Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Lappjaðrakan (Limosa lapponica)

Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússlandi að Taimyr-skaganum og Limosa l. baueri sem verpir í austurhluta Rússlands og Alaska.

Vetrarstöðvar tegundarinnar eru meðal annars í sunnanverðri Evrópu (á Portúgal og Spáni) og á Bretlandseyjum. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera á bilinu 1,2 - 1,3 milljónir fugla en talningar hafa verið stundaðar á vetrardvalarstöðvum fuglsins þar sem þeir hópast saman á nokkrum þekktum stöðum í fjöru. Lappjaðrakan verpir ekki hér á landi en hægt er að sjá hann á hverjum vetri þar sem hann er algengur flækingsfugl.

Jaðrakan (Limosa limosa)

Jaðrakan er íslenskur varpfugl. Hann er algengur varpfugl á sunnanverðu landinu en byrjaði að verpa á norðanverðu landinu á síðustu öld. Fyrst var getið um varp á Norðurlandi rétt eftir 1940 og síðan hefur hann einnig verið að færa sig austur á land.

Íslenski varpstofninn er sérstök deilitegund sem er kennd við landið, Limosa limosa islandica. Nokkrar aðrar deilitegundir eru þekktar svo sem Limosa l. limosa sem verpir í Evrópu (frá Danmörku og Skáni í norðri til Frakklands í suðri og aðeins inn í vestustu héruð Rússlands). Önnur deilitegund er Limosa l. melanuroides sem hefur heimkynni austur af Yenesei-fljótinu í Síberíu, Mongólíu og NV-Kína en vetrarsvæðin eru í Suður-Asíu og allt suður til Ástralíu.

Íslenski jaðrakaninn fer á haustin aðallega til suðurhluta Írlands og SV-Englands. Rannsóknir á heildarstofnstærð jaðrakans hafa bent til þess að stofnstærð allra deilitegundanna sé á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljónir fugla. Stofnstærðin helgast að þáttum eins og fæðuframboði.

Upplýsingar um stofnstærð tegundanna eru að finna í skjölum AEWA (African-Eurasian Migratory Water Bird Agreement). Þetta eru fjölþjóðasamtök sem fylgjast með verndun búsvæða hjá fjölda fuglategunda.

Myndin er fengin af vefsetrinu Surfbirds.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.12.2002

Spyrjandi

Ægir Eyþórsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2002. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2927.

Jón Már Halldórsson. (2002, 2. desember). Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2927

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2002. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2927>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?
Lappjaðrakan (Limosa lapponica)

Lappjaðrakan er dæmigerður farfugl á norðurhveli jarðar, varpsvæði hans ná frá Skandinavíu og austur eftir heimskautasvæðum Rússlands, einnig er varpstofn í Vestur-Alaska. Tvær deilitegundir lappjaðrakans eru kunnar, það eru Limosa l. lapponica sem verpir í Skandinavíu og NV-Rússlandi að Taimyr-skaganum og Limosa l. baueri sem verpir í austurhluta Rússlands og Alaska.

Vetrarstöðvar tegundarinnar eru meðal annars í sunnanverðri Evrópu (á Portúgal og Spáni) og á Bretlandseyjum. Heildarstofnstærð tegundarinnar er talin vera á bilinu 1,2 - 1,3 milljónir fugla en talningar hafa verið stundaðar á vetrardvalarstöðvum fuglsins þar sem þeir hópast saman á nokkrum þekktum stöðum í fjöru. Lappjaðrakan verpir ekki hér á landi en hægt er að sjá hann á hverjum vetri þar sem hann er algengur flækingsfugl.

Jaðrakan (Limosa limosa)

Jaðrakan er íslenskur varpfugl. Hann er algengur varpfugl á sunnanverðu landinu en byrjaði að verpa á norðanverðu landinu á síðustu öld. Fyrst var getið um varp á Norðurlandi rétt eftir 1940 og síðan hefur hann einnig verið að færa sig austur á land.

Íslenski varpstofninn er sérstök deilitegund sem er kennd við landið, Limosa limosa islandica. Nokkrar aðrar deilitegundir eru þekktar svo sem Limosa l. limosa sem verpir í Evrópu (frá Danmörku og Skáni í norðri til Frakklands í suðri og aðeins inn í vestustu héruð Rússlands). Önnur deilitegund er Limosa l. melanuroides sem hefur heimkynni austur af Yenesei-fljótinu í Síberíu, Mongólíu og NV-Kína en vetrarsvæðin eru í Suður-Asíu og allt suður til Ástralíu.

Íslenski jaðrakaninn fer á haustin aðallega til suðurhluta Írlands og SV-Englands. Rannsóknir á heildarstofnstærð jaðrakans hafa bent til þess að stofnstærð allra deilitegundanna sé á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljónir fugla. Stofnstærðin helgast að þáttum eins og fæðuframboði.

Upplýsingar um stofnstærð tegundanna eru að finna í skjölum AEWA (African-Eurasian Migratory Water Bird Agreement). Þetta eru fjölþjóðasamtök sem fylgjast með verndun búsvæða hjá fjölda fuglategunda.

Myndin er fengin af vefsetrinu Surfbirds.

...