Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?

EDS

Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilegar og gagnlegar. Þar má nefna upplýsingar um skráningarnúmer, umdæmisnúmer, kallmerki, fyrra nafn, heimahöfn, smíðastað, gerð, efni, afl vélar, vélartegund, rafspennu, brúttótonn og brúttórúmlestir, lengd, breidd og dýpt, auk annarra upplýsinga.

Mikill meirihluti skipa og báta á Íslandi eru fiskiskip undir 15 brúttótonnum að stærð.

Samkvæmt Skrá yfir íslensk skip og báta 2013 voru 2.298 skip og bátar skráðir á Íslandi 1. janúar 2013. Af þeim voru 1.694 fiskiskip, flest undir 15 brúttótonnum eða 1.293. Þau rúmlega 600 skip sem ekki flokkast sem fiskiskip eru af ýmsu tagi, svo sem skemmtiskip, seglskip, björgunarskip, dráttarskip, prammar og dýpkunarskip svo dæmi séu nefnd.

Áhugafólk um skip og báta getur kynnt sér skipaskána, bæði þá nýjustu og nokkur ár aftur í tímann, á vef Siglingastofnunar.

Heimild og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.5.2013

Spyrjandi

Sveinn Jóhann Þórðarson, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62131.

EDS. (2013, 27. maí). Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62131

EDS. „Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62131>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mörg skip eru á Íslandi ef smábátar eru taldir með?
Samkvæmt lögum nr. 115/1985 eru öll skip sem eru 6 m eða lengri skráningarskyld. Siglingastofnun Íslands hefur umsjón með skráningunni. Á hverju ári er gefin út heildarskrá fyrir íslensk skip sem byggð er á þessari skráningu og þar er að finna ýmsar upplýsingar sem áhugafólki um skip og báta gætu þótt forvitnilegar og gagnlegar. Þar má nefna upplýsingar um skráningarnúmer, umdæmisnúmer, kallmerki, fyrra nafn, heimahöfn, smíðastað, gerð, efni, afl vélar, vélartegund, rafspennu, brúttótonn og brúttórúmlestir, lengd, breidd og dýpt, auk annarra upplýsinga.

Mikill meirihluti skipa og báta á Íslandi eru fiskiskip undir 15 brúttótonnum að stærð.

Samkvæmt Skrá yfir íslensk skip og báta 2013 voru 2.298 skip og bátar skráðir á Íslandi 1. janúar 2013. Af þeim voru 1.694 fiskiskip, flest undir 15 brúttótonnum eða 1.293. Þau rúmlega 600 skip sem ekki flokkast sem fiskiskip eru af ýmsu tagi, svo sem skemmtiskip, seglskip, björgunarskip, dráttarskip, prammar og dýpkunarskip svo dæmi séu nefnd.

Áhugafólk um skip og báta getur kynnt sér skipaskána, bæði þá nýjustu og nokkur ár aftur í tímann, á vef Siglingastofnunar.

Heimild og mynd:...