Sólin Sólin Rís 08:37 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:24 • Sest 08:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:12 í Reykjavík

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kvað þat mundu fyrir liggja, þegar hann hefði aldr til, að honum væri fengin herskip.“ Um þetta orti Egill:

Þat mælti mín móðir,

at mér skyldi kaupa

fley ok fagrar árar,

fara á brott með víkingum.

Hér er víkingur sýnilega atvinnuheiti. Landnámsmenn Íslands hafa vafalaust fremur verið bændur og landbúnaðarverkafólk en víkingar að atvinnu, þótt sumir þeirra kunni að hafa átt til að fara í víking til tilbreytingar frá búskapnum. Frá því segir stundum í Íslendingasögum.

Hér má sjá nútímalega „víkinga“ æfa bogfimi.

Í norrænum miðaldaritum er orðið víkingur jafnvel notað um hvers konar ræningja, til dæmis í þýðingum á textum úr Biblíunni. Í íslensku lögbókinni Grágás er orðið víkingur líka haft um ræningja. Þeir sem „hlaupa í hernað á landi voru“, segir þar, eru réttdræpir. „En það er hernaður er þeir menn taka menn eða fé manna af þeim nauðgum, eða berja menn eða binda eða særa ...“ Sá sem þetta gerir er kallaður víkingur: „skal dæma af sektarfé víkingsins skaðabætur...“

Í enskumælandi heimi, Bretlandi og Norður-Ameríku, hefur rutt sér til rúms önnur merking orðsins víkingur. Það er þá haft um alla íbúa Norðurlanda á víkingaöld, sem er venjulega talin ná frá því um 800 og fram á 11. öld. Líklega finnst mörgum Íslendingum þessi ensk-ameríska merking orðsins röng. Sennilega er hún samt að ryðja sér til rúms í íslensku, einkum í ferðamannaþjónustu þar sem fólki er sýnd einhvers konar eftirlíking víkingamenningar. Ef til vill verðum við bara að taka því að orð breyti um merkingu, og að við notum eitt og sama orðið í fleiri en einni merkingu. Þannig er eðli tungumálsins.

Nokkrar líkur eru á því að verulegur hluti af landnámsmönnum Íslands hafi verið fyrrverandi víkingar. Nýlegar erfðarannsóknir benda til að um helmingur allra landnámskvenna hafi verið af breskum ættum en að hins vegar hafi um fjórir af hverjum fimm landnámskörlum átt ættir sínar að rekja til Norðurlanda. Sennileg skýring á þessu er að margir karlmenn í landnámsmannahópi Íslands hafi áður flust frá Norðurlöndum til Bretlandseyja, sest þar að og eignast innfæddar konur, annaðhvort sem eiginkonur eða ambáttir. Þessir menn hafa sjálfsagt flestir rænt landi þar vestra og voru því réttnefndir víkingar í gömlu, norrænu merkingunni. Síðan voru margir þeirra hraktir frá Bretlandseyjum, og þá hefur verið nærtækur kostur að nema land á Íslandi, enda eru til ritheimildir um það. Því má segja að Ísland hafi byggst uppgjafarvíkingum og fylgikonum þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“ Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstjórar Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 49–55.
  • Fritzner, Johan: Ordbog over Det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forøget og forbedret Udgave III. Kristiania, Den norske Forlagsforening, 1896.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Íslenzk fornrit II. Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1933.
  • Viking Village Archers. Flickr.com. Höfundur myndar er Ruth Rogers. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Upprunalegur texti spurningarinnar (örlítið styttur) var:

Ísland er oft tengt við víkinga og fullyrt að landnámsmenn Íslands hafi verið víkingar. Ég hef hins vegar heyrt íslenskan sagnfræðing segja að landnámsmenn, sem komu hingað frá Noregi, hafi verið landlausir bændasynir í leit að jarðnæði (vegna mannfjölgunar í Noregi í þeim tíma). Ég hef einnig heyrt íslenskan sagnfræðing segja að í raun hafi aðeins örfáir íbúar Íslands á víkingatíma farið í víking... Reyndar er sagt/vitað að landsnámfólk hafi líka komið frá Írlandi og Skotlandi... En er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? ...hvers vegna er sífellt verið að tengja Íslendinga við víkinga, kalla okkur víkingaþjóð og segja að Íslendingar hafi víkingablóð í æðum? Er það kannski bara í auglýsingaskyni til að laða að erlenda ferðamenn og fjármálaspekinga?

