Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?

Helga Hafliðadóttir

Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum fánum en þeim íslenska til þess að losna við svokölluð stimpilgjöld. Sum ríki gera jafnvel út á að leyfa skipum að sigla undir sínum fána og má þar nefna Líberíu og Panama.


Talið er að um 1600 skip noti fána Líberiu sem hentifána.

Leyfilegt er að áhöfn skips sem siglir undir hentifána komi frá landinu þar sem skipið er skráð. Alþjóðaflutningaverkamannasambandið (ITF) gætir hagsmuna þessa fólks og hefur sambandið reynt að sjá til þess að kjör starfsmanna séu samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið við samtök kaupskipaútgerða. Því miður hefur gengið erfiðlega að fylgja samningum eftir.

Ekki er hægt að grípa til aðgerða gegn hentifánaskipum í íslenskum rétti þótt þau brjóti samninga um lágmarkskjör og aðbúnað áhafnar, þar sem starfsmenn á þessum skipum falla ekki undir íslenska kjarasamninga. Þetta gildir jafnvel um áætlunarskip sem sigla hingað til lands á vegum íslenskra aðila; þau eru einungis bundin lögum og reglum í ríkinu þar sem þau eru skráð. Það er því yfirleitt litið hornauga að skip sigli undir hentifánum, en lagalega er lítið hægt að gera við slíku.

Frekari upplýsingar má finna hér:

Upplýsingar um skyld efni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.8.2006

Spyrjandi

Hjördís Hreinsdóttir

Tilvísun

Helga Hafliðadóttir. „Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2006. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6129.

Helga Hafliðadóttir. (2006, 16. ágúst). Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6129

Helga Hafliðadóttir. „Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2006. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?
Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum fánum en þeim íslenska til þess að losna við svokölluð stimpilgjöld. Sum ríki gera jafnvel út á að leyfa skipum að sigla undir sínum fána og má þar nefna Líberíu og Panama.


Talið er að um 1600 skip noti fána Líberiu sem hentifána.

Leyfilegt er að áhöfn skips sem siglir undir hentifána komi frá landinu þar sem skipið er skráð. Alþjóðaflutningaverkamannasambandið (ITF) gætir hagsmuna þessa fólks og hefur sambandið reynt að sjá til þess að kjör starfsmanna séu samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið við samtök kaupskipaútgerða. Því miður hefur gengið erfiðlega að fylgja samningum eftir.

Ekki er hægt að grípa til aðgerða gegn hentifánaskipum í íslenskum rétti þótt þau brjóti samninga um lágmarkskjör og aðbúnað áhafnar, þar sem starfsmenn á þessum skipum falla ekki undir íslenska kjarasamninga. Þetta gildir jafnvel um áætlunarskip sem sigla hingað til lands á vegum íslenskra aðila; þau eru einungis bundin lögum og reglum í ríkinu þar sem þau eru skráð. Það er því yfirleitt litið hornauga að skip sigli undir hentifánum, en lagalega er lítið hægt að gera við slíku.

Frekari upplýsingar má finna hér:

Upplýsingar um skyld efni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....