Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Af hverju fljóta hlutir?

Erlendur Ólafsson, Grímur Valdimarsson og Salvar Andri Jóhannsson

Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta.

Sumar olíur fljóta á vatni en það þýðir þá að 1 lítri af olíu er léttari en 1 kg. Sama gildir um aðra hluti sem fljóta, svo sem tré og korka. Aftur á móti ef við hellum sírópi í vatn, þá sekkur það. En það þýðir að 1 lítri af sírópi er þyngri en 1 kg.

Eðlismassi hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta.

Samkvæmt svonefndu lögmáli Arkímedesar léttast hlutir sem nemur þyngd efnisins sem hluturinn ryður frá sér. Þannig er rúmmál hlutar sem sökkt er í vatn jafnt rúmmáli vatnsins sem hann ryður frá sér. Sagan segir að Arkímedes hafi uppgötvað lögmál þetta er konungurinn Híeron II bað hann að finna út hvort kóróna sín væri úr hreinu gulli eða hvort ódýrari málmum hafi verið blandað við gullið. Einn daginn þegar Arkímedes lagðist í bað tók hann eftir því að vatnshæðin í baðinu hækkaði þegar hann fór ofan í það og lækkaði aftur þegar hann fór upp úr. Með þetta í huga gat hann tekið jafnmikið af gulli og átti að vera í kórónunni og sett í vatn. Þá athugaði hann hvort kórónan myndi ryðja frá sér jafnmiklu magni af vatni og gullið gerði. Arkímedes komst að því að kórónan ruddi ekki jafnmiklu vatni frá sér og gullið og gat því dregið þá ályktun að einhverju hafi verið blandað við gullið til að drýgja það.

En hvernig fljóta skip? Skip eru oftast úr málmi og ættu því að sökkva. Aftur á móti er holrými inni í skipum. Samanlagður eðlismassi skipsins, það er málms og lofts, er þannig minni en vatns og þess vegna fljóta skip.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

27.6.2013

Spyrjandi

Hólmfríður Hermannsdóttir, f. 2003

Tilvísun

Erlendur Ólafsson, Grímur Valdimarsson og Salvar Andri Jóhannsson. „Af hverju fljóta hlutir?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2013. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=64141.

Erlendur Ólafsson, Grímur Valdimarsson og Salvar Andri Jóhannsson. (2013, 27. júní). Af hverju fljóta hlutir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64141

Erlendur Ólafsson, Grímur Valdimarsson og Salvar Andri Jóhannsson. „Af hverju fljóta hlutir?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2013. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64141>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fljóta hlutir?
Allir hlutir hafa eðlismassa en eðlismassa hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Vatn hefur eðlismassann 1 kg/l en það þýðir að 1 lítri af vatni er 1 kg að þyngd. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva þá í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta.

Sumar olíur fljóta á vatni en það þýðir þá að 1 lítri af olíu er léttari en 1 kg. Sama gildir um aðra hluti sem fljóta, svo sem tré og korka. Aftur á móti ef við hellum sírópi í vatn, þá sekkur það. En það þýðir að 1 lítri af sírópi er þyngri en 1 kg.

Eðlismassi hlutar er hlutfallið á milli massa hlutarins og rúmmáls hans. Þeir hlutir sem eru með meiri eðlismassa en vatn sökkva í vatni en hlutir sem eru með minni eðlismassa fljóta.

Samkvæmt svonefndu lögmáli Arkímedesar léttast hlutir sem nemur þyngd efnisins sem hluturinn ryður frá sér. Þannig er rúmmál hlutar sem sökkt er í vatn jafnt rúmmáli vatnsins sem hann ryður frá sér. Sagan segir að Arkímedes hafi uppgötvað lögmál þetta er konungurinn Híeron II bað hann að finna út hvort kóróna sín væri úr hreinu gulli eða hvort ódýrari málmum hafi verið blandað við gullið. Einn daginn þegar Arkímedes lagðist í bað tók hann eftir því að vatnshæðin í baðinu hækkaði þegar hann fór ofan í það og lækkaði aftur þegar hann fór upp úr. Með þetta í huga gat hann tekið jafnmikið af gulli og átti að vera í kórónunni og sett í vatn. Þá athugaði hann hvort kórónan myndi ryðja frá sér jafnmiklu magni af vatni og gullið gerði. Arkímedes komst að því að kórónan ruddi ekki jafnmiklu vatni frá sér og gullið og gat því dregið þá ályktun að einhverju hafi verið blandað við gullið til að drýgja það.

En hvernig fljóta skip? Skip eru oftast úr málmi og ættu því að sökkva. Aftur á móti er holrými inni í skipum. Samanlagður eðlismassi skipsins, það er málms og lofts, er þannig minni en vatns og þess vegna fljóta skip.

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2013....