Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?

Svavar Sigmundsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt?

Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafnið á skipi Ingólfs Arnarsonar, ef það hefur borið nafn, er ekki þekkt.

Í íslenskum heimildum eru nefnd nokkur nöfn á skipum. Samkvæmt Snorra-Eddu hét skip Baldurs Hringhorni en skip jötna í Ragnarökum Naglfar samkvæmt Völuspá. Í Grímnismálum í Eddukvæðum er nefnt skipið Skíðblaðnir. Í fornsögum og öðrum heimildum miðalda eru til dæmis nefnd skipanöfnin Elliði, meðal annars í Landnámabók, Gammur í Njáls sögu, Stígandi í Vatnsdæla sögu og Trékyllir í Grettis sögu. Vísundur hét skip Þangbrands biskups en heiðnir menn nefndu það Járnmeis eftir viðgerð. Úr konungasögum er þekktast skip Ólafs konungs Tryggvasonar, Ormurinn langi. Sverrir konungur Sigurðarson nefndi skip sitt Maríusúðina.

Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip. Myndin er eftir norska málarann Otto Sinding (1842-1909) og á að sýna sjóorustu Ólafs konungs Tryggvasonar, á skipinu Orminum langa, gegn Sveini tjúguskeggi Danakonungi og Ólafi skautkonungi Svíakonungi.

Konungar gáfu oft skipum sínum nöfn þegar þau voru fullsmíðuð. Hákon Hákonarson hélt ræðu við sjósetningu skips síns og gaf því nafnið Krosssúðin. Þó að skip hafi ekki endilega fengið nafn við sjósetningu gat það fengið nafn síðar eftir notkun þess eða af ákveðnu atviki sem tengdist því.

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

29.8.2022

Spyrjandi

Borgar Valgeirsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2022, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83921.

Svavar Sigmundsson. (2022, 29. ágúst). Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83921

Svavar Sigmundsson. „Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2022. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83921>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt?

Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafnið á skipi Ingólfs Arnarsonar, ef það hefur borið nafn, er ekki þekkt.

Í íslenskum heimildum eru nefnd nokkur nöfn á skipum. Samkvæmt Snorra-Eddu hét skip Baldurs Hringhorni en skip jötna í Ragnarökum Naglfar samkvæmt Völuspá. Í Grímnismálum í Eddukvæðum er nefnt skipið Skíðblaðnir. Í fornsögum og öðrum heimildum miðalda eru til dæmis nefnd skipanöfnin Elliði, meðal annars í Landnámabók, Gammur í Njáls sögu, Stígandi í Vatnsdæla sögu og Trékyllir í Grettis sögu. Vísundur hét skip Þangbrands biskups en heiðnir menn nefndu það Járnmeis eftir viðgerð. Úr konungasögum er þekktast skip Ólafs konungs Tryggvasonar, Ormurinn langi. Sverrir konungur Sigurðarson nefndi skip sitt Maríusúðina.

Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip. Myndin er eftir norska málarann Otto Sinding (1842-1909) og á að sýna sjóorustu Ólafs konungs Tryggvasonar, á skipinu Orminum langa, gegn Sveini tjúguskeggi Danakonungi og Ólafi skautkonungi Svíakonungi.

Konungar gáfu oft skipum sínum nöfn þegar þau voru fullsmíðuð. Hákon Hákonarson hélt ræðu við sjósetningu skips síns og gaf því nafnið Krosssúðin. Þó að skip hafi ekki endilega fengið nafn við sjósetningu gat það fengið nafn síðar eftir notkun þess eða af ákveðnu atviki sem tengdist því.

Mynd:...