Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?

Adolf Friðriksson

Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag.

Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann kom víða við á ferli sínum sem vísindamaður og sinnti ekki eingöngu fornleifauppgrefti og formlegum embættisstörfum sem þjóðminjavörður, heldur brá hann sér í önnur gervi sem sérfræðingur á mörgum sviðum, svo sem listasögu, þjóðháttafræði og textafræði. Kristján var mikilvirkur rithöfundur og skrifaði hundruð greina um fornleifar í dagblöð, ýmis tímarit og vísindarit. Í árdaga Ríkissjónvarpsins stýrði hann vinsælum fræðsluþáttum um sama efni og gaf út nokkrar bækur með liprum greinum um gripi og minjar, sem byggðust á frumrannsókn hans sjálfs hverju sinni.

Þrátt fyrir að öðlast mikla yfirsýn með störfum sínum skrifaði Kristján aldrei yfirlitsrit um íslenska fornleifafræði, enda leiddist honum að skrifa oftar en einu sinni um sama efni. Það var honum hins vegar ögrun að glíma við lýsingar á forngripum og finna leiðir til að fjalla um fræðin á þjálan hátt og áferðafallegan. Kristján lagði ríka áherslu á útgáfu rannsókna, og var ritstjóri Árbókar hins íslenska fornleifafélags í marga áratugi, jafnvel löngu eftir að hann hafði verið kosinn í embætti forseta lýðveldisins 1968.

Kristján Eldjárn var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar.

Merkasta framlag Kristjáns er án efa doktorsritgerð hans, Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, sem kom út árið 1956 og varð metsölurit. Þar er birtur árangur umfangsmikilla rannsókna hans frá árunum 1941-1955 á greftrunarstöðum úr heiðni. Til merkis um gildi þessa verks má nefna að 50 árum síðar var bókin endurútgefin ásamt viðbótum, sem flestar voru í raun eftir Kristján sjálfan (það er útdrættir úr birtum og óbirtum kumlskýrslum 1957-1982), og höfðu öll meginatriði frumritsins staðist tímans tönn. Í ritgerðinni lagði Kristján grunninn að tímasetningu landnáms og heiðni með aðferðum fornleifafræðinnar og staðfesti uppruna landnámsmanna. Uppistaða verksins er úrvinnsla á heimildum og gögnum um fornleifafundi og rannsóknir á öllum gripum frá víkingaöld sem þá voru þekktir á Íslandi. Kuml og haugfé er eitt af undirstöðuritum fornleifafræði víkingaaldar, og einstök að því leyti að þar er saman komin vitneskja um öll þekkt kuml í einu landi.

Þrátt fyrir að vera sérfræðingur um víkingatímann, þá lagði Kristján sig fram um að dreifa áherslum í íslenskri fornleifafræði, frá því að ná eingöngu til sögualdar og þjóðveldis, yfir til seinni tíma minja. Hvers kyns verkmenning var Kristjáni hugleikin. Hann lagði drjúgan skerf til rannsókna á bæjargerð og gróf upp húsaleifar, ekki einungis frá fornöld, líkt og víkingaskálann í Klaufanesi í Svarfaðardal og fjós frá söguöld á Bergþórshvoli, heldur einnig hús, jafnvel örreitiskot frá síðmiðöldum, svo sem Fornu-Lá í Eyrarsveit, og Sandártungu í Þjórsárdal. Minjar, hversu fátæklegar sem þær voru, báru vitnisburð um íslenska alþýðumenningu og þar lá viðfangsefni íslenskrar fornleifafræði ekki síst. Á sínum viðburðaríka starfsferli, þreyttist Kristján seint að hamra á þessari grundvallarafstöðu sinni: „Þrátt fyrir allt voru þessi hús [Sandártunga] það jarðneska skjól sem þjóðin bjó við um aldir og hjarði af. Rannsókn þeirra er rannsókn þjóðarsögunnar sjálfrar.“1

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
 • Gylfi Gröndal (1991) Kristján Eldjárn: Ævisaga, Reykjavík.
 • Kristján Eldjárn (1948) Gengið á reka: Tólf fornleifaþættir, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1956) Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1961) Stakir steinar, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1962) Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík.
 • Kristján Eldjárn (1974) Fornþjóð og minjar. Saga Íslands I. Sigurður Líndal, Reykjavík, s. 99-152.
 • Kristján Eldjárn & Adolf Friðriksson (2000) Kuml og haugfé, Reykjavík.

Myndir:


1 KE, 100 ár í þjms, nr. 85

Höfundur

Adolf Friðriksson

forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands

Útgáfudagur

25.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Adolf Friðriksson. „Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2011. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59837.

Adolf Friðriksson. (2011, 25. maí). Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59837

Adolf Friðriksson. „Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2011. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59837>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Kristján Eldjárn og hvert var framlag hans til fornleifafræðinnar?
Kristján Eldjárn (1916-1982) var einn af fremstu fornleifafræðingum 20. aldar á Norðurlöndum, og mikilvirkasti og áhrifamesti fornleifafræðingur Íslands frá upphafi og fram á okkar dag.

