Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?

ÞV

Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000).

Rúmmál tenings sem er 10 cm á kant er einn lítri, en rúmmál tenings sem er 1 cm á kant er einn rúmsentímetri. Rúmmál tenings, V, er kantlengdin, a, margfölduð þrisvar sinnum með sjálfri sér, með öðrum orðum kantlengdin í þriðja veldi:
V = a * a * a = a3
Ef við beitum þessari jöfnu á teninginn sem er einn lítri fáum við:
V = 1 l = 10 cm * 10 cm * 10 cm = 1000 cm3
Rúmmetri (m3) er einnig eðlileg eining um rúmmál í metrakerfinu. Teningur sem er einn rúmmetri er 1 m = 100 cm á kant, þannig að kantur hans er 10 sinnum lengri en kantur lítrateningsins. Um þetta gildir því:
1 m3 = 1000 l = 1.000.000 cm3 = 106 cm3
Því er enn við að bæta að stundum er rangt farið með orðið lítri og hið sama gildir um metrann. Menn segja þá til dæmis "líter" og "meter" í stað "lítri" og "metri", og er hér sennilega um einhvers konar erlend áhrif að ræða. Rétt beyging þessara orða er sem hér segir:

lítri - lítra - lítra - lítra -- lítrar - lítra - lítrum - lítra

metri - metra - metra - metra -- metrar - metra - metrum - metra

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

16.4.2002

Spyrjandi

Steinunn Rögnvaldsdóttir, f. 1986

Tilvísun

ÞV. „Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2002, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2304.

ÞV. (2002, 16. apríl). Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2304

ÞV. „Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2002. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2304>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er sambandið milli lítra og rúmsentímetra, nákvæmlega? Er þetta ekki það sama?
Lítri (l) og rúmsentímetri (cm3) eru hvor tveggja einingar um rúmmál (e. volume), byggðar á sömu undirstöðum. Að því leyti er þetta "það sama". Þó að rúmmálið í lítranum sé þúsund sinnum meira en í rúmsentímetranum þá er hlutfallið alltaf hið sama og auk þess raunar einföld tala í talnakerfi okkar (1000).

Rúmmál tenings sem er 10 cm á kant er einn lítri, en rúmmál tenings sem er 1 cm á kant er einn rúmsentímetri. Rúmmál tenings, V, er kantlengdin, a, margfölduð þrisvar sinnum með sjálfri sér, með öðrum orðum kantlengdin í þriðja veldi:
V = a * a * a = a3
Ef við beitum þessari jöfnu á teninginn sem er einn lítri fáum við:
V = 1 l = 10 cm * 10 cm * 10 cm = 1000 cm3
Rúmmetri (m3) er einnig eðlileg eining um rúmmál í metrakerfinu. Teningur sem er einn rúmmetri er 1 m = 100 cm á kant, þannig að kantur hans er 10 sinnum lengri en kantur lítrateningsins. Um þetta gildir því:
1 m3 = 1000 l = 1.000.000 cm3 = 106 cm3
Því er enn við að bæta að stundum er rangt farið með orðið lítri og hið sama gildir um metrann. Menn segja þá til dæmis "líter" og "meter" í stað "lítri" og "metri", og er hér sennilega um einhvers konar erlend áhrif að ræða. Rétt beyging þessara orða er sem hér segir:

lítri - lítra - lítra - lítra -- lítrar - lítra - lítrum - lítra

metri - metra - metra - metra -- metrar - metra - metrum - metra

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...