Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann kom víða við á ferli sínum sem vísindamaður og sinnti ekki eingöngu fornleifauppgrefti og formlegum embættisstörfum sem þjóðminjavörður, heldur brá hann sér í önnur gervi sem sérfræðingur á mörgum sviðum, svo sem listasögu, þjóðháttafræði og textafræði. Kristján var mikilvirkur rithöfundur og skrifaði hundruð greina um fornleifar í dagblöð, ýmis tímarit og vísindarit. Í árdaga Ríkissjónvarpsins stýrði hann vinsælum fræðsluþáttum um sama efni og gaf út nokkrar bækur með liprum greinum um gripi og minjar, sem byggðust á frumrannsókn hans sjálfs hverju sinni.
Þrátt fyrir að öðlast mikla yfirsýn með störfum sínum skrifaði Kristján aldrei yfirlitsrit um íslenska fornleifafræði, enda leiddist honum að skrifa oftar en einu sinni um sama efni. Það var honum hins vegar ögrun að glíma við lýsingar á forngripum og finna leiðir til að fjalla um fræðin á þjálan hátt og áferðafallegan. Kristján lagði ríka áherslu á útgáfu rannsókna, og var ritstjóri Árbókar hins íslenska fornleifafélags í marga áratugi, jafnvel löngu eftir að hann hafði verið kosinn í embætti forseta lýðveldisins 1968.

- Hver var Christian Jürgensen Thomsen og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? eftir Orra Vésteinsson
- Hver var Flinders Petrie og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? eftir Orra Vésteinsson
- Hvað eru fornleifar? eftir Orra Vésteinsson
- Hvaða aðferðir nota fornleifafræðingar við að tímasetja fornleifar? eftir Orra Vésteinsson
- Hvernig vita fornleifafræðingar hvar þeir eiga að grafa þegar þeir leita að fornleifum? eftir Orra Vésteinsson
- Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið? eftir Orra Vésteinsson
- Gylfi Gröndal (1991) Kristján Eldjárn: Ævisaga, Reykjavík.
- Kristján Eldjárn (1948) Gengið á reka: Tólf fornleifaþættir, Akureyri.
- Kristján Eldjárn (1956) Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, Akureyri.
- Kristján Eldjárn (1961) Stakir steinar, Akureyri.
- Kristján Eldjárn (1962) Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík.
- Kristján Eldjárn (1974) Fornþjóð og minjar. Saga Íslands I. Sigurður Líndal, Reykjavík, s. 99-152.
- Kristján Eldjárn & Adolf Friðriksson (2000) Kuml og haugfé, Reykjavík.
- is.wikipedia.org - Kristján Eldjárn. Sótt 24.5.2011.
- Byggðasafnið Hvoll á Dalvík - Kristjánsstofa. Sótt 24.5.2011.
1 KE, 100 ár í þjms, nr. 85