Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig urðu öll trúarbrögð til?

JGÞ

Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum við þá að gera grein fyrir uppruna þeirra allra ef við ætlum að svara spurningunni að einhverju gagni? Um þetta má til dæmis lesa meira í svari við spurningunni Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?

En svo mætti kannski hugsa sér að öll trúarbrögð séu sprottin af sama meiði, af sömu þörf mannsins. Hvaða þörf gæti það verið? Kannski liggur beinast við að að það sé þörfin til að trúa. Þá gætum við svarað spurningunni svona: Trúarbrögðin urðu til vegna þess að mennirnir hafa þörf til að trúa á eitthvað. Þetta eitthvað gæti til dæmis verið þörfin til að trúa á líf eftir dauðann, þörfin til að sameina andstæðurnar líf og dauða á einhvern hátt. Um það höfum við meðal annars fjallað í svari við spurningunni Er líf eftir dauðann?


Fornegypski guðinn Anúbis var verndari látinna og vísaði sálum til undirheima. Hann vakti yfir líksmurningu og greftrun eins og sést á þessari mynd.

Vel gæti hugsast að trúarbrögðin hafi upprunalega orðið til sem eins konar hugmyndakerfi í kringum dauðann. Þeir sem hafa áhuga á að velta því fyrir sér geta lesið fróðlegt svar Haraldur Ólafssonar mannfræðings við spurningunni Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Bríet Ósk Magnúsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig urðu öll trúarbrögð til?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7119.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Hvernig urðu öll trúarbrögð til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7119

JGÞ. „Hvernig urðu öll trúarbrögð til?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7119>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig urðu öll trúarbrögð til?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum við þá að gera grein fyrir uppruna þeirra allra ef við ætlum að svara spurningunni að einhverju gagni? Um þetta má til dæmis lesa meira í svari við spurningunni Hvað eru til mörg trúarbrögð í heiminum?

En svo mætti kannski hugsa sér að öll trúarbrögð séu sprottin af sama meiði, af sömu þörf mannsins. Hvaða þörf gæti það verið? Kannski liggur beinast við að að það sé þörfin til að trúa. Þá gætum við svarað spurningunni svona: Trúarbrögðin urðu til vegna þess að mennirnir hafa þörf til að trúa á eitthvað. Þetta eitthvað gæti til dæmis verið þörfin til að trúa á líf eftir dauðann, þörfin til að sameina andstæðurnar líf og dauða á einhvern hátt. Um það höfum við meðal annars fjallað í svari við spurningunni Er líf eftir dauðann?


Fornegypski guðinn Anúbis var verndari látinna og vísaði sálum til undirheima. Hann vakti yfir líksmurningu og greftrun eins og sést á þessari mynd.

Vel gæti hugsast að trúarbrögðin hafi upprunalega orðið til sem eins konar hugmyndakerfi í kringum dauðann. Þeir sem hafa áhuga á að velta því fyrir sér geta lesið fróðlegt svar Haraldur Ólafssonar mannfræðings við spurningunni Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....