Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?

Hrefna Sigurjónsdóttir

Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig bæði í líkamseinkennum (langir grannir fætur, rennilegur en vöðvamikill skrokkur) og hegðun því þeir eru afar næmir á hreyfingar og viðbrögð annarra í stóðinu.

Fúsi kynnist hér Emblu.

Hestar eru hjarðdýr og samanstanda hjarðirnar af stóðhestum sem eru með sitt stóð og hópum piparsveina. Í hverju stóði eru auk stóðhestsins nokkrar hryssur og afkvæmi þeirra. Stundum eru tveir eða fleiri stóðhestar saman með stóð. Þegar ungar hryssur eru orðnar kynþroska eru þær reknar í burtu úr sínum fæðingarhóp og það sama á við um ungu hesttrippin. Hryssurnar koma sér í annan hóp og ungu hestarnir fara í piparsveinahóp. Piparsveinar mynda sinn eigin hryssuhóp eða ná að reka eldri stóðhest og taka yfir hans stóð. Í öllum hópum eru virðingarraðir og hestarnir þekkja hver annan vel. Þeir mynda sambönd sín á milli og velja sér vini. Mestur tími hesta fer í beit og hvíld og aðeins um 5% tíma þeirra fer í að eiga samskipti.

Samskipti hesta geta verið margs konar og má flokka þau í jákvæð og neikvæð. Hér á eftir eru þau helstu talin upp.

Jákvæð samskipti:
  • að heilsast (með því að lykta af nösum hvor annars)
  • snyrta hvor annan (kljást)
  • hneggjast á
  • leika við annan
  • sjúga móður sína

Kempa og Þróun kljást.

Neikvæð samskipti:
  • ógna með því að leggja kollhúfur
  • hóta að bíta
  • bíta
  • hóta að sparka
  • sparka
  • slá fram fæti í átt að öðrum
  • ráðast á (hlaupa hratt að öðrum)
  • elta hest sem flýr
  • að trufla samskipti annarra
  • sýna undirgefni (kjamsa, víkja undan)
  • berjast

Einnig má skoða samskipti tengd æxlun:
  • tveir stóðhestar berjast
  • skíta í hrúgur (veita þar með upplýsingar um viðveru)
  • þefa af skít og þvagi
  • ganga samhliða og sperra sig (graðhestar)
  • standa gagnvart hvor öðrum og sperra sig (eru að meta hvor annan)
  • smala (stóðhestur safnar hópnum sínum saman á ákveðinn hátt)
  • þefa af einstaklingi (af kynfærum, bógum og víðar)
  • fara upp á hryssu til að makast
  • klippa gull (ákveðin hegðun sem hryssa sýnir þegar hún er tilbúin til mökunar)
  • gefa frá sér hljóð

Rannsóknir hér á landi (sjá heimildalista) hafa sýnt að hestar velja sér vini og bindast þeim marktækt meira en öðrum hestum í hópnum. Þessi vinátta sýnir sig þannig að þeir snyrta hvor annan og halda sig nálægt hvor öðrum í haganum og í hvíld. Að jafnaði eru hestar af sama kyni og á svipuðum aldri líklegri til að vera vinir en aðrir en margar undantekningar eru til. Folöld, hesttrippi og geldingar eiga sér ákveðna leikfélaga og eru þeir yfirleitt þeir sömu og þeir kljást við og eru nálægt. Fullorðnar hryssur leika sér yfirleitt ekki og unghryssur miklu minna en karlkynið. Skyldleiki virðist líka geta skipt máli og stundum bindast hross sem eru dálítið skyld frekar en óskyldir einstaklingar.

