Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó.Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er jafn massa þess (hér tala margir ranglega um þyngd, samanber svör okkar um massa og þyngd).

Þegar skipið er sokkið og liggur á sjávarbotni ryður það frá sér rúmmáli sínu af sjó, en þá erum við auðvitað bara að tala um það rúmmál sem sjór fer ekki inn í. Þetta rúmmál er minna en hitt sem skipið ruddi frá sér meðan það flaut. Það sést til dæmis af því að nú er flotkrafturinn eða uppdrifið frá sjónum ekki lengur einn um að halda skipinu uppi, gegn þyngdarkraftinum, heldur tekur kraftur frá botninum þátt í því líka. Það má líka segja að skipið hafi einmitt sokkið af því að þetta rúmmál varð of lítið!

Mynd: Úr kvikmyndinni Titanic

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.1.2003

Spyrjandi

Konráð Hall

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2003. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3080.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 28. janúar). Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3080

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2003. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3080>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort ryður skip meira rúmmáli sjávar frá sér ef það er fljótandi eða sokkið?
Meðan skipið flýtur ryður það frá sér sjó upp að sjávarlínunni á skrokknum eða upp að fleti sem afmarkast af sjávarborðinu á skipinu. Þegar skipið sígur í sjónum verður þetta rúmmál augljóslega meira og mest verður það þegar skipið er allt komið á kaf í sjó.Massi sjávarins sem fljótandi skip ryður frá sér er jafn massa þess (hér tala margir ranglega um þyngd, samanber svör okkar um massa og þyngd).

Þegar skipið er sokkið og liggur á sjávarbotni ryður það frá sér rúmmáli sínu af sjó, en þá erum við auðvitað bara að tala um það rúmmál sem sjór fer ekki inn í. Þetta rúmmál er minna en hitt sem skipið ruddi frá sér meðan það flaut. Það sést til dæmis af því að nú er flotkrafturinn eða uppdrifið frá sjónum ekki lengur einn um að halda skipinu uppi, gegn þyngdarkraftinum, heldur tekur kraftur frá botninum þátt í því líka. Það má líka segja að skipið hafi einmitt sokkið af því að þetta rúmmál varð of lítið!

Mynd: Úr kvikmyndinni Titanic...