Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?

Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson

Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar.

Vinstri kransæð greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: millisleglakvísl (e. left anterior descending artery) og umfeðmingskvísl (e. circumflex artery). Ef báðar vinstri greinarnar eru þrengdar er talað um tveggja æða sjúkdóm en ef hægri kransæð er einnig með marktækum þrengslum er talað um þriggja æða sjúkdóm. Hægri kransæð gengur út frá hægra kransæðaropi rétt ofan við hægri ósæðarlokublöðkuna og kallast þá hægri meginstofn. Hún greinist síðan í aftari millisleglakvísl (e. posterior descending artery) og aftur- og hliðlægar kvíslar. Aftari millisleglakvísl nærir oftast SA-hnútinn í rafkerfi hjartans. Kallast það hægra miðað kerfi (e. right dominant) og sést hjá um 70% sjúklinga.[1] Í 10% tilfella á aftari millisleglakvíslin upptök sín frá vinstri kransæð og kallast þá vinstri aftari millisleglakvísl og er kerfið þá sagt verið vinstra miðað (e. left dominant). Hægri kransæðin er þá yfirleitt lítil. Í 20% tilvika er hins vegar um svokallað jafnað kerfi (e. co-dominant) að ræða.[2]

Vinstri kransæð nærir vinstri slegil og er stærri en hægri kransæð sem nærir hægri slegil. Fyrsti hluti vinstri kransæðar er meginstofn (e. left main stem) og liggur aftan við lungnaslagæðina. Hann greinist síðan í umfeðmingskvísl sem liggur í skorunni á milli gátta og slegla og gefur frá sér greinar sem liggja út eftir sleglinum og kallast randkvíslar (e. marginal branches). Hin greinin, og beint framhald af meginstofni, er fremri millisleglakvísl (LAD). Hún nærir framvegg hjartans en einnig tