Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Símon Jón Jóhannsson

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia (tákn Hygeu, gyðju heilbrigði og hreysti í grískri goðafræði) og signum salutatis (tákn góðrar heilsu).

Pýþagóras (580-500 f. Kr.) og nemendur hans töldu fimmarma stjörnuna heilagt tákn sem stæði fyrir samstillingu líkama og anda og væri þar af leiðandi tákn fyrir gott heilsufar. Fimmyddingurinn táknar líka manninn með útrétta arma og fætur, hina fullkomnu manneskju. Margir þekkja teikningu Leonardos da Vincis af hlutföllum mannslíkamans, manni með útrétta arma og fætur inni í hring. Fimmhyrnda stjarnan er óendanleg eins og hringurinn og þannig einnig tákn fullkomnunarinnar. Um teikningu Da Vincis má nánar lesa í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?


Fimmyddingurinn táknar meðal annars hina fullkomnu manneskju.

Gnóstíkar og áhangendur manikeisma, einnig nefnd manistrú, töldu töluna fimm heilaga og byggðu heimsmynd sína á fimm frumefnum: Ljósi, lofti, vindi, eldi og vatni. Fimmyddingurinn varð því eitt af megintáknum þeirra og í mörgum síðari tíma sértrúarhópum. Alkemistar eða gullgerðarmenn miðalda notuðu einnig töluna fimm sem tákn fyrir frumefnin en hjá þeim voru þau talin: Jörð, loft, eldur og vatn auk andans, kjarna hins andlega.

Fimmyddingurinn er talið ævafornt tákn sem menn báru á sér í verndargripum til þess meðal annars að verjast ásókn illra anda. Í verndarskyni er táknið stundum útskorið í þröskulda og gamlan dyraumbúnað í heimahúsum og búfjárhúsum. Fimmarma stjarnan finnst í ýmsum fornum skreytingum, til dæmis hjá Etrúrum og í egypskum gröfum. Í kristni getur pentagramið verið tákn fimm sára Krists á krossinum. Fimmyddingurinn kemur einnig við sögu í táknmáli frímúrara. Hann hefur jafnframt verið notaður sem tákn skilningarvitanna fimm: Sjónar, heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar. Um þau má lesa meira í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Galdrastafurinn Hrungnis hjarta sem dregur nafn sitt af Hrungni jötni og sagt er frá í Snorra-Eddu er talinn hafa verið fimmyddingur. Álitið er að pentagramið hafi verið notað í galdrafræðum og siðareglum tengdum galdri, eins og kemur meðal annars fram í Faust Goethes. Í hvítagaldri skal eitt hornið vísa beint upp en beint niður í svartagaldri og þannig er það stundum notað sem djöflatákn. Sé táknið teiknað í góðum tilgangi er byrjað lengst til vinstri og dregin bein lárétt lína til hægri, þá niður á ská til vinstri, síðan upp í toppinn, niður til hægri og að lokum til vinstri að upphafspunkti. Gæta verður þess að línan sé hvergi brotin og stjarnan teiknuð án þess að lyfta skriffærinu.

Heimildir og mynd

  • Biedermann, Hans. 1992. Symbolleksikon J.W. Cappelens Forlag. Oslo.
  • Cooper, J.C. 1995. Symboler. En uppslagsbok. Forum. Borås.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. 1990. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík.
  • Mynd: Image:Pentagram and human body (Agrippa).jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Upphaflega í Libri tres de occulta philosophia eftir Heinrich Cornelius Agrippa.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

13.2.2007

Spyrjandi

Liv Eyþórsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2007. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6495.

Símon Jón Jóhannsson. (2007, 13. febrúar). Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6495

Símon Jón Jóhannsson. „Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2007. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6495>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?
Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia (tákn Hygeu, gyðju heilbrigði og hreysti í grískri goðafræði) og signum salutatis (tákn góðrar heilsu).

Pýþagóras (580-500 f. Kr.) og nemendur hans töldu fimmarma stjörnuna heilagt tákn sem stæði fyrir samstillingu líkama og anda og væri þar af leiðandi tákn fyrir gott heilsufar. Fimmyddingurinn táknar líka manninn með útrétta arma og fætur, hina fullkomnu manneskju. Margir þekkja teikningu Leonardos da Vincis af hlutföllum mannslíkamans, manni með útrétta arma og fætur inni í hring. Fimmhyrnda stjarnan er óendanleg eins og hringurinn og þannig einnig tákn fullkomnunarinnar. Um teikningu Da Vincis má nánar lesa í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta?


Fimmyddingurinn táknar meðal annars hina fullkomnu manneskju.

Gnóstíkar og áhangendur manikeisma, einnig nefnd manistrú, töldu töluna fimm heilaga og byggðu heimsmynd sína á fimm frumefnum: Ljósi, lofti, vindi, eldi og vatni. Fimmyddingurinn varð því eitt af megintáknum þeirra og í mörgum síðari tíma sértrúarhópum. Alkemistar eða gullgerðarmenn miðalda notuðu einnig töluna fimm sem tákn fyrir frumefnin en hjá þeim voru þau talin: Jörð, loft, eldur og vatn auk andans, kjarna hins andlega.

Fimmyddingurinn er talið ævafornt tákn sem menn báru á sér í verndargripum til þess meðal annars að verjast ásókn illra anda. Í verndarskyni er táknið stundum útskorið í þröskulda og gamlan dyraumbúnað í heimahúsum og búfjárhúsum. Fimmarma stjarnan finnst í ýmsum fornum skreytingum, til dæmis hjá Etrúrum og í egypskum gröfum. Í kristni getur pentagramið verið tákn fimm sára Krists á krossinum. Fimmyddingurinn kemur einnig við sögu í táknmáli frímúrara. Hann hefur jafnframt verið notaður sem tákn skilningarvitanna fimm: Sjónar, heyrnar, lyktar, bragðs og snertingar. Um þau má lesa meira í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Hvernig verka skilningarvitin fimm (sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt)?

Galdrastafurinn Hrungnis hjarta sem dregur nafn sitt af Hrungni jötni og sagt er frá í Snorra-Eddu er talinn hafa verið fimmyddingur. Álitið er að pentagramið hafi verið notað í galdrafræðum og siðareglum tengdum galdri, eins og kemur meðal annars fram í Faust Goethes. Í hvítagaldri skal eitt hornið vísa beint upp en beint niður í svartagaldri og þannig er það stundum notað sem djöflatákn. Sé táknið teiknað í góðum tilgangi er byrjað lengst til vinstri og dregin bein lárétt lína til hægri, þá niður á ská til vinstri, síðan upp í toppinn, niður til hægri og að lokum til vinstri að upphafspunkti. Gæta verður þess að línan sé hvergi brotin og stjarnan teiknuð án þess að lyfta skriffærinu.

Heimildir og mynd

  • Biedermann, Hans. 1992. Symbolleksikon J.W. Cappelens Forlag. Oslo.
  • Cooper, J.C. 1995. Symboler. En uppslagsbok. Forum. Borås.
  • Íslenska alfræðiorðabókin. 1990. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. Reykjavík.
  • Mynd: Image:Pentagram and human body (Agrippa).jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia. Upphaflega í Libri tres de occulta philosophia eftir Heinrich Cornelius Agrippa.
...