Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?

ÞV

Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492).

Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurtaríkinu sem eru mikið notaðar nú á dögum, eins og kaffi, sykur, pipar og önnur krydd og svo framvegis. Plönturnar sem gefa þessar vörur af sér uxu upphaflega bara á einhverju takmörkuðu svæði á jörðinni. Dreifing vörunnar um jarðarkúluna var þess vegna undir því komin að menn þekktu viðkomandi svæði og samgöngur við það væru nógu góðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

25.5.2004

Spyrjandi

Ellen Margrét

Tilvísun

ÞV. „Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4267.

ÞV. (2004, 25. maí). Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4267

ÞV. „Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4267>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?
Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492).

Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurtaríkinu sem eru mikið notaðar nú á dögum, eins og kaffi, sykur, pipar og önnur krydd og svo framvegis. Plönturnar sem gefa þessar vörur af sér uxu upphaflega bara á einhverju takmörkuðu svæði á jörðinni. Dreifing vörunnar um jarðarkúluna var þess vegna undir því komin að menn þekktu viðkomandi svæði og samgöngur við það væru nógu góðar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...