Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ríala. Merkið $ er notað í ýmsum löndum öðrum en Bandaríkjunum til að vísa til gjaldmiðils viðkomandi ríkis, yfirleitt pesóa. Til eru tvær útgáfur, önnur er eins og S með einu lóðréttu striki í gegn, hin með tveimur lóðréttum strikum.
Ýmsir halda að $ merkið sé búið til með því að skrifa U yfir stafinn S og vísi til skammstöfunarinnar U.S. en það er ekki rétt.
Orðið dollar er talið eiga rætur sínar að rekja til myntar sem slegin var úr silfri sem kom úr námum í Joachimstal (Jáchymov) í Bæheimi í Tékklandi. Myntin var fyrst kölluð Joachimstaler og það síðan stytt í taler. Tal er sama orðið og dalur á íslensku og því eðlilegt að tala um Bandaríkjadali.
Mynd:
Gylfi Magnússon. „Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2003, sótt 28. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=2979.
Gylfi Magnússon. (2003, 30. desember). Af hverju er S í dollaramerkinu ($)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2979
Gylfi Magnússon. „Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2003. Vefsíða. 28. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2979>.