Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...
Í mörgum orðabókum stendur að orðið edda merki ‘langamma’. En hvað segja gögnin í raun og veru? Orðið edda er alls ekki algengt í fornritum. Það kemur aðeins fyrir á einum stað sem almennt orð (fremur en sem heiti á eddunum tveimur).
Eina gagnið um orðið edda á miðöldum er Snorra-Edda. Þar segir ekki að edda me...
Konan á merki Háskóla Íslands er gríska gyðjan Pallas Aþena sem gegndi til forna meðal annars hlutverki mennta- og viskugyðju. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en hana gleypti Seifur áður en gyðjan varð léttari. Nokkru síðar fékk Seifur ægilegan höfuðverk og þegar guðirnir gerðu gat á hauskúpu hans...
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvernig urðu stjörnumerki til og hver fann þau upp? (Eva Ýr Óttarsdóttir f. 1988)Hvað er átt við þegar talað er um pólhverf stjörnumerki? (Hrönn Guðmundsdóttir f. 1985)Hvað eru til mörg stjörnumerki og hvernig verða þau til? (Anna Lilja Óskarsdóttir f. 1987)Hvernig er h...
Vísindavefnum berast oft spurningar um ýmislegt sem viðkemur nanótækni. Margir eiga erfitt með að átta sig á stærð eða öllu heldur smæð hluta á nanóskala enda eru stærðir þar minni en við eigum að venjast úr daglega lífinu.
Oft fáum við einnig spurningar um það hversu smáar mælieiningar geta orðið og við eigum ...
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju eru gæsir merktar? Af hverju er fólk að fylgjast með hvert gæsirnar fljúga, hvert þær fara og hvað langt? Og hvað er svo gert við upplýsingarnar þegar búið að skoða þær?
Merkingar á fuglum eru ætíð tengdar rannsóknum. Hver einstaklingur fær kennitölu á málmmerki s...
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu.
Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...
Það er rétt hjá spyrjanda að snákur eða slanga er einkennistákn læknisfræðinnar. Oft er slangan sýnd hringa sig utan um staf. Stafurinn tilheyrir Asklepíosi sem var grískur guð læknislistarinnar. Hann var sonur Apollons. Asklepíos kemur fyrir í Ilíonskviðu Hómers en þar er hann ekki talinn af guðakyni.
Nokkrar ...
Öll spurningin hljóðaði svona:
Telst það ekki áróður að auglýsa stjórnmálaflokka í útvarpi á kjördag? Glymur í eyrum mínum áður en ég geng inn á kjörstað.
Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Ef kosningaauglýsingin glumdi í næsta nágrenni kjörstaðar var um óleyfilegan kosningaáróður að ræða.
Í 117....
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið?
Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...
Víða á Mars eru greinileg merki um mikla eldvirkni frá ýmsum tímabilum í sögu reikistjörnunnar. Eldfjallagrjót þekur stærstan hluta yfirborðsins, meðal annars þar sem Pathfinder lenti árið 1997 og nú þar sem Spirit-jeppinn lenti á þessu ári.
Eldvirkni á Mars er frekar ólík þeirri eldvirkni sem fyrirfinnst á jör...
Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart.
Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.
Uppruni og merking
Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...
@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'.
Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!