Orðið leg hefur fleiri en eina merkingu en ein þeirra er 'staður sem eitthvað liggur á eða í'. Talað er um að menn fái leg í kirkjugarði þegar þeir eru grafnir, það er stað þar sem þeir eru lagðir til hvílu. Við þann stað er oft legsteinn, minningarsteinn þar sem á er grafið nafn, fæðingardagur og ár, dánardagur og ár og stundum eitthvað fleira og vísar heitið legsteinn til legsins, það er steinninn við legið, gröfina þar sem viðkomandi hvílir. Fleiri svör um steina og útfarir:
- Eru til sérstakir íslenskir steinar? eftir Sigurð Steinþórsson
- Af hverju breytist liturinn á steinum þegar þeir eru settir í vatn? eftir Einar Karl Friðriksson
- Hvað var gert við hina látnu hjá Neanderdalsmönnum? eftir Harald Ólafsson
- Hver borgar fyrir útför þeirra sem ekki eiga fyrir henni sjálfir, og hver ber ábyrgð á að jarðsetja þá? eftir Magnús Viðar Skúlason
- Headstone á Wikipedia.