
Höfuðkúpa neanderdalsmanns sem fannst í Frakklandi árið 1908. Á Karmelfjalli í Ísrael hefur fundist 60.000 ára gröf neanderdalsmanns þar sem varðveist hafa mjaðmarbein en höfuð og fótleggi vantar. Algengt var víða um heim að losa höfuð frá bol til að koma þannig í veg fyrir að hinn látni gengi aftur.