Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?

Þórsteinn Ragnarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin.

Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfarasiði hinna ýmsu trúarbragða. Þar kemur meðal annars fram að sólkrossinn er yfirleitt notaður ef hinn látni var ásatrúar, níu arma stjarna er tákn Bahá‘í, búddistar nota lótusblómið eða SGI-merkið við birtingu andlátsfrétta, gyðingar nota Davíðsstjörnuna og húmanistar geta til dæmis notað alþjóðlegt merki húmanista.

Dæmi um tvö tákn sem hægt er að velja á dánartilkynningar sem birtast í Morgunblaðinu. Til hægri er sólkross, tákn ásatrúar en til vinstri er köttur. Ástæður fyrir vali á kettinum geta verið ýmsar, hinn látni var hugsanlega mikill kattavinur, dýravinur almennt eða ef til vill lágu einhverjar aðrar ástæður að baki valinu.

Erfitt er að fullyrða hvað önnur merki en trúartákn standa fyrir en þau eru væntanlega valin í samræmi við lífsskoðun og gildismat þess látna. Blóm getur til dæmis verið tákn um að hinn látni hafi verið náttúruunnandi og G-lykill að viðkomandi hafi unnað tónlist. Anker er stundum valið og er það tilvísun í sjómennsku sem var þá væntanlega atvinna hins látna. Að velja annað en krosstáknið eða annað trúartákn getur líka merkt að viðkomandi hafi ekki verið trúaður eða staðið utan trúfélaga.

Mynd: Unnin upp úr Mbl.is. (Sótt 26.2.2022).

Höfundar

Þórsteinn Ragnarsson

forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2022

Spyrjandi

Valgerður Guðrún Bjarkadóttir

Tilvísun

Þórsteinn Ragnarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2022. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=78829.

Þórsteinn Ragnarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2022, 7. mars). Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78829

Þórsteinn Ragnarsson og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2022. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78829>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?
Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin.

Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfarasiði hinna ýmsu trúarbragða. Þar kemur meðal annars fram að sólkrossinn er yfirleitt notaður ef hinn látni var ásatrúar, níu arma stjarna er tákn Bahá‘í, búddistar nota lótusblómið eða SGI-merkið við birtingu andlátsfrétta, gyðingar nota Davíðsstjörnuna og húmanistar geta til dæmis notað alþjóðlegt merki húmanista.

Dæmi um tvö tákn sem hægt er að velja á dánartilkynningar sem birtast í Morgunblaðinu. Til hægri er sólkross, tákn ásatrúar en til vinstri er köttur. Ástæður fyrir vali á kettinum geta verið ýmsar, hinn látni var hugsanlega mikill kattavinur, dýravinur almennt eða ef til vill lágu einhverjar aðrar ástæður að baki valinu.

Erfitt er að fullyrða hvað önnur merki en trúartákn standa fyrir en þau eru væntanlega valin í samræmi við lífsskoðun og gildismat þess látna. Blóm getur til dæmis verið tákn um að hinn látni hafi verið náttúruunnandi og G-lykill að viðkomandi hafi unnað tónlist. Anker er stundum valið og er það tilvísun í sjómennsku sem var þá væntanlega atvinna hins látna. Að velja annað en krosstáknið eða annað trúartákn getur líka merkt að viðkomandi hafi ekki verið trúaður eða staðið utan trúfélaga.

Mynd: Unnin upp úr Mbl.is. (Sótt 26.2.2022).

...