Kristján var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar. Hann kom víða við á ferli sínum sem vísindamaður og sinnti ekki eingöngu fornleifauppgrefti og formlegum embættisstörfum sem þjóðminjavörður, heldur brá hann sér í önnur gervi sem sérfræðingur á mörgum sviðum, svo sem listasögu, þjóðháttafræði og textafræði. Kristján var mikilvirkur rithöfundur og skrifaði hundruð greina um fornleifar í dagblöð, ýmis tímarit og vísindarit. Í árdaga Ríkissjónvarpsins stýrði hann vinsælum fræðsluþáttum um sama efni og gaf út nokkrar bækur með liprum greinum um gripi og minjar, sem byggðust á frumrannsókn hans sjálfs hverju sinni.

Þrátt fyrir að öðlast mikla yfirsýn með störfum sínum skrifaði Kristján aldrei yfirlitsrit um íslenska fornleifafræði, enda leiddist honum að skrifa oftar en einu sinni um sama efni. Það var honum hins vegar ögrun að glíma við lýsingar á forngripum og finna leiðir til að fjalla um fræðin á þjálan hátt og áferðafallegan. Kristján lagði ríka áherslu á útgáfu rannsókna, og var ritstjóri Árbókar hins íslenska fornleifafélags í marga áratugi, jafnvel löngu eftir að hann hafði verið kosinn í embætti forseta lýðveldisins 1968.

Kristján Eldjárn var í hópi brautryðjenda í íslenskum vísindum og stóð fyrir uppbyggingu fornleifafræðinnar sem vísindagreinar.

Merkasta framlag Kristjáns er án efa doktorsritgerð hans, Kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi, sem kom út árið 1956 og varð metsölurit. Þar er birtur árangur umfangsmikilla rannsókna hans frá árunum 1941-1955 á greftrunarstöðum úr heiðni. Til merkis um gildi þessa verks má nefna að 50 árum síðar var bókin endurútgefin ásamt viðbótum, sem flestar voru í raun eftir Kristján sjálfan (það er útdrættir úr birtum og óbirtum kumlskýrslum 1957-1982), og höfðu öll meginatriði frumritsins staðist tímans tönn. Í ritgerðinni lagði Kristján grunninn að tímasetningu landnáms og heiðni með aðferðum fornleifafræðinnar og staðfesti uppruna landnámsmanna. Uppistaða verksins er úrvinnsla á heimildum og gögnum um fornleifafundi og rannsóknir á öllum gripum frá víkingaöld sem þá voru þekktir á Íslandi. Kuml og haugfé er eitt af undirstöðuritum fornleifafræði víkingaaldar, og einstök að því leyti að þar er saman komin vitneskja um öll þekkt kuml í einu landi.

Þrátt fyrir að vera sérfræðingur um víkingatímann, þá lagði Kristján sig fram um að dreifa áherslum í íslenskri fornleifafræði, frá því að ná eingöngu til sögualdar og þjóðveldis, yfir til seinni tíma minja. Hvers kyns verkmenning var Kristjáni hugleikin. Hann lagði drjúgan skerf til rannsókna á bæjargerð og gróf upp húsaleifar, ekki einungis frá fornöld, líkt og víkingaskálann í Klaufanesi í Svarfaðardal og fjós frá söguöld á Bergþórshvoli, heldur einnig hús, jafnvel örreitiskot frá síðmiðöldum, svo sem Fornu-Lá í Eyrarsveit, og Sandártungu í Þjórsárdal. Minjar, hversu fátæklegar sem þær voru, báru vitnisburð um íslenska alþýðumenningu og þar lá viðfangsefni íslenskrar fornleifafræði ekki síst. Á sínum viðburðaríka starfsferli, þreyttist Kristján seint að hamra á þessari grundvallarafstöðu sinni: „Þrátt fyrir allt voru þessi hús [Sandártunga] það jarðneska skjól sem þjóðin bjó við um aldir og hjarði af. Rannsókn þeirra er rannsókn þjóðarsögunnar sjálfrar.“1

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
 • Gylfi Gröndal (1991) Kristján Eldjárn: Ævisaga, Reykjavík.
 • Kristján Eldjárn (1948) Gengið á reka: Tólf fornleifaþættir, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1956) Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1961) Stakir steinar, Akureyri.
 • Kristján Eldjárn (1962) Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík.
 • Kristján Eldjárn (1974) Fornþjóð og minjar. Saga Íslands I. Sigurður Líndal, Reykjavík, s. 99-152.
 • Kristján Eldjárn & Adolf Friðriksson (2000) Kuml og haugfé, Reykjavík.

Myndir:


1 KE, 100 ár í þjms, nr. 85...