Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilega...
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt?
Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...
Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum...
Öll spurningin hljóðaði svona: Við landnám uxu að öllum líkindum ekki viðartegundir hér sem hægt var að nota til að smíða víkingaskip. Endingartími þeirra var frekar stuttur. Kannski 10-20 ár. Eru einhverjar vísbendingar um að víkingaskip hafi verið smíðað í víkingaferðum til Vesturheims?
Engar leifar skipa sem...
Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta.
Sumar olíur...
Elliði sá sem Elliðaár eru nefndar eftir var skip Ketilbjörns gamla landnámsmanns. Í Landnámu segir:
Ketilbjörn hét maður ágætur í Naumudal; hann var Ketilsson og Æsu, dóttur Hákonar jarls Grjótgarðssonar. Hann átti Helgu dóttur Þórðar skeggja. Ketilbjörn fór til Íslands, þá er landið var víða byggt með sjá [þ.e....
Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó.
Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er...
Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...
Sú háttsemi sem spyrjandi lýsir hér er skilgreint sem varp í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda. Með varpi er átt við það þegar skipum eða öðrum hlutum er fleygt í hafið, vísvitandi án lögmæts tilgangs. Varp nær einnig yfir það þegar fljótandi efnum er hellt í sjó.
Varp er almennt óheimilt skv. 9. gr. ...
Svarið er örugglega að eftir að hafa skipt bæði um haus og skaft þá sitji maður uppi með nýjan hamar. En hvað ef við skiptum bara um skaft? Eða bara um haus? Þá vandast málið og svarið liggur alls ekki í augum uppi. Það sem meira er: Engin rannsókn á þessum hlutum getur svarað spurningunni um það hvenær við höfum ...
Hinn svokallaði Bermúdaþríhyrningur er svæði á Norður-Atlantshafi sem hægt er að afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Reyndar eru heimildir ekki allar sammála um hvar mörk svæðisins liggja nákvæmlega, það er stundum talið vera stærra, en þetta er það...
Í seinni heimsstyrjöldinni urðu allmargir mannskaðar á íslenskum skipum en þá var einnig tími mikilla tækifæra því skortur var á sjávarafurðum á Bretlandseyjum og Íslendingar fengu hátt verð fyrir fisk. Sömuleiðis þurftu bandamenn að hafa tryggar flutningaleiðir fyrir herlið þeirra hérlendis og því var hægt að haf...
Hlunnur er tré, hvalbein, viðarkefli eða eitthvað því líkt, sem sett var undir skipskjöl þegar skip eða bátur var settur fram eða dreginn á land til þess að létta undir með mönnum. Hlunnur var einnig notaður til að skorða með skip eða bát í fjöru.
Fremsti hlunnurinn er sá sem næstur er sjávarmáli. Þegar bátur v...
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd.
Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...
Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!