Rannsóknirnar hafa líka sýnt að meira er um samskipti í hópum þegar ókunnug hross eru sett saman en í heimastóðum þar sem allir þekkjast. Bæði er meiri árásargirni og jákvæð samskipti (leikur, að kljást) því hestarnir sem fyrir eru, eru að sýna stöðu sína og unghrossin eru forvitin og jafnvel tilbúin að mynda ný tengsl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Hrefna Sigurjonsdottir, M. van Dierendonck, Anna G. Thorhallsdottir and Sigurdur Snorrason. 2003. Social relationships in a group of horses without a mature stallion. Behaviour 140, 783-804.
  • M.C. van Dierendonck, B. Colenbrander, A.G. Thorhallsdottir and H. Sigurjonsdottir. 2004. Differences in social behaviour between late pregnant, post-partum and barren mares in a herd of Icelandic horses. Applied Animal Behaviour Science 89(3-4): 283-297.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallssdóttir, 2005. Félagsatferli hrossa. Fræðaþing landbúnaðarins, 3.-4. febrúar 2005. Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands, bls. 87-93.
  • Hrefna B. Ingólfsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir, 2005. Virðingarröð meðal hrossa. Skiptir staða í virðingarröð máli varðandi aðgang að skjóli og heyi?: Fræðaþing landbúnaðarins, 3.-4. febrúar 2005. Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands, bls. 387-390.
  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir. 2005. Hestar og skyldar tegundir. Uppruni, þróun og atferli. Náttúrufræðingurinn, 73 (3-4). Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN), bls. 105-116.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallsdóttir 2006. Félagshegðun hrossa. Rannsóknir á Skáney, Reykholtsdal. Náttúrufræðingurinn, 74 (1-2). Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN), bls. 27-38, 56.
  • Machteld C. van Dierendonck, Han de Vries, Matthijs B.H. Schilder, Ben Colenbrander, Anna Gudrun Thorhallsdottir and Hrefna Sigurjonsdóttir. 2009. Interventions in social behaviour in a herd of mares and geldings. Applied Animal Behaviour Science 116: 67-73.
  • Sandra M. Granquist, Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir. 2009. Félagshegðun hrossa í hópum með stóðhestum. Fræðaþing landbúnaðarins 2009. 4 bls.

Myndir:
  • Mynd af Fúsa og Emblu er tekin af höfundi svars.
  • Mynd af Kempu og Þróun að kljást er tekin af Kate Sawford, birt með góðfúslegu leyfi.
  • Mynd af Lilla og Létti í snyrtingu er tekin af höfundi svars.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvernig tala hestar við aðra hesta?

Höfundur

Hrefna Sigurjónsdóttir

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

28.4.2011

Spyrjandi

Vilborg Inga Magnúsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Hrefna Sigurjónsdóttir. „Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2011, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26950.

Hrefna Sigurjónsdóttir. (2011, 28. apríl). Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26950

Hrefna Sigurjónsdóttir. „Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2011. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26950>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli?
Hestar eru einstaklega félagslyndar skepnur. Forfeður þeirra voru dýr sléttunnar og þar er gott að vera í hóp til að geta falið sig í fjöldanum þegar rándýr eru á ferðinni. Það er því sterkt í eðli þeirra að flýja hættu og eins og allir vita þá fara þeir hratt yfir. Aðlögun að sléttulífi og félagslyndi sýnir sig bæði í líkamseinkennum (langir grannir fætur, rennilegur en vöðvamikill skrokkur) og hegðun því þeir eru afar næmir á hreyfingar og viðbrögð annarra í stóðinu.

Fúsi kynnist hér Emblu.

Hestar eru hjarðdýr og samanstanda hjarðirnar af stóðhestum sem eru með sitt stóð og hópum piparsveina. Í hverju stóði eru auk stóðhestsins nokkrar hryssur og afkvæmi þeirra. Stundum eru tveir eða fleiri stóðhestar saman með stóð. Þegar ungar hryssur eru orðnar kynþroska eru þær reknar í burtu úr sínum fæðingarhóp og það sama á við um ungu hesttrippin. Hryssurnar koma sér í annan hóp og ungu hestarnir fara í piparsveinahóp. Piparsveinar mynda sinn eigin hryssuhóp eða ná að reka eldri stóðhest og taka yfir hans stóð. Í öllum hópum eru virðingarraðir og hestarnir þekkja hver annan vel. Þeir mynda sambönd sín á milli og velja sér vini. Mestur tími hesta fer í beit og hvíld og aðeins um 5% tíma þeirra fer í að eiga samskipti.

Samskipti hesta geta verið margs konar og má flokka þau í jákvæð og neikvæð. Hér á eftir eru þau helstu talin upp.

Jákvæð samskipti:
  • að heilsast (með því að lykta af nösum hvor annars)
  • snyrta hvor annan (kljást)
  • hneggjast á
  • leika við annan
  • sjúga móður sína

Kempa og Þróun kljást.

Neikvæð samskipti:
  • ógna með því að leggja kollhúfur
  • hóta að bíta
  • bíta
  • hóta að sparka
  • sparka
  • slá fram fæti í átt að öðrum
  • ráðast á (hlaupa hratt að öðrum)
  • elta hest sem flýr
  • að trufla samskipti annarra
  • sýna undirgefni (kjamsa, víkja undan)
  • berjast

Einnig má skoða samskipti tengd æxlun:
  • tveir stóðhestar berjast
  • skíta í hrúgur (veita þar með upplýsingar um viðveru)
  • þefa af skít og þvagi
  • ganga samhliða og sperra sig (graðhestar)
  • standa gagnvart hvor öðrum og sperra sig (eru að meta hvor annan)
  • smala (stóðhestur safnar hópnum sínum saman á ákveðinn hátt)
  • þefa af einstaklingi (af kynfærum, bógum og víðar)
  • fara upp á hryssu til að makast
  • klippa gull (ákveðin hegðun sem hryssa sýnir þegar hún er tilbúin til mökunar)
  • gefa frá sér hljóð

Rannsóknir hér á landi (sjá heimildalista) hafa sýnt að hestar velja sér vini og bindast þeim marktækt meira en öðrum hestum í hópnum. Þessi vinátta sýnir sig þannig að þeir snyrta hvor annan og halda sig nálægt hvor öðrum í haganum og í hvíld. Að jafnaði eru hestar af sama kyni og á svipuðum aldri líklegri til að vera vinir en aðrir en margar undantekningar eru til. Folöld, hesttrippi og geldingar eiga sér ákveðna leikfélaga og eru þeir yfirleitt þeir sömu og þeir kljást við og eru nálægt. Fullorðnar hryssur leika sér yfirleitt ekki og unghryssur miklu minna en karlkynið. Skyldleiki virðist líka geta skipt máli og stundum bindast hross sem eru dálítið skyld frekar en óskyldir einstaklingar.

Rannsóknirnar hafa líka sýnt að meira er um samskipti í hópum þegar ókunnug hross eru sett saman en í heimastóðum þar sem allir þekkjast. Bæði er meiri árásargirni og jákvæð samskipti (leikur, að kljást) því hestarnir sem fyrir eru, eru að sýna stöðu sína og unghrossin eru forvitin og jafnvel tilbúin að mynda ný tengsl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Hrefna Sigurjonsdottir, M. van Dierendonck, Anna G. Thorhallsdottir and Sigurdur Snorrason. 2003. Social relationships in a group of horses without a mature stallion. Behaviour 140, 783-804.
  • M.C. van Dierendonck, B. Colenbrander, A.G. Thorhallsdottir and H. Sigurjonsdottir. 2004. Differences in social behaviour between late pregnant, post-partum and barren mares in a herd of Icelandic horses. Applied Animal Behaviour Science 89(3-4): 283-297.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallssdóttir, 2005. Félagsatferli hrossa. Fræðaþing landbúnaðarins, 3.-4. febrúar 2005. Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands, bls. 87-93.
  • Hrefna B. Ingólfsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir, 2005. Virðingarröð meðal hrossa. Skiptir staða í virðingarröð máli varðandi aðgang að skjóli og heyi?: Fræðaþing landbúnaðarins, 3.-4. febrúar 2005. Reykjavík, Landbúnaðarháskóli Íslands, bls. 387-390.
  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Hrefna Sigurjónsdóttir. 2005. Hestar og skyldar tegundir. Uppruni, þróun og atferli. Náttúrufræðingurinn, 73 (3-4). Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN), bls. 105-116.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna G. Þórhallsdóttir 2006. Félagshegðun hrossa. Rannsóknir á Skáney, Reykholtsdal. Náttúrufræðingurinn, 74 (1-2). Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN), bls. 27-38, 56.
  • Machteld C. van Dierendonck, Han de Vries, Matthijs B.H. Schilder, Ben Colenbrander, Anna Gudrun Thorhallsdottir and Hrefna Sigurjonsdóttir. 2009. Interventions in social behaviour in a herd of mares and geldings. Applied Animal Behaviour Science 116: 67-73.
  • Sandra M. Granquist, Hrefna Sigurjónsdóttir og Anna Guðrún Þórhallsdóttir. 2009. Félagshegðun hrossa í hópum með stóðhestum. Fræðaþing landbúnaðarins 2009. 4 bls.

Myndir:
  • Mynd af Fúsa og Emblu er tekin af höfundi svars.
  • Mynd af Kempu og Þróun að kljást er tekin af Kate Sawford, birt með góðfúslegu leyfi.
  • Mynd af Lilla og Létti í snyrtingu er tekin af höfundi svars.

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hvernig tala hestar við aðra hesta?
...