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

30.4.2007

Spyrjandi

Birna G. Bjarnleifsdóttir

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2007. Sótt 29. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6617.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2007, 30. apríl). Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6617

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2007. Vefsíða. 29. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6617>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?
Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kvað þat mundu fyrir liggja, þegar hann hefði aldr til, að honum væri fengin herskip.“ Um þetta orti Egill:

Þat mælti mín móðir,

at mér skyldi kaupa

fley ok fagrar árar,

fara á brott með víkingum.

Hér er víkingur sýnilega atvinnuheiti. Landnámsmenn Íslands hafa vafalaust fremur verið bændur og landbúnaðarverkafólk en víkingar að atvinnu, þótt sumir þeirra kunni að hafa átt til að fara í víking til tilbreytingar frá búskapnum. Frá því segir stundum í Íslendingasögum.

Hér má sjá nútímalega „víkinga“ æfa bogfimi.

Í norrænum miðaldaritum er orðið víkingur jafnvel notað um hvers konar ræningja, til dæmis í þýðingum á textum úr Biblíunni. Í íslensku lögbókinni Grágás er orðið víkingur líka haft um ræningja. Þeir sem „hlaupa í hernað á landi voru“, segir þar, eru réttdræpir. „En það er hernaður er þeir menn taka menn eða fé manna af þeim nauðgum, eða berja menn eða binda eða særa ...“ Sá sem þetta gerir er kallaður víkingur: „skal dæma af sektarfé víkingsins skaðabætur...“

Í enskumælandi heimi, Bretlandi og Norður-Ameríku, hefur rutt sér til rúms önnur merking orðsins víkingur. Það er þá haft um alla íbúa Norðurlanda á víkingaöld, sem er venjulega talin ná frá því um 800 og fram á 11. öld. Líklega finnst mörgum Íslendingum þessi ensk-ameríska merking orðsins röng. Sennilega er hún samt að ryðja sér til rúms í íslensku, einkum í ferðamannaþjónustu þar sem fólki er sýnd einhvers konar eftirlíking víkingamenningar. Ef til vill verðum við bara að taka því að orð breyti um merkingu, og að við notum eitt og sama orðið í fleiri en einni merkingu. Þannig er eðli tungumálsins.

Nokkrar líkur eru á því að verulegur hluti af landnámsmönnum Íslands hafi verið fyrrverandi víkingar. Nýlegar erfðarannsóknir benda til að um helmingur allra landnámskvenna hafi verið af breskum ættum en að hins vegar hafi um fjórir af hverjum fimm landnámskörlum átt ættir sínar að rekja til Norðurlanda. Sennileg skýring á þessu er að margir karlmenn í landnámsmannahópi Íslands hafi áður flust frá Norðurlöndum til Bretlandseyja, sest þar að og eignast innfæddar konur, annaðhvort sem eiginkonur eða ambáttir. Þessir menn hafa sjálfsagt flestir rænt landi þar vestra og voru því réttnefndir víkingar í gömlu, norrænu merkingunni. Síðan voru margir þeirra hraktir frá Bretlandseyjum, og þá hefur verið nærtækur kostur að nema land á Íslandi, enda eru til ritheimildir um það. Því má segja að Ísland hafi byggst uppgjafarvíkingum og fylgikonum þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“ Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstjórar Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 49–55.
  • Fritzner, Johan: Ordbog over Det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forøget og forbedret Udgave III. Kristiania, Den norske Forlagsforening, 1896.
  • Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
  • Íslenzk fornrit II. Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1933.
  • Viking Village Archers. Flickr.com. Höfundur myndar er Ruth Rogers. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Upprunalegur texti spurningarinnar (örlítið styttur) var:

Ísland er oft tengt við víkinga og fullyrt að landnámsmenn Íslands hafi verið víkingar. Ég hef hins vegar heyrt íslenskan sagnfræðing segja að landnámsmenn, sem komu hingað frá Noregi, hafi verið landlausir bændasynir í leit að jarðnæði (vegna mannfjölgunar í Noregi í þeim tíma). Ég hef einnig heyrt íslenskan sagnfræðing segja að í raun hafi aðeins örfáir íbúar Íslands á víkingatíma farið í víking... Reyndar er sagt/vitað að landsnámfólk hafi líka komið frá Írlandi og Skotlandi... En er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? ...hvers vegna er sífellt verið að tengja Íslendinga við víkinga, kalla okkur víkingaþjóð og segja að Íslendingar hafi víkingablóð í æðum? Er það kannski bara í auglýsingaskyni til að laða að erlenda ferðamenn og fjármálaspekinga?
...