Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum.Hér er víkingur sýnilega atvinnuheiti. Landnámsmenn Íslands hafa vafalaust fremur verið bændur og landbúnaðarverkafólk en víkingar að atvinnu, þótt sumir þeirra kunni að hafa átt til að fara í víking til tilbreytingar frá búskapnum. Frá því segir stundum í Íslendingasögum.

- Hvað gerðu konur á víkingaöld og hvernig klæddu þær sig? Hver var staða þeirra? eftir Steinunni J. Kristjánsdóttur.
- Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar? eftir Svavar Sigmundsson.
- Hvar hafa leifar um víkinga varðveist? eftir Orra Vésteinsson.
- Hver voru helstu vopn víkinga og voru þeir bardagaglaðir? eftir Gunnar Karlsson.
- Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands? eftir Gunnar Karlsson.
- Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir? eftir Unnar Árnason.
- Hver voru algeng nöfn víkinga? eftir Guðrúnu Kvaran.
- Agnar Helgason: „Uppruni Íslendinga. Vitnisburður erfðafræðinnar.“ Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni. Ritstjórar Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands, 2004), 49–55.
- Fritzner, Johan: Ordbog over Det gamle norske Sprog. Omarbeidet, forøget og forbedret Udgave III. Kristiania, Den norske Forlagsforening, 1896.
- Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson, Mörður Árnason sáu um útgáfuna. Reykjavík, Mál og menning, 1992.
- Íslenzk fornrit II. Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1933.
- Viking Village Archers. Flickr.com. Höfundur myndar er Ruth Rogers. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.
Ísland er oft tengt við víkinga og fullyrt að landnámsmenn Íslands hafi verið víkingar. Ég hef hins vegar heyrt íslenskan sagnfræðing segja að landnámsmenn, sem komu hingað frá Noregi, hafi verið landlausir bændasynir í leit að jarðnæði (vegna mannfjölgunar í Noregi í þeim tíma). Ég hef einnig heyrt íslenskan sagnfræðing segja að í raun hafi aðeins örfáir íbúar Íslands á víkingatíma farið í víking... Reyndar er sagt/vitað að landsnámfólk hafi líka komið frá Írlandi og Skotlandi... En er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar? ...hvers vegna er sífellt verið að tengja Íslendinga við víkinga, kalla okkur víkingaþjóð og segja að Íslendingar hafi víkingablóð í æðum? Er það kannski bara í auglýsingaskyni til að laða að erlenda ferðamenn og fjármálaspekinga?