
Bandaríski líffræðingurinn Jan Whitehead hefur gert mat á heildarstofnstærð tegundarinnar í heimshöfunum í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að sennilega séu búrhvalir um 360 þúsund. Whitehead metur fjöldann nú vera um 32% af því sem hann var áður en veiðar hófust á skipulegan hátt, við upphaf 18. aldar, en hann telur að fjöldinn þá hafi verið á bilinu 672.000 - 1.512.000 dýr. Sumir vísindamenn telja að búrhvalir séu mun fleiri og nýleg skýrsla, frá líffræðingunum Berta og Sumich (1999), segir að heildarstofn búrhvala í dag sé nálægt tveimur milljónum dýra. Búrhvalurinn virðist þess vegna ekki vera í bráðri útrýmingarhættu. Veiðar í atvinnuskyni hafa ekki verið stundaðar frá 1989, og búrhvalastofnarnir hafa náð að rétta lítillega úr kútnum. Skoðið einnig svar sama höfundur við spurningunni Hvað borða búrhvalir? Heimildir og mynd:
- Whitehead, H. (2002) „Estimates of the current global population size and historical trajectory for sperm whales.“ Marine Ecology progress series. Vol. 242: 295-304.
- Berta A, Sumich J.L. (1999) „Marine Mammals.“ Evolutionary biology. Academic Press.
- How Whales Work