Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútímaaðferðum með stórvirkum hvalveiðiskipum. Þegar tölur eru skoðaðar yfir fjölda veiddra dýra, er ljóst að margfalt meiri afköst voru á seinna tímabilinu og náðu veiðarnar vel yfir 20 þúsund dýr á ári, í nokkur ár.
Bandaríski líffræðingurinn Jan Whitehead hefur gert mat á heildarstofnstærð tegundarinnar í heimshöfunum í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að sennilega séu búrhvalir um 360 þúsund. Whitehead metur fjöldann nú vera um 32% af því sem hann var áður en veiðar hófust á skipulegan hátt, við upphaf 18. aldar, en hann telur að fjöldinn þá hafi verið á bilinu 672.000 - 1.512.000 dýr.
Sumir vísindamenn telja að búrhvalir séu mun fleiri og nýleg skýrsla, frá líffræðingunum Berta og Sumich (1999), segir að heildarstofn búrhvala í dag sé nálægt tveimur milljónum dýra. Búrhvalurinn virðist þess vegna ekki vera í bráðri útrýmingarhættu. Veiðar í atvinnuskyni hafa ekki verið stundaðar frá 1989, og búrhvalastofnarnir hafa náð að rétta lítillega úr kútnum.
Skoðið einnig svar sama höfundur við spurningunni Hvað borða búrhvalir? Heimildir og mynd:
Whitehead, H. (2002) „Estimates of the current global population size and historical trajectory for sperm whales.“ Marine Ecology progress series. Vol. 242: 295-304.
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2003, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3111.
Jón Már Halldórsson. (2003, 6. febrúar). Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3111
Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2003. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3111>.