Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Það er rétt að eðlismassi fer eftir hita. Flest efni þenjast út við hitun, það er að segja að rúmmálið eykst. Þar sem eðlismassi er massi deilt með rúmmáli og massinn breytist ekki, þá þýðir þetta að eðlismassinn minnkar yfirleitt við hitun.
Engu að síður er hægt að mæla eðlismassa við hvaða hita sem vera skal. En þegar mælingin er borin saman við aðrar er nauðsynlegt að gera annað tveggja, hafa sama hita eða "staðla hitann" sem kallað er eða að gefa hitann upp þannig að hægt sé að leiðrétta mælinguna með tilliti til hans. Í töflum sem birtar eru í bókum eða annars staðar er yfirleitt miðað við tiltekinn staðalhita, til dæmis 0°C eða 20°C, og hann er þá tiltekinn við töfluna ef hún á að koma að gagni.
Mikilvæga undantekningu frá almennu reglunni um hitaþan er að finna í hegðun vatns. Á hitabilinu frá 0-4°C dregst það saman við hitun og það hefur mikilvægar afleiðingar til dæmis þegar tjarnir eru að frjósa. Ís dregst líka allverulega saman þegar hann bráðnar og þess vegna flýtur ís á vatni. Um afbrigðilega hegðun vatns að þessu leyti má lesa í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna frýs vatn? Frekara lesefni af Vísindavefnum:
ÞV. „Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2001, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1432.
ÞV. (2001, 28. mars). Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1432
ÞV. „Við hvaða hita er eðlismassi mældur? Hann hlýtur að vera breytilegur vegna hitaþenslu?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2001. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1432>.