Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru villihestar til nú á dögum?

Jón Már Halldórsson

Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já.

Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus).

Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim. Þá hesta mætti nefna annars stigs villihesta, þeir hafa lagst út vegna afskiptaleysis eigenda sinna og hafið líf á sama hátt og villtir forfeður þeirra. Atferli þeirra gefur góðar vísbendingar um hvernig hestar hegðuðu sér áður en maðurinn hóf að temja þá og nýta til fjölmargra starfa.

Slíkar villtar hjarðir er að finna til dæmis í Bandaríkjunum og Ástralíu og höfundur þessa svars hefur séð sjónvarpsþátt um villta hjörð hesta í Namibíu. Íslenskir hrossabændur fylgja flestir þeirri hefð að láta hesta ganga úti yfir veturinn og það þykir verðmætt meðal hrossaræktarmanna. Þannig má halda hjarðeðlinu við en það er mikilvægt í samskiptum við aðra hesta. „Þarfasti þjónninn“ er því dálítill villihestur í sér.Villtir hestar í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum.

Aftur á móti er aðeins til ein deilitegund raunverulegra, villtra hesta í heiminum í dag, przewalskihesturinn (Equus caballus przewalski), einnig kallaður asíski villihesturinn. Hann er eina villta hestategundin sem ekki er komin af tömdum hestum. Áður fyrr fundust þessir hestar á sléttlendi Mongólíu, Norður-Kína (Innri-Mongólíu) og í nyrsta hluta Xinjanghéraðs í Kína. Á síðustu öldum fækkaði þeim mikið, aðallega vegna samkeppni við búfénað hirðingja um fæðu, auk þess sem þeir blönduðust tamda hestinum. Þeir hurfu raunar að því er virðist alveg úr villtri náttúru á 20. öld, til przewalskihests sást 1969 en ekki eftir það.Przewalskihestar (Equus caballus przewalski)

Stofninn hefur nú hinsvegar verið endurreistur með skipulagðri ræktun przewalskihesta í haldi manna, í dýragörðum og einkasöfnum. Hópi hefur verið sleppt lausum og heldur hann til í Suðvestur-Mongólíu, á gresjusvæði sem heitir Hustain Nuruu. Verkefnið hófst árið 1994 þó rekja megi forsöguna aftur til ársins 1977. Í ársbyrjun 1998 voru um 60 hestar af þessari deilitegund á Hustain Nuruu-svæðinu. Staðsetningin er viðeigandi því przewalskihesturinn er þjóðardýr Mongólíu og heitir takhi á máli innfæddra. Mongólsk yfirvöld töldu afkomu þessa villihesta svo mikilvæga að þau gerðu Hustain Nuruu að þjóðgarði og engin búfénaður fær að koma þar inn fyrir.

Nikolai Mikhailovich Przewalski

Nikolai Mikhailovich Przewalski

Przewalskihestarnir eru minni en dæmigerðir tamdir hestar en hafa hlutfallslega stærra höfuð. Þeir eru móbrúnir að lit með ljósa snoppu, faxið er svart og svört rönd liggur eftir bakinu endilöngu. Taglið er einnig svart. Nafn tegundarinnar er ættað frá rússneska landkönnuðinum og náttúrufræðingnum Nikolai Mikhailovich Przewalski, sem uppgötvaði tilvist hennar í Mongólíu á 8. áratug 19. aldar.

Í lokin er rétt að nefna aðra deilitegund hesta sem líkist mjög przewalskihestinum og lifði áður villt á gresjum Austur-Evrópu, allt austur til sléttanna miklu í Kasakstan og mið-Rússlandi. Hún nefnist á fræðimáli Equus caballus gmelini en kallast á erlendum málum tarpan. Tegundin dó út við lok 19. aldar en hefur verið „endurræktuð“ frá tömdum hestum. Hún telst því ekki villt eins og przewalskihesturinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Mörg svör eru til á Vísindavefnum um hesta sem nálgast má með því að smella á efnisorðin neðan við svarið. Sérstaklega skal bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvað er hestur?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.9.2003

Spyrjandi

Guðný Tryggvadóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru villihestar til nú á dögum?“ Vísindavefurinn, 18. september 2003, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3742.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. september). Eru villihestar til nú á dögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3742

Jón Már Halldórsson. „Eru villihestar til nú á dögum?“ Vísindavefurinn. 18. sep. 2003. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3742>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru villihestar til nú á dögum?
Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já.

Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus).

Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim. Þá hesta mætti nefna annars stigs villihesta, þeir hafa lagst út vegna afskiptaleysis eigenda sinna og hafið líf á sama hátt og villtir forfeður þeirra. Atferli þeirra gefur góðar vísbendingar um hvernig hestar hegðuðu sér áður en maðurinn hóf að temja þá og nýta til fjölmargra starfa.

Slíkar villtar hjarðir er að finna til dæmis í Bandaríkjunum og Ástralíu og höfundur þessa svars hefur séð sjónvarpsþátt um villta hjörð hesta í Namibíu. Íslenskir hrossabændur fylgja flestir þeirri hefð að láta hesta ganga úti yfir veturinn og það þykir verðmætt meðal hrossaræktarmanna. Þannig má halda hjarðeðlinu við en það er mikilvægt í samskiptum við aðra hesta. „Þarfasti þjónninn“ er því dálítill villihestur í sér.Villtir hestar í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum.

Aftur á móti er aðeins til ein deilitegund raunverulegra, villtra hesta í heiminum í dag, przewalskihesturinn (Equus caballus przewalski), einnig kallaður asíski villihesturinn. Hann er eina villta hestategundin sem ekki er komin af tömdum hestum. Áður fyrr fundust þessir hestar á sléttlendi Mongólíu, Norður-Kína (Innri-Mongólíu) og í nyrsta hluta Xinjanghéraðs í Kína. Á síðustu öldum fækkaði þeim mikið, aðallega vegna samkeppni við búfénað hirðingja um fæðu, auk þess sem þeir blönduðust tamda hestinum. Þeir hurfu raunar að því er virðist alveg úr villtri náttúru á 20. öld, til przewalskihests sást 1969 en ekki eftir það.Przewalskihestar (Equus caballus przewalski)

Stofninn hefur nú hinsvegar verið endurreistur með skipulagðri ræktun przewalskihesta í haldi manna, í dýragörðum og einkasöfnum. Hópi hefur verið sleppt lausum og heldur hann til í Suðvestur-Mongólíu, á gresjusvæði sem heitir Hustain Nuruu. Verkefnið hófst árið 1994 þó rekja megi forsöguna aftur til ársins 1977. Í ársbyrjun 1998 voru um 60 hestar af þessari deilitegund á Hustain Nuruu-svæðinu. Staðsetningin er viðeigandi því przewalskihesturinn er þjóðardýr Mongólíu og heitir takhi á máli innfæddra. Mongólsk yfirvöld töldu afkomu þessa villihesta svo mikilvæga að þau gerðu Hustain Nuruu að þjóðgarði og engin búfénaður fær að koma þar inn fyrir.

Nikolai Mikhailovich Przewalski

Nikolai Mikhailovich Przewalski

Przewalskihestarnir eru minni en dæmigerðir tamdir hestar en hafa hlutfallslega stærra höfuð. Þeir eru móbrúnir að lit með ljósa snoppu, faxið er svart og svört rönd liggur eftir bakinu endilöngu. Taglið er einnig svart. Nafn tegundarinnar er ættað frá rússneska landkönnuðinum og náttúrufræðingnum Nikolai Mikhailovich Przewalski, sem uppgötvaði tilvist hennar í Mongólíu á 8. áratug 19. aldar.

Í lokin er rétt að nefna aðra deilitegund hesta sem líkist mjög przewalskihestinum og lifði áður villt á gresjum Austur-Evrópu, allt austur til sléttanna miklu í Kasakstan og mið-Rússlandi. Hún nefnist á fræðimáli Equus caballus gmelini en kallast á erlendum málum tarpan. Tegundin dó út við lok 19. aldar en hefur verið „endurræktuð“ frá tömdum hestum. Hún telst því ekki villt eins og przewalskihesturinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Mörg svör eru til á Vísindavefnum um hesta sem nálgast má með því að smella á efnisorðin neðan við svarið. Sérstaklega skal bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvað er hestur?...