Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ekki til sögunnar fyrr en mörgum öldum eftir landnám Íslands eða árið 1684. Það var við lýði til ársins 1904.

Um skeggvöxt Ingólfs er erfiðara að fullyrða enda hafa Landnáma og Íslendingabók, elstu ritheimildir um landnámið, ekkert um skegg eða skeggleysi hans að segja.

Málverk norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) af landnámsmönnum að taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um útlit landnámsmanna.

Svo er einnig rétt að nefna að í dag telja fræðimenn í raun afar ólíklegt að persónan Ingólfur, eins og hann kemur fyrir í ritheimildinni Landnámu, hafi verið til í raun og veru. Um þetta má til að mynda lesa í svari Helga Þorlákssonar við spurningunni Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Þó að persónan Ingólfur sé líklega tilbúningur þá hafa augljóslega einhverjir landnemar verið fyrstir á ferðinni. Um þá vitum við hins vegar lítið. Engin bein hafa til að mynda fundist frá landnámi fyrstu manna í eða nálægt Reykjavík.

En þá mætti auðvitað velta fyrir sér útliti, skeggvexti eða öðrum útlitseinkennum þeirra sem voru fyrstir til að nema land á Íslandi. Hvernig litu þeir út? Voru þeir allt öðruvísi en við í dag? Við þeirri spurningu hefur verið skrifað ágætis svar á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Hvernig litu landnámsmenn út? segir Sigríður Sunna Ebenesersdóttir þetta:

Erfðarannsóknir styðja sögulegar heimildir þess efnis að Ísland hafi verið numið af einstaklingum frá Bretlandseyjum og Skandinavíu fyrir um 1100 árum. Einfaldasta svarið við spurningunni um útlit landnámsmanna er að þeir hljóta að hafa haft mjög svipað útlit og núlifandi afkomendur þeirra á Íslandi og einstaklingar frá upprunalöndum þeirra í Skandinavíu og Bretlandseyjum. Þetta er vegna þess að 1100 ár er mjög stuttur tími á þróunarfræðilegum mælikvarða og afar ólíklegt að hann nægi til þess að náttúruval eða aðrir þróunarkraftar hafi breytt útliti fólks á Íslandi. Þess utan hafa umhverfisskilyrði á Íslandi, Skandinavíu og Bretlandseyjum verið mjög svipuð frá landnámsöld.

Þeir sem vilja gera sér í hugalund hvernig fyrstu landnemar Íslands litu út geta þess vegna einfaldlega litið í kringum sig og séð hvernig núlifandi afkomendur landnema líta út.

Hægt er sjá hvernig fyrstu landnemar Íslands litu út með því að skoða núlifandi afkomendur þeirra.

Að lokum er rétt að taka fram að vangaveltur um útlit, hlutverk eða störf landnámsmanna eru mjög eðlilegar. Við eigum auðveldast með að hugsa um landnámið út frá lögmálum frásagnar, með ákveðnum persónum og atburðum sem gerast í tiltekinni röð. Frásagnarformið hjálpar okkur að halda utan um slíka atburði. Fyrirbærið landnám, eins og annað sem á sér stað í raunveruleikanum, er hins vegar ekki frásögn heldur oftast aðeins grautur af atburðum án samhengis. Og fólkið í þeim hegðar sér yfirleitt ekki eins og persónur í sögum gera. Um þetta má lesa meira í svari eftir Orra Vésteinsson við spurningunni Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2021

Spyrjandi

Lóa Ingadóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2021. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77227.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2021, 12. mars). Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77227

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2021. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77227>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ekki til sögunnar fyrr en mörgum öldum eftir landnám Íslands eða árið 1684. Það var við lýði til ársins 1904.

Um skeggvöxt Ingólfs er erfiðara að fullyrða enda hafa Landnáma og Íslendingabók, elstu ritheimildir um landnámið, ekkert um skegg eða skeggleysi hans að segja.

Málverk norska málarans Oscar Wergeland (1844-1910) af landnámsmönnum að taka land á Íslandi árið 872. Myndin er fyrst og fremst vitnisburðurður um hugmyndir málarans og samtímamanna hans um útlit landnámsmanna.

Svo er einnig rétt að nefna að í dag telja fræðimenn í raun afar ólíklegt að persónan Ingólfur, eins og hann kemur fyrir í ritheimildinni Landnámu, hafi verið til í raun og veru. Um þetta má til að mynda lesa í svari Helga Þorlákssonar við spurningunni Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Þó að persónan Ingólfur sé líklega tilbúningur þá hafa augljóslega einhverjir landnemar verið fyrstir á ferðinni. Um þá vitum við hins vegar lítið. Engin bein hafa til að mynda fundist frá landnámi fyrstu manna í eða nálægt Reykjavík.

En þá mætti auðvitað velta fyrir sér útliti, skeggvexti eða öðrum útlitseinkennum þeirra sem voru fyrstir til að nema land á Íslandi. Hvernig litu þeir út? Voru þeir allt öðruvísi en við í dag? Við þeirri spurningu hefur verið skrifað ágætis svar á Vísindavefnum. Í svari við spurningunni Hvernig litu landnámsmenn út? segir Sigríður Sunna Ebenesersdóttir þetta:

Erfðarannsóknir styðja sögulegar heimildir þess efnis að Ísland hafi verið numið af einstaklingum frá Bretlandseyjum og Skandinavíu fyrir um 1100 árum. Einfaldasta svarið við spurningunni um útlit landnámsmanna er að þeir hljóta að hafa haft mjög svipað útlit og núlifandi afkomendur þeirra á Íslandi og einstaklingar frá upprunalöndum þeirra í Skandinavíu og Bretlandseyjum. Þetta er vegna þess að 1100 ár er mjög stuttur tími á þróunarfræðilegum mælikvarða og afar ólíklegt að hann nægi til þess að náttúruval eða aðrir þróunarkraftar hafi breytt útliti fólks á Íslandi. Þess utan hafa umhverfisskilyrði á Íslandi, Skandinavíu og Bretlandseyjum verið mjög svipuð frá landnámsöld.

Þeir sem vilja gera sér í hugalund hvernig fyrstu landnemar Íslands litu út geta þess vegna einfaldlega litið í kringum sig og séð hvernig núlifandi afkomendur landnema líta út.

Hægt er sjá hvernig fyrstu landnemar Íslands litu út með því að skoða núlifandi afkomendur þeirra.

Að lokum er rétt að taka fram að vangaveltur um útlit, hlutverk eða störf landnámsmanna eru mjög eðlilegar. Við eigum auðveldast með að hugsa um landnámið út frá lögmálum frásagnar, með ákveðnum persónum og atburðum sem gerast í tiltekinni röð. Frásagnarformið hjálpar okkur að halda utan um slíka atburði. Fyrirbærið landnám, eins og annað sem á sér stað í raunveruleikanum, er hins vegar ekki frásögn heldur oftast aðeins grautur af atburðum án samhengis. Og fólkið í þeim hegðar sér yfirleitt ekki eins og persónur í sögum gera. Um þetta má lesa meira í svari eftir Orra Vésteinsson við spurningunni Hófst landnám á Íslandi 200 árum fyrr en talið hefur verið?

Myndir:...