Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Jón Már Halldórsson

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd.



Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas).

Þegar St. Peter, skip landkönnuðarins Vitus Bering (1681-1741), strandaði undan ströndum Kamtsjatka snemma í nóvember árið 1741 var náttúrufræðingurinn Georg Wilhelm Steller (1709-1746) meðal skipbrotsmanna. Á meðan beðið var eftir björgun safnaði Steller umfangsmiklum upplýsingum um þessa risavöxnu sækú, mældi til dæmis líffæri og skráði ýmsar upplýsingar um vistfræði hennar. Strandaglóparnir drápu ekki margar sækýr en lýstu kjötinu sem svipuðu og hvalkjöti, fitan væri afar bragðgóð og endingin mikil. Tíu mánuðum eftir strandið komust skipbrotsmennirnir af strandstað með því að smíða nýtt skip úr flaki St. Peters.

Skýrsla Stellers um sækýrnar vakti mikla forvitni fræðimanna í Evrópu og má segja að sú vitneskja hafi markað endalok tegundarinnar. Skip á langferðum um Kyrrahafið komu við í Beringshafi og birgðu sig upp af kjöti sækúa, en sökum stærðar sinnar voru þær svifaseinar og því auðveld bráð. Sennilega tókst aðeins að nýta eina af hverjum fimm sækúm sem skotnar voru, en aðrar komist undan til þess eins að deyja af sárum sínum.

Talið er að síðasta Steller-sækýrin hafi verið drepin árið 1768, aðeins nokkrum áratugum eftir að Evrópumenn fréttu fyrst af tilveru tegundarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2006

Spyrjandi

N. N.

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2006, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5685.

Jón Már Halldórsson. (2006, 3. mars). Hvers vegna dó Steller-sækýrin út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5685

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2006. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5685>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?
Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd.



Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas).

Þegar St. Peter, skip landkönnuðarins Vitus Bering (1681-1741), strandaði undan ströndum Kamtsjatka snemma í nóvember árið 1741 var náttúrufræðingurinn Georg Wilhelm Steller (1709-1746) meðal skipbrotsmanna. Á meðan beðið var eftir björgun safnaði Steller umfangsmiklum upplýsingum um þessa risavöxnu sækú, mældi til dæmis líffæri og skráði ýmsar upplýsingar um vistfræði hennar. Strandaglóparnir drápu ekki margar sækýr en lýstu kjötinu sem svipuðu og hvalkjöti, fitan væri afar bragðgóð og endingin mikil. Tíu mánuðum eftir strandið komust skipbrotsmennirnir af strandstað með því að smíða nýtt skip úr flaki St. Peters.

Skýrsla Stellers um sækýrnar vakti mikla forvitni fræðimanna í Evrópu og má segja að sú vitneskja hafi markað endalok tegundarinnar. Skip á langferðum um Kyrrahafið komu við í Beringshafi og birgðu sig upp af kjöti sækúa, en sökum stærðar sinnar voru þær svifaseinar og því auðveld bráð. Sennilega tókst aðeins að nýta eina af hverjum fimm sækúm sem skotnar voru, en aðrar komist undan til þess eins að deyja af sárum sínum.

Talið er að síðasta Steller-sækýrin hafi verið drepin árið 1768, aðeins nokkrum áratugum eftir að Evrópumenn fréttu fyrst af tilveru tegundarinnar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd: