Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?

JGÞ

Pundsmerkið sem er yfirleitt táknað svona: £, er heiti á gjaldmiðli í nokkrum löndum, til dæmis Englandi, Egiftalandi, Líbanon og Sýrlandi.

Merkið er myndað eftir latneska orðinu libra sem var massaeining Rómverja. Það orð er dregið af orðum eins og libro sem merkir að koma í jafnvægi, eins og þegar vog er komið í jafnvægi með því að hafa sömu þyngd báðum megin. Hjá Rómverjum var pundið 329 grömm en við miðum vanalega við að pundið sé um hálft kíló. Enskt pund er rétt rúmlega 453 grömm.

Pundið er upphaflega eining um efnismagn, massa eða þyngd. Áður fyrr var mynt ekki slegin eða seðlar prentaðir heldur notuðu menn þá dýra málma eins og silfur eða gull sem gjaldmiðla. Verði hlutar eða gjaldi í viðskiptum var þá lýst með því að tiltaka til dæmis þyngd silfursins. Í íslenska var haft um þetta orðið mörk silfurs sem skiptist svo í aura en í sumum öðrum löndum hefur verið haft orðið pund og þessu lýst með vísun í latneska orðið ,,libra“ sem tengist einmitt því þegar silfrið var vegið eins og áður er sagt.



Nígerískt pund. Pundsmerkin sjást vel í hornunum.

Pundsmerkið er einfaldlega stafurinn L með einu og stundum tveimur láréttum strikum í gegn en strikið eða strikin tákna að um skammstöfun er að ræða.

Enska skammstöfunin lb og lbs í fleirtölu er notuð til að tákna massaeininguna pund og er dregin af sama latneska orðinu og pundsmerkið.

Nokkur orðatiltæki eru til í íslensku þar sem pund vísar til peninga eða auðs, eins og til dæmis:
  • að ávaxta sitt pund
  • að grafa pund sitt í jörðu
  • mikið er skraddarans pund

Skoðið einnig svar við spurningunni Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.5.2007

Spyrjandi

Haukur Óskarsson, f. 1994

Tilvísun

JGÞ. „Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2007, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6637.

JGÞ. (2007, 14. maí). Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6637

JGÞ. „Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2007. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6637>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £?
Pundsmerkið sem er yfirleitt táknað svona: £, er heiti á gjaldmiðli í nokkrum löndum, til dæmis Englandi, Egiftalandi, Líbanon og Sýrlandi.

Merkið er myndað eftir latneska orðinu libra sem var massaeining Rómverja. Það orð er dregið af orðum eins og libro sem merkir að koma í jafnvægi, eins og þegar vog er komið í jafnvægi með því að hafa sömu þyngd báðum megin. Hjá Rómverjum var pundið 329 grömm en við miðum vanalega við að pundið sé um hálft kíló. Enskt pund er rétt rúmlega 453 grömm.

Pundið er upphaflega eining um efnismagn, massa eða þyngd. Áður fyrr var mynt ekki slegin eða seðlar prentaðir heldur notuðu menn þá dýra málma eins og silfur eða gull sem gjaldmiðla. Verði hlutar eða gjaldi í viðskiptum var þá lýst með því að tiltaka til dæmis þyngd silfursins. Í íslenska var haft um þetta orðið mörk silfurs sem skiptist svo í aura en í sumum öðrum löndum hefur verið haft orðið pund og þessu lýst með vísun í latneska orðið ,,libra“ sem tengist einmitt því þegar silfrið var vegið eins og áður er sagt.



Nígerískt pund. Pundsmerkin sjást vel í hornunum.

Pundsmerkið er einfaldlega stafurinn L með einu og stundum tveimur láréttum strikum í gegn en strikið eða strikin tákna að um skammstöfun er að ræða.

Enska skammstöfunin lb og lbs í fleirtölu er notuð til að tákna massaeininguna pund og er dregin af sama latneska orðinu og pundsmerkið.

Nokkur orðatiltæki eru til í íslensku þar sem pund vísar til peninga eða auðs, eins og til dæmis:
  • að ávaxta sitt pund
  • að grafa pund sitt í jörðu
  • mikið er skraddarans pund

Skoðið einnig svar við spurningunni Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?

Heimildir og mynd:...