Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju tala dýrin ekki?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur eru sára einfaldar að uppbyggingu en aðrar gríðarlega flóknar; samanber til dæmis einfrumung og fíl, ánamaðk og simpansa.

Maðurinn er afar ung tegund í þróunarsögunni. Tegundin homo sapiens eða hinn viti borni maður er þannig aðeins talin vera um 200 þúsund ára. Það er aðeins um einn sautján þúsundasti af tímanum sem liðinn er síðan líf kviknaði á jörðinni. Til samanburðar má nefna sem dæmi að skjaldbökur hafa verið til á jörðinni í um 215 milljón ár, eða um þúsund sinnum lengur en hinn viti borni maður. Þegar maðurinn kom fram á sjónarsviðið hafði lífið því þróast óralengi og var orðið býsna fjölbreytilegt.

Líkt og aðrar lífverur þróaðist maðurinn út frá öðrum dýrategundum. Forverar mannsins voru flóknar lífverur með fjölbreytt skynfæri, mikla hreyfigetu og svo framvegis. Þegar maðurinn kom fram sem sérstök tegund fól það í sér að hjá honum komu fram ýmsir eiginleikar sem aðgreindu hann frá öðrum tegundum. Þannig getum við bæði ýmislegt sem önnur dýr geta ekki og eins er líka margt sem þau geta en við ekki.

Þótt dýr noti ekki orð geta þau haft samskipti með ýmsum leiðum, ekki aðeins innan sinnar tegundar heldur einnig milli tegunda. Þau nota ekki aðeins hljóð heldur einnig til dæmis látbragð, lykt eða snertingu.

Í rauninni er of mikið sagt að dýrin "tali ekki". Dýr hafa samskipti sín á milli með ýmsum leiðum, ekki aðeins innan sinnar tegundar heldur einnig milli tegunda. Þau nota ekki aðeins hljóð heldur einnig til dæmis látbragð, lykt eða snertingu. Þegar við nálgumst hund og hann fer að gelta er hann að láta vita af sér og vara okkur við. Sama gildir þegar við nálgumst fuglshreiður á vorin og fuglinn ýfir sig eða reynir að blekkja okkur og leiða athyglina frá hreiðrinu. Söngur fuglanna felur líka í sér ýmiss konar merkjasendingar milli þeirra þó að við skiljum merkin kannski ekki öll, enda eru þau ekki ætluð okkur. Ýmsar dýrategundir, til að mynda í hópi sjávarspendýra, eru taldar hafa flókin merkjakerfi til að senda boð á milli sín. Margt er þó á huldu varðandi tjáskipti dýra þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og er alls ekki víst að við munum nokkurn tíma skilja til fullnustu „tungumál“ dýranna.

Líklega er maðurinn engu að síður einna fremstur meðal dýra jarðarinnar í því að nýta sér hljóð til boðskipta milli einstaklinga. Þessi hæfni hans eða eiginleiki er til kominn vegna þróunar eins og aðrir eiginleikar lífvera. Hins vegar skulum við heldur ekki gleyma því að það er allt eins víst að hæfni annarra dýra á þessu sviði muni líka þróast. Þannig eru engar fyrirfram gefnar hindranir í veginum fyrir því að einhver dýr fari að "tala" einn góðan veðurdag, það er að segja að þau fari að hafa samskipti sín á milli með álíka flóknum hljóðmyndum og við notum núna. Hitt er hins vegar engan veginn sjálfgefið að mennirnir eða arftakar þeirra muni skilja neitt í þessu tali!

Höfundur þakkar Margréti Björk Sigurðardóttur líffræðingi gagnlegar athugasemdir og umræður um efni svarsins.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.11.2008

Spyrjandi

Emma Lind Guðmundsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju tala dýrin ekki? “ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50118.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2008, 17. nóvember). Af hverju tala dýrin ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50118

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju tala dýrin ekki? “ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50118>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju tala dýrin ekki?
Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur eru sára einfaldar að uppbyggingu en aðrar gríðarlega flóknar; samanber til dæmis einfrumung og fíl, ánamaðk og simpansa.

Maðurinn er afar ung tegund í þróunarsögunni. Tegundin homo sapiens eða hinn viti borni maður er þannig aðeins talin vera um 200 þúsund ára. Það er aðeins um einn sautján þúsundasti af tímanum sem liðinn er síðan líf kviknaði á jörðinni. Til samanburðar má nefna sem dæmi að skjaldbökur hafa verið til á jörðinni í um 215 milljón ár, eða um þúsund sinnum lengur en hinn viti borni maður. Þegar maðurinn kom fram á sjónarsviðið hafði lífið því þróast óralengi og var orðið býsna fjölbreytilegt.

Líkt og aðrar lífverur þróaðist maðurinn út frá öðrum dýrategundum. Forverar mannsins voru flóknar lífverur með fjölbreytt skynfæri, mikla hreyfigetu og svo framvegis. Þegar maðurinn kom fram sem sérstök tegund fól það í sér að hjá honum komu fram ýmsir eiginleikar sem aðgreindu hann frá öðrum tegundum. Þannig getum við bæði ýmislegt sem önnur dýr geta ekki og eins er líka margt sem þau geta en við ekki.

Þótt dýr noti ekki orð geta þau haft samskipti með ýmsum leiðum, ekki aðeins innan sinnar tegundar heldur einnig milli tegunda. Þau nota ekki aðeins hljóð heldur einnig til dæmis látbragð, lykt eða snertingu.

Í rauninni er of mikið sagt að dýrin "tali ekki". Dýr hafa samskipti sín á milli með ýmsum leiðum, ekki aðeins innan sinnar tegundar heldur einnig milli tegunda. Þau nota ekki aðeins hljóð heldur einnig til dæmis látbragð, lykt eða snertingu. Þegar við nálgumst hund og hann fer að gelta er hann að láta vita af sér og vara okkur við. Sama gildir þegar við nálgumst fuglshreiður á vorin og fuglinn ýfir sig eða reynir að blekkja okkur og leiða athyglina frá hreiðrinu. Söngur fuglanna felur líka í sér ýmiss konar merkjasendingar milli þeirra þó að við skiljum merkin kannski ekki öll, enda eru þau ekki ætluð okkur. Ýmsar dýrategundir, til að mynda í hópi sjávarspendýra, eru taldar hafa flókin merkjakerfi til að senda boð á milli sín. Margt er þó á huldu varðandi tjáskipti dýra þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og er alls ekki víst að við munum nokkurn tíma skilja til fullnustu „tungumál“ dýranna.

Líklega er maðurinn engu að síður einna fremstur meðal dýra jarðarinnar í því að nýta sér hljóð til boðskipta milli einstaklinga. Þessi hæfni hans eða eiginleiki er til kominn vegna þróunar eins og aðrir eiginleikar lífvera. Hins vegar skulum við heldur ekki gleyma því að það er allt eins víst að hæfni annarra dýra á þessu sviði muni líka þróast. Þannig eru engar fyrirfram gefnar hindranir í veginum fyrir því að einhver dýr fari að "tala" einn góðan veðurdag, það er að segja að þau fari að hafa samskipti sín á milli með álíka flóknum hljóðmyndum og við notum núna. Hitt er hins vegar engan veginn sjálfgefið að mennirnir eða arftakar þeirra muni skilja neitt í þessu tali!

Höfundur þakkar Margréti Björk Sigurðardóttur líffræðingi gagnlegar athugasemdir og umræður um efni svarsins.

Mynd:...