Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 951 svör fundust
Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?
Ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið tungumál því munurinn á tungumáli og mállýsku er ekki skýr og oft tengist hann þjóðerni og stjórnmálum. Til dæmis geta Svíar og Norðmenn yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál. Á hinn bóginn geta þeir sem tala mandarínsku og kantónsku ekki sk...
Hvað eru mörg börn í heiminum?
Eins og bent er á í svari við spurningunni Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? þarf að byrja á því að ákveða við hvaða aldur á að miða þegar talað er um börn. Í því svari er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þj...
Hvað eru mörg bein í líkamanum?
Alls eru 206 bein í mannslíkama. Bein flokkast í tvo meginhópa, annars vegar bein í svonefndri ásgrind sem heldur uppi bolnum og hins vegar bein í limagrind, það er fótleggjum og höndum. Í ásgrind eru 80 bein en 126 í limagrind. Hægt er að lesa meira um bein í svari við spurningunni Hvað eru mörg bein í mann...
Hvað eru margir litir til í heiminum?
Litirnir eru í raun og veru óendanlega margir en við sjáum þá ekki alla. Tilraunir á sjónskynjun manna benda hins vegar til þess að mannsaugað geti greint á milli einnar til 10 milljóna lita. Sum skordýr og fuglar gera greinarmun á litum sem við sjáum ekki og greina einnig útfjólublátt ljós. En þá stendur eftir...
Hvað eru stjörnurnar margar?
Enginn veit nákvæmlega hvað stjörnurnar í alheiminum eru margar. Aftur á móti er vitað að fjöldi þeirra er ótrúlega mikill. Í svarinu Hvað eru margar stjörnur í geimnum? eftir Sævar Helga Bragason og Tryggva Þorgeirsson kemur fram að gróft áætlað séu stjörnurnar í sýnilegum alheimi 20.000 milljarðar milljarða ...
Hvað eru mörg sandkorn í heiminum?
Sennilega getur enginn nema hjartnanna og nýrnanna skoðari svarað þessari spurningu með nákvæmni. Hins vegar getum vér dauðlegir hugleitt hvernig fara mætti að til að komast sem næst réttu svari. Fyrst þyrftum við að komast að því hvert er rúmmál sands í heiminum - langmestu sandflæmi jarðar eru reyndar Sahara- og...
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Brúnhýena (Hyena brunnea) Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið ...
Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?
Lappjaðrakan (Limosa lapponica) Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússla...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?
Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna. Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í ...
Hvað eru margir staðir á Íslandi sem byrja á stafnum M eða H?
Á Veraldarvefnum er hægt að leita að staðarnöfnum í sérstakri Örnefnaskrá. Ef slegnir eru inn bókstafirnir M og H, leitar forritið að öllum staðarnöfnum í grunninum sem byrja á stöfunum. Samkvæmt talningu byrja 913 staðarnöfn á M og 2783 á H. Hér sést kort með fjölmörgum staðarnöfnum sem byrja á H....
Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?
Öll spurningin hljóðaði svona: Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár? Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur ...
Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum?
Það eru 50 ríki í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Alabama, Alaska, Arizona, Oklahoma, Oregon, Mississippi, Hawaii, Florida, Minnesota, New York, Washington, Texas og Kansas. Þeirra stærst að flatarmáli eru Alaska og Texas. Rhode Island er minnsta fylkið. Alaska og Hawaii eru lengst frá hinum fylkjunum og jafnfr...
Hvað eru til mörg nöfn á Íslandi?
Spurningunni er ekki auðvelt að svara. Svarið fer eftir því við hvað er miðað. Ef átt er við þann fjölda nafna sem Íslendingar hafa borið svo vitað sé eru nöfnin rúmlega 6000. Ef aðeins er átt við þau nöfn sem nú eru í notkun eru þau heldur færri. Árið 1983, þegar ég lét athuga fyrir mig fjölda nafna á þjóðskrá, v...