um skilgreiningu á hugtakinu siðmenning. Mannfræðingar fást við kanna menningu. Menning er hér notað um hugtakið „culture“ sem algengt er í mörgum tungumálum af indóevrópskum uppruna. Innan mannfræðinnar er hugtakið menning notað þegar þekkingu er miðlað milli kynslóða og þá um allt það mannlegt atferli sem lært er innan eigin menningarhóps, til dæmis reglur um ættartengsl, kynhegðun, mataræði, samskipti við annað fólk, venjur og daglegar athafnir, trú og trúarathafnir og síðast en ekki síst tungumálið.



Jeríkó í dag

Menning verður því til um leið og menn fara að búa til verkfæri og geyma þau til seinni nota og miðla þekkingu til komandi kynslóða með orðum og athöfnum. (Hér er því miður ekki rúm til að ræða hið skemmtilega viðfangsefni hvort dýr búi við eitthvað sem kalla mætti menningu). Ekkert er með vissu vitað um hvenær raunverulegt tungumál varð til en líklega hefur mannkynið snemma á ferli sínum farið að nota hljóð til að tjá annað og meira en ótta, undrun eða ánægju með viðeigandi hljóðum.

Annað hugtak er svo siðmenning sem notað er um það sem á mörgum málum kallast „civilization“. Það orð er dregið af civis á latínu sem þýðir eiginlega borgari, samfélagsþegn. Stundum er „civilization“ þýtt sem borgmenning. Venja er telja að siðmenning einkennist af því að farið er að skrásetja alls konar upplýsingar og af því að veruleg verkaskipting eigi sér stað. Þetta er vissulega samfara myndun borga þar sem íbúarnir eru háðir því að bændur í nágrenninu sjái þeim fyrir mat.

Fyrstu borgirnar eru þó allmiklu eldri en ritmál. Í Írak og Íran og í Suðaustur-Tyrklandi (svo miðað sé við ríkjaskipan á okkar tímum) voru þorp þar sem fólk bjó í húsum sem byggð voru í þyrpingum. Væntanlega voru þetta bændur sem sameinuðust um að verja akra sína og búfénað fyrir ásókn framandi fólks. Raunverulegar borgir voru orðnar til fyrir allt að níu þúsund árum, til dæmis Jeríkó.

Það er næsta öruggt að siðmenning hafi verið komin til sögunnar fyrir um fimm þúsund árum, eða um þrjú þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Tvö svæði koma þar við sögu. Annars vegar Nílardalurinn, það er að segja Egyptaland, og hins vegar „Landið milli fljótanna“, Mesópótamía. Á báðum þessum svæðum hafa fundist elstu minjar um ritmál svo að óyggjandi sé.

Þó mun ritun hafa hafist nokkru fyrr í Mesópótamíu en í Egyptalandi, og reyndar telja sumir fornfræðingar að Egyptar hafi upphaflega þegið ritmál sitt þaðan. Í landinu milli stórfljótanna tveggja, Efrat og Tígris, var ríki Súmera. Þar var ritað með fleygrúnum á leirtöflur og eru hinar elstu frá því fyrir rúmlega fimm þúsund árum.


Fleygrúnir.

Fleygrúnir voru ritaðar með þeim hætti að táknum var þrýst á rakar leirtöflur með tréfleyg. Aðrar þjóðir sem settust að í Mesópótamíu, Hittítar og Akkadíar, löguðu skriftina að sínum tungumálum, og meðal annars notuðu Hittítar nokkurs konar myndletur. Egyptar tóku upp skrift sem var sambland af samstöfutáknum og myndletri.

Í Mesópótamíu og Egyptalandi stóð margs konar menning með miklum blóma um þúsundir ára og áhrif þaðan bárust vítt um lönd. Nokkrir mikils háttar fornfræðingar héldu því fram á liðinni öld að öll svokölluð æðri menning heimsins ætti sér upphaf í Egyptalandi og hefði borist þaðan um víða veröld. Ekki er örgrannt um að svipaðra hugmynda gæti enn.

Þó mun það mála sannast að siðmenning hefur sprottið upp víðar en á þessum tveimur svæðum sem hér hafa verið nefnd og án sannanlegra áhrifa þaðan. Í Indusdalnum var siðmenning risin fyrir allt að fjögur þúsund og fimm hundruð árum og í Gulárdalnum í Kína um svipað leyti. Þá reis einnig siðmenning í Mið-Ameríku án sannanlegra áhrifa frá Evrópu og Asíu, en að vísu allmiklu síðar en þar.

Enn er margt á huldu um hin merkilegu menningarsvæði í Indusdalnum og Kína, en flest bendir til að á báðum þeim stöðum hafi ríkt sjálfstæð og harla merkileg menning, andleg sem verkleg. Í Kína hafa fundist tákn á beinum sem gætu verið einhvers konar rittákn. Þau bein eru frá rúmlega fjögur þúsund árum fyrir upphaf tímatals okkar. Þó er varasamt að ætla að þar sé um raunverulegt ritmál að ræða.


Smellið til að skoða stærri mynd
Mesópótamía -

Smellið til að skoða stærri mynd

Fyrir tugþúsundum ára fóru menn að skreyta bein og steina með táknum, punktum og strikum, hringum og ferhyrningum og hafa mannfræðingar talið að ekki sé útilokað að það séu tákn sem ætluð hafi verið til að varðveita þekkingu eða einhvers konar skilaboð, jafnvel tímatal. Þó að þeir sálmar séu býsna forvitnilegir verður ekki farið nánar út í þá hér.

Einfalt svar er því: Siðmenning hófst fyrir um fimm þúsund árum í Mesópótamíu og um svipað leyti í Egyptalandi.



Tengd og áhugaverð svör á Vísindavefnum:


Myndir:

...