Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?

JGÞ

Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna.

Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í hverri þeirra er hægt að reikna út að í alheiminum öllum séu 2 * 1022 stjörnur.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? er það reiknað út að ef þvermál sandkorna er að meðaltali 1 mm, þá eru 1,30 * 109 sandkorn í einum rúmmetra sands.

Ef allur heimsins sandur myndar 10 cm jafnþykkt lag um yfirborð jarðar, sem er 510 milljón km2, þá er rúmmál sandsins 5,10*1013 m3. Fjöldi sandkorna á jörðinni væri þess vegna rúmmálið margfaldað með fjölda sandkorna í hverjum rúmmetra, eða:
  • 5,10*1013 * 1,30*109 = 6,63*1022 sandkorn
Samkvæmt þessu eru sandkorn jarðar fleiri en stjörnur alheimsins. Sandkornin eru 66.300 trilljónir en stjörnurnar 20.000 trilljónir.

Þetta fer þó allt eftir því hvaða forsendur við gefum okkur. Nánar er hægt að lesa um það í svörunum sem vísað er til í þessu svari.

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.5.2003

Spyrjandi

Björn Karlsson, Ingólfur Daði, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3444.

JGÞ. (2003, 23. maí). Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3444

JGÞ. „Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3444>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?
Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna.

Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í hverri þeirra er hægt að reikna út að í alheiminum öllum séu 2 * 1022 stjörnur.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað eru mörg sandkorn í heiminum? er það reiknað út að ef þvermál sandkorna er að meðaltali 1 mm, þá eru 1,30 * 109 sandkorn í einum rúmmetra sands.

Ef allur heimsins sandur myndar 10 cm jafnþykkt lag um yfirborð jarðar, sem er 510 milljón km2, þá er rúmmál sandsins 5,10*1013 m3. Fjöldi sandkorna á jörðinni væri þess vegna rúmmálið margfaldað með fjölda sandkorna í hverjum rúmmetra, eða:
  • 5,10*1013 * 1,30*109 = 6,63*1022 sandkorn
Samkvæmt þessu eru sandkorn jarðar fleiri en stjörnur alheimsins. Sandkornin eru 66.300 trilljónir en stjörnurnar 20.000 trilljónir.

Þetta fer þó allt eftir því hvaða forsendur við gefum okkur. Nánar er hægt að lesa um það í svörunum sem vísað er til í þessu svari.

Myndir:...