Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?

Ekki er auðvelt að skilgreina hugtakið tungumál því munurinn á tungumáli og mállýsku er ekki skýr og oft tengist hann þjóðerni og stjórnmálum. Til dæmis geta Svíar og Norðmenn yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál. Á hinn bóginn geta þeir sem tala mandarínsku og kantónsku ekki skilið hverjir aðra þótt kínverska sé talið eitt tungumál. Vegna þessa er erfitt að ákvarða fjölda tungumála í heiminum.

Svíar og Norðmenn geta yfirleitt skilið hvora aðra þótt sænska og norska séu talin tvö tungumál.

Oft er sagt að tungumál heims séu milli fimm og sex þúsund. Mörg þessara tungumála eru þó töluð af litlum hópi fólks sem er að glata tungumáli sínu og hefðbundnum lifnaðarháttum. Með aukinni alþjóðavæðingu má ætla að um þrjú þúsund tungumál verði útdauð á næstu öld.

Mynd:

Útgáfudagur

17.5.2000

Spyrjandi

Arnar Jón Óskarsson

Efnisorð

Höfundur

lektor við University of Leeds

Tilvísun

Diane Nelson. „Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2000. Sótt 15. júlí 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=442.

Diane Nelson. (2000, 17. maí). Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=442

Diane Nelson. „Hversu mörg tungumál eru notuð í heiminum í dag?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2000. Vefsíða. 15. júl. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=442>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hugsuðurinn

Hugsuðurinn er bronshöggmynd eftir franska myndhöggvarann Auguste Rodin. Verkið er algeng táknmynd heimspekinnar. Upprunalega var höggmyndin hluti af stærra verki sem Rodin byggði á Gleðileiknum guðdómlega eftir ítalska miðaldaskáldið Dante. Þá kallaðist hún Skáldið. Verkamenn sem steyptu verkið í málm stungu upp á heitinu Hugsuðurinn. Verkið var fyrst sýnt árið 1904.