Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin.
Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...
Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun.
Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...
Spyrjandi lét mynd fylgja með spurningunni auk þessarar skýringar:
Þannig er til komið að þetta er letur sem einn húðflúrari notar í sérstökum tilfellum (segir hann) en þetta tjáði hann mér að væru Valhallar-rúnir sem ég veit ekki hvort séu til. En þetta er ég með flúrað á mig. Önnur deili ku ég ekki vita.
...
Kínverjar, Japanar, Kóreubúar og fleiri þjóðir nota aðra leturgerð en við. Í staðinn fyrir bókstafi nota þeir ýmist myndletur eða atkvæðaskrift. Í þessum málum geta verið mörg þúsund tákn. Í kínversku eru til dæmis um 30.000 tákn, og veldur það augljóslega vandræðum við hönnun lyklaborða fyrir þessi mál. Að hanna ...
Margir notendur Vísindavefsins hafa áhuga á að fræðast um kínversku og flestir sem senda inn spurningar vilja vita eitthvað um 'kínverska stafrófið' en eru í raun að spyrja um kínverskt myndletur. Hér eru dæmi um spurningar sem hafa borist Vísindavefnum:Getið þið sýnt mér nokkur kínversk tákn og merkingu þeirra?
...
Messuklæði presta eru hvítur kyrtill sem er annaðhvort svokallað rykkilín sem prestur ber yfir svartri hempu eða alba sem prestur ber í stað hempu og rykkilíns. Þar yfir klæðist prestur stólu sem er breiður borði í lit kirkjuársins (sjá síðar) lagður fram yfir axlir prests og fellur niður á miðjan legg. Að síðus...
Ekkert slíkt tákn er í trúarbrögðum múslíma. Þó er mánasigð og stjarna oft talin svara til krossins. Þetta er oft kallað íslamski hálfmáninn. Til dæmis er Rauði hálfmáninn tákn hjálparstarfs Rauða krossins í löndum íslam.
Í átrúnaði múslíma er þó ekki talað um mánasigðina sem slíkt tákn, enda var hún fyrst not...
Tvíundakerfið (e. binary code) er talnakerfi sem byggir einungis á tölunum 0 og 1. Til samanburðar samanstendur tugakerfið af tug talna, 0-9.
Tölvur eru byggðar upp á tvíundakerfi en ástæðan fyrir því að það kerfi er notað fremur en tugakerfið er tæknileg. Mjög auðvelt er að greina á milli hvort straumur sé í ...
Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans.
Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...
Vegna þess að Kristur dó á krossi. Upphaflega gátu kristnir menn ekki hugsað sér að nota krossinn sem tákn sitt vegna þess að hann var aftökutæki líkt og gálgi eða byssa nú á dögum. Þegar lengra leið frá dauða Krists og áhersla var lögð á upprisu hans og sigur yfir dauðanum hætti krossinn þó að vera svo ógnvekjand...
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.
Uppruni og merking
Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Stutta svarið er að stærðfræðingum og öðrum sem nota stærðfræðitákn voru grískir bókstafir tamir þegar þessi hefð komst á, og þörf var fyrir að nota fleiri tákn en venjulegt latneskt stafróf býður upp á.
Táknmál stærðfræðinnar mótaðist að mestu eftir lok miðalda þótt vissulega sé það enn í mótun. Evrópumenn kyn...
Örninn er með útbreiddustu merkjum eða táknum heims og hefur ýmist táknað guðdómlegt vald eða höfðingjavald. Hann finnst í Babýlon, Persíu og Indverjalandi en einnig víða um Evrópu, í skjaldarmerkjum.
Meðal Rómverja var örninn tákn guðsins Júpíters og síðar tákn keisarans. Á tímum Karls mikla varð örninn skja...
Á fána Evrópusambandsins eru tólf gull-litaðar stjörnur sem mynda hring á bláum fleti. Það er almennur misskilningur að stjörnurnar tákni aðildarlönd sambandsins en það er ekki rétt enda eru löndin nú 28 talsins.
***
Fáninn á að tákna sameiningu Evrópu en ekki aðeins aðildarlandanna. Hringurinn er tákn eini...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!