Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkamsleifum neanderdalsmanns var komið fyrir á þann hátt, að þær hafa verið lagðar í svipaðar stellingar og barn í móðurkviði og greinilega stráð yfir þær blómum. Það bendir til umhyggju fyrir hinum látna og hefur ef til vill verið tengt hugmyndum um einhvers konar framhaldslíf. Það er þó einungis tilgáta.

Þegar kemur fram á steinöld, það er þann tíma er nútímamaðurinn er kominn fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum tugum þúsunda ára, er ljóst, að fólk sem bjó í hellum lagði hina látnu oft í hellisgólfið. Þá fer einnig að bera á því, að bein hinna látnu voru lituð rauð.

Höfuðkúpa neanderdalsmanns sem fannst í Frakklandi árið 1908. Á Karmelfjalli í Ísrael hefur fundist 60.000 ára gröf neanderdalsmanns þar sem varðveist hafa mjaðmarbein en höfuð og fótleggi vantar. Algengt var víða um heim að losa höfuð frá bol til að koma þannig í veg fyrir að hinn látni gengi aftur.

Líkbrennsla hefur viðgengist að því er virðist á nokkrum stöðum á undanförnum þúsöldum, en óljóst er hvenær fyrst var farið að stunda hana. Elstu ritheimildir gefa glögga innsýn í hugmyndir fólks um dauðann og afdrif manna eftir að líkaminn hættir að starfa og rotnar og molnar. Þá tengjast aðferðir við að veita líkum umbúnað hugmyndum um, að eitthvað af manneskjunni haldi áfram að vera til þótt starfsemi líkamans stöðvist. Sálin, sem álitin er vera nokkurs konar eftirmynd hins lifandi einstaklings, heldur áfram að vera til. Sál hins framliðna getur haft áhrif á þá sem lifa og ýmislegt er gert til að halda góðu sambandi við sál hans. Útför verður þá í senn athöfn til að heiðra hinn látna, syrgja hann með virðingu og eftirsjá, en jafnframt að koma í veg fyrir að hann verði óvinveittur eftirlifendunum.

Það eru fleiri aðferðir til að losna við lík en að grafa þau eða brenna. Meðal einstaka trúarhópa er líkum komið fyrir í þar til gerðum turnum þar sem hræfuglar nærast á þeim. Annars staðar er allt hold skafið af beinum og því komið fyrir þar sem það eyðist en beinin varðveitt. Fyrir sex til sjö þúsund árum voru hauskúpur varðveittar í húsum á þeim svæðum sem nú kallast Litla-Asía. Víðan um heim var algengt meðal náttúrufólks að geyma hauskúpur óvina sinna.

Í Suður-Ameríku, til dæmis í Perú fyrir komu Evrópufólks, var líkum stundum troðið í stór leirker og varðveitt þannig um langan aldur. Alþekkt er hvernig Egyptar til forna smurðu lík og geymast sum þeirra enn. Meðal indjána í Suður-Ameríku voru ættbálkar sem kunnu þá list að taka allt skinn af höfuðkúpu og smækka þannig að andlitsfall heldur sér þótt öll bein séu á burtu. Til eru mörg slík „höfuð“ í mannfræðisöfnum.

Svarið við spurningunni er: Lík eru brennd og grafin til að koma þeim þannig fyrir að þau séu ekki til óþæginda í umhverfi hinna sem eftir lifa, en jafnframt er hvers konar útför hluti af hugmyndakerfi sem tengist tilveru mannsins og trú hans.

Mynd:

Höfundur

Haraldur Ólafsson mannfræðingur

fyrrv. prófessor í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2008

Spyrjandi

Ingimundur Þráinsson

Tilvísun

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2008. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7019.

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. (2008, 22. janúar). Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7019

Haraldur Ólafsson mannfræðingur. „Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2008. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7019>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?
Ekki er vitað hvernig frummenn fóru með lík framliðinna. Líklegt er, að þau hafi nánast verið skilin eftir þar sem einstaklingurinn dó eða borin burt frá híbýlum ef dauðann bar þar að höndum. Elstu merki, sem til þessa hafa fundist um að búið hafi verið um lík, eru frá því fyrir meira en hundrað þúsund árum. Líkamsleifum neanderdalsmanns var komið fyrir á þann hátt, að þær hafa verið lagðar í svipaðar stellingar og barn í móðurkviði og greinilega stráð yfir þær blómum. Það bendir til umhyggju fyrir hinum látna og hefur ef til vill verið tengt hugmyndum um einhvers konar framhaldslíf. Það er þó einungis tilgáta.

Þegar kemur fram á steinöld, það er þann tíma er nútímamaðurinn er kominn fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum tugum þúsunda ára, er ljóst, að fólk sem bjó í hellum lagði hina látnu oft í hellisgólfið. Þá fer einnig að bera á því, að bein hinna látnu voru lituð rauð.

Höfuðkúpa neanderdalsmanns sem fannst í Frakklandi árið 1908. Á Karmelfjalli í Ísrael hefur fundist 60.000 ára gröf neanderdalsmanns þar sem varðveist hafa mjaðmarbein en höfuð og fótleggi vantar. Algengt var víða um heim að losa höfuð frá bol til að koma þannig í veg fyrir að hinn látni gengi aftur.

Líkbrennsla hefur viðgengist að því er virðist á nokkrum stöðum á undanförnum þúsöldum, en óljóst er hvenær fyrst var farið að stunda hana. Elstu ritheimildir gefa glögga innsýn í hugmyndir fólks um dauðann og afdrif manna eftir að líkaminn hættir að starfa og rotnar og molnar. Þá tengjast aðferðir við að veita líkum umbúnað hugmyndum um, að eitthvað af manneskjunni haldi áfram að vera til þótt starfsemi líkamans stöðvist. Sálin, sem álitin er vera nokkurs konar eftirmynd hins lifandi einstaklings, heldur áfram að vera til. Sál hins framliðna getur haft áhrif á þá sem lifa og ýmislegt er gert til að halda góðu sambandi við sál hans. Útför verður þá í senn athöfn til að heiðra hinn látna, syrgja hann með virðingu og eftirsjá, en jafnframt að koma í veg fyrir að hann verði óvinveittur eftirlifendunum.

Það eru fleiri aðferðir til að losna við lík en að grafa þau eða brenna. Meðal einstaka trúarhópa er líkum komið fyrir í þar til gerðum turnum þar sem hræfuglar nærast á þeim. Annars staðar er allt hold skafið af beinum og því komið fyrir þar sem það eyðist en beinin varðveitt. Fyrir sex til sjö þúsund árum voru hauskúpur varðveittar í húsum á þeim svæðum sem nú kallast Litla-Asía. Víðan um heim var algengt meðal náttúrufólks að geyma hauskúpur óvina sinna.

Í Suður-Ameríku, til dæmis í Perú fyrir komu Evrópufólks, var líkum stundum troðið í stór leirker og varðveitt þannig um langan aldur. Alþekkt er hvernig Egyptar til forna smurðu lík og geymast sum þeirra enn. Meðal indjána í Suður-Ameríku voru ættbálkar sem kunnu þá list að taka allt skinn af höfuðkúpu og smækka þannig að andlitsfall heldur sér þótt öll bein séu á burtu. Til eru mörg slík „höfuð“ í mannfræðisöfnum.

Svarið við spurningunni er: Lík eru brennd og grafin til að koma þeim þannig fyrir að þau séu ekki til óþæginda í umhverfi hinna sem eftir lifa, en jafnframt er hvers konar útför hluti af hugmyndakerfi sem tengist tilveru mannsins og trú hans.

Mynd: