Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:31 • sest 16:50 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:41 • Sest 19:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:36 • Síðdegis: 22:09 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:11 • Síðdegis: 16:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnorska hestinum, en í þeim hesti finnst tölt eins og í íslenskum hestum.



Norðurnorski hesturinn er gamall þar í landi og hefur lítið komist í samband við önnur hestakyn sunnar í Noregi. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, taldi hann vera forföður íslenska hestsins og byggði þá ályktun á stærð og útliti norðurnorska hestsins sem hann taldi minna mjög mikið á þann íslenska. Nánar má lesa um skyldleika íslenska hestsins og þess norðurnorska í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Svarið við spurningunni er því einfaldlega það að íslenski hesturinn er upprunalega kominn af smávöxnu hestakyni og hefur haldist þannig í gegnum aldirnar þar sem kynblöndun hefur ekki átt sér stað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

25.11.2004

Spyrjandi

Arndís Ingólfsdóttir, f. 1990
Guðlaugur Ari Jónsson, f. 1994

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2004, sótt 7. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4628.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 25. nóvember). Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4628

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2004. Vefsíða. 7. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4628>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er íslenski hesturinn minni en aðrar hestategundir?
Hesturinn hefur verið ræktaður víða um lönd um þúsundir ára. Mikill breytileiki getur verið í stærð hesta frá einu landssvæði til annars. Þannig hafa hestar í Norður-Noregi verið smávaxnir og eins hafa hestar á Hjaltandi verið litlir. Bæði Hjaltlandshesturinn og íslenski hesturinn munu vera komnir út af norðurnorska hestinum, en í þeim hesti finnst tölt eins og í íslenskum hestum.



Norðurnorski hesturinn er gamall þar í landi og hefur lítið komist í samband við önnur hestakyn sunnar í Noregi. Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, taldi hann vera forföður íslenska hestsins og byggði þá ályktun á stærð og útliti norðurnorska hestsins sem hann taldi minna mjög mikið á þann íslenska. Nánar má lesa um skyldleika íslenska hestsins og þess norðurnorska í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn?

Svarið við spurningunni er því einfaldlega það að íslenski hesturinn er upprunalega kominn af smávöxnu hestakyni og hefur haldist þannig í gegnum aldirnar þar sem kynblöndun hefur ekki átt sér stað.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...