Enginn veit nákvæmlega hvað stjörnurnar í alheiminum eru margar. Aftur á móti er vitað að fjöldi þeirra er ótrúlega mikill.
Í svarinu Hvað eru margar stjörnur í geimnum? eftir Sævar Helga Bragason og Tryggva Þorgeirsson kemur fram að gróft áætlað séu stjörnurnar í sýnilegum alheimi 20.000 milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir!
Þær stjörnur sem hægt er að sjá frá jörðinni eru aftur á móti miklu færri. Við bestu aðstæður er hægt að sjá um 6000 stjörnur með berum augum, eins og kemur fram í svarinu Hversu margar stjörnur getur maður séð á heiðskírri nóttu? eftir Sævar Helga Bragason.
Að lokum er bent á svarið Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? eftir JGÞ.
Mynd: How many stars are there in the Universe? ESA Space Science.
Enginn veit nákvæmlega hvað stjörnurnar í alheiminum eru margar. Aftur á móti er vitað að fjöldi þeirra er ótrúlega mikill.
Í svarinu Hvað eru margar stjörnur í geimnum? eftir Sævar Helga Bragason og Tryggva Þorgeirsson kemur fram að gróft áætlað séu stjörnurnar í sýnilegum alheimi 20.000 milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir!
Þær stjörnur sem hægt er að sjá frá jörðinni eru aftur á móti miklu færri. Við bestu aðstæður er hægt að sjá um 6000 stjörnur með berum augum, eins og kemur fram í svarinu Hversu margar stjörnur getur maður séð á heiðskírri nóttu? eftir Sævar Helga Bragason.
Að lokum er bent á svarið Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? eftir JGÞ.
Mynd: How many stars are there in the Universe? ESA Space Science.