Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Öll spurningin hljóðaði svona:

Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár?

Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur á eftir að miklu leyti byggður á því svari.

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Í grunninn eru kransæðarnar tvær, vinstri og hægri, en greinast svo í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar.

Hægri kransæð (e. right coronary artery -RCA) nærir hægri slegil. Hún gengur út frá hægra kransæðaropi rétt ofan við hægri ósæðarlokublöðkuna og kallast þá hægri meginstofn.

Vinstri kransæð (e. left coronary artery - LCA) nærir vinstri slegil og er stærri en sú hægri. Fyrsti hluti vinstri kransæðar er meginstofn (e. left main stem) og liggur aftan við lungnaslagæðina. Hann greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: umfeðmingskvísl (e. circumflex artery - CFX) og fremri millisleglakvísl (e. left anterior descending artery - LAD).

Flestir eru með tvískipta vinstri kransæð eins og sést hér á myndinni. Ef æðin er þrískipt þá kemur auka grein á milli umfeðmingskvíslar og fremri millisleglakvíslar.

Hjá um 20% einstaklinga (15-30%, ekki er vitað nákvæmlega hvert hlutfallið er) greinist vinstri kransæðin hins vegar í þrjár greinar, þessar tvær sem þegar hafa verið nefndar og svo grein sem kallast ramus intermedius (hugtakið ramus angularis er einnig notað). Þessi grein getur annað hvort legið út eftir sleglinum eins og randkvíslarnar frá umfeðmingskvíslinni eða verið út á hliðarvegg hjartans eins og hliðlægar kvíslar frá fremri millislegakvísl.

Líklega hefur þetta verið tilfellið sem spyrjandi vísar til, sem sagt að vinstri kransæðin sé þrískipt en ekki tvískipt eins og algengast er.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

27.6.2024

Spyrjandi

Guðbjörn Sigurþórsson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2024, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81423.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2024, 27. júní). Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81423

Ritstjórn Vísindavefsins. „Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2024. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár?

Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur á eftir að miklu leyti byggður á því svari.

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Í grunninn eru kransæðarnar tvær, vinstri og hægri, en greinast svo í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar.

Hægri kransæð (e. right coronary artery -RCA) nærir hægri slegil. Hún gengur út frá hægra kransæðaropi rétt ofan við hægri ósæðarlokublöðkuna og kallast þá hægri meginstofn.

Vinstri kransæð (e. left coronary artery - LCA) nærir vinstri slegil og er stærri en sú hægri. Fyrsti hluti vinstri kransæðar er meginstofn (e. left main stem) og liggur aftan við lungnaslagæðina. Hann greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: umfeðmingskvísl (e. circumflex artery - CFX) og fremri millisleglakvísl (e. left anterior descending artery - LAD).

Flestir eru með tvískipta vinstri kransæð eins og sést hér á myndinni. Ef æðin er þrískipt þá kemur auka grein á milli umfeðmingskvíslar og fremri millisleglakvíslar.

Hjá um 20% einstaklinga (15-30%, ekki er vitað nákvæmlega hvert hlutfallið er) greinist vinstri kransæðin hins vegar í þrjár greinar, þessar tvær sem þegar hafa verið nefndar og svo grein sem kallast ramus intermedius (hugtakið ramus angularis er einnig notað). Þessi grein getur annað hvort legið út eftir sleglinum eins og randkvíslarnar frá umfeðmingskvíslinni eða verið út á hliðarvegg hjartans eins og hliðlægar kvíslar frá fremri millislegakvísl.

Líklega hefur þetta verið tilfellið sem spyrjandi vísar til, sem sagt að vinstri kransæðin sé þrískipt en ekki tvískipt eins og algengast er.

Heimildir og mynd:

...