Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna.
Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í hverri þeirra er hægt að reikna út að í alheiminum öllum séu 2 * 1022 stjörnur.
Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? er það reiknað út að ef þvermál sandkorna er að meðaltali 1 mm, þá eru 1,30 * 109 sandkorn í einum rúmmetra sands.
Ef allur heimsins sandur myndar 10 cm jafnþykkt lag um yfirborð jarðar, sem er 510 milljón km2, þá er rúmmál sandsins 5,10*1013 m3. Fjöldi sandkorna á jörðinni væri þess vegna rúmmálið margfaldað með fjölda sandkorna í hverjum rúmmetra, eða:- 5,10*1013 * 1,30*109 = 6,63*1022 sandkorn