Sólin Sólin Rís 10:14 • sest 17:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:55 • Sest 06:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:24 • Síðdegis: 19:50 í Reykjavík

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?

Dagur Snær Sævarsson

Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm.

Um þetta var áður notað orðið eðlisþyngd en það er óheppilegt þar sem það ætti samkvæmt orðsins hljóðan að tákna þyngd á rúmmálseiningu, en þyngd er hins vegar ekki það sama og massi eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?

Eðlismassi getur sveiflast við hamskipti eða fasabreytingar (e. phase change) og einnig við hitabreytingar. Þá helst massinn óbreyttur en hluturinn þenst út eða dregst saman og rúmmálið breytist og því breytist eðlismassinn. Þannig hefur vatn hærri eðlismassa en ís (frosið vatn) vegna þess að vatn þenst út þegar það frýs. Eðlismassi efna breytist einnig með þrýstingi, einkum ef efnið er í gasham eins og vatnsgufa.

Osmín eða osmíum (Os) er hliðarmálmur sem hefur sætistöluna 76 í lotukerfinu og mólmassa 190,2 g/mól. Eðlismassi osmíns er um 22,6 g/cm3 við 20°C þannig að einn rúmsentímetri hefur massanna 22,6 grömm. Osmín er yfirleitt talið hafa mestan eðlismassa af efnum lotukerfisins. Erfitt er að framleiða það og ekki bætir úr skák að í duftformi hvarfast það mjög auðveldlega við súrefni og myndar osmíntetraoxíð, OsO4, sem er gífurlega eitruð lofttegund, jafnvel í mjög litlu magni. Af þeim ástæðum er osmín einungis að finna í málmblöndum, sér í lagi þeim sem eiga að þola mikið slit af völdum núnings, til dæmis í nálum grammófóna.

Osmín var uppgötvað af breska efnafræðingnum Smithson Tennant (1761-1815) árið 1803. Á sama tíma fann hann einnig málminn iridín eða iridíum sem hefur álíka mikinn eðlismassa og osmín, eða 22,4 g/cm3. Iridín hefur sætistöluna 77 og er því við hlið osmíns í lotukerfinu.

Hægt er að lesa meira um eðlismassa í svörum Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er eðlisþyngsti málmur sem vitað er um og hvað væri einn rúmsentimetri af þeim málmi þungur?

Höfundur

nemi í lífefnafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Útgáfudagur

4.2.2008

Spyrjandi

Trausti Ragnar Tryggvason

Tilvísun

Dagur Snær Sævarsson. „Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2008. Sótt 30. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=7048.

Dagur Snær Sævarsson. (2008, 4. febrúar). Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7048

Dagur Snær Sævarsson. „Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2008. Vefsíða. 30. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7048>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða málmur hefur mestan eðlismassa?
Eðlismassi (e. specific mass, mass density) efnis er skilgreindur sem massi tiltekins rúmmáls af efninu og yfirleitt táknað með einingunni g/cm3 eða kg/l (kílógrömm á lítra) sem er sama talan. Ef efni hefur til dæmis eðlismassann 3 þá hefur einn lítri af því massann 3 kg og einn rúmsentímetri er 3 grömm.

Um þetta var áður notað orðið eðlisþyngd en það er óheppilegt þar sem það ætti samkvæmt orðsins hljóðan að tákna þyngd á rúmmálseiningu, en þyngd er hins vegar ekki það sama og massi eins og fram kemur í svari Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans?

Eðlismassi getur sveiflast við hamskipti eða fasabreytingar (e. phase change) og einnig við hitabreytingar. Þá helst massinn óbreyttur en hluturinn þenst út eða dregst saman og rúmmálið breytist og því breytist eðlismassinn. Þannig hefur vatn hærri eðlismassa en ís (frosið vatn) vegna þess að vatn þenst út þegar það frýs. Eðlismassi efna breytist einnig með þrýstingi, einkum ef efnið er í gasham eins og vatnsgufa.

Osmín eða osmíum (Os) er hliðarmálmur sem hefur sætistöluna 76 í lotukerfinu og mólmassa 190,2 g/mól. Eðlismassi osmíns er um 22,6 g/cm3 við 20°C þannig að einn rúmsentímetri hefur massanna 22,6 grömm. Osmín er yfirleitt talið hafa mestan eðlismassa af efnum lotukerfisins. Erfitt er að framleiða það og ekki bætir úr skák að í duftformi hvarfast það mjög auðveldlega við súrefni og myndar osmíntetraoxíð, OsO4, sem er gífurlega eitruð lofttegund, jafnvel í mjög litlu magni. Af þeim ástæðum er osmín einungis að finna í málmblöndum, sér í lagi þeim sem eiga að þola mikið slit af völdum núnings, til dæmis í nálum grammófóna.

Osmín var uppgötvað af breska efnafræðingnum Smithson Tennant (1761-1815) árið 1803. Á sama tíma fann hann einnig málminn iridín eða iridíum sem hefur álíka mikinn eðlismassa og osmín, eða 22,4 g/cm3. Iridín hefur sætistöluna 77 og er því við hlið osmíns í lotukerfinu.

Hægt er að lesa meira um eðlismassa í svörum Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunum:

Heimildir og mynd:


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hver er eðlisþyngsti málmur sem vitað er um og hvað væri einn rúmsentimetri af þeim málmi þungur?
...