Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er víkingaöld?

Eins og fram kemur í svari Orra Vésteinssonar við spurningunni Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? þá er víkingaöld tímabilið frá 793/800 til 1050/1066/1100 e.Kr.

Í svari Orra segir enn fremur að víkingaöldin hafi í fyrstu einkennst af:
ránsferðum og strandhöggi norrænna manna við Eystrasalt, á Bretlandseyjum og í strandhéruðum Norður-Evrópu, en fljótlega einnig skipulegum hernaði og landvinningum sem leiddu til þess að þeir settust að í norðurhluta Englands, í borgum eins og Dublin (Dyflinni) á Írlandi, í Normandí í Frakklandi og á svæðinu í kringum Starja Ladoga (Aldeigjuvatn) í Rússlandi.
Á Vísindavefnum er að finna svör við fjölmörgum spurningum um víkinga, meðal annars:Hægt er að skoða svör við fleiri spurningum með því að smella á efnisorðið víkingar eða setja það inn í leitarvél vefsins.

Útgáfudagur

1.10.2004

Spyrjandi

Gissur Kolbeinsson, f. 1986

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er víkingaöld?“ Vísindavefurinn, 1. október 2004. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4539.

JGÞ. (2004, 1. október). Hvað er víkingaöld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4539

JGÞ. „Hvað er víkingaöld?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2004. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4539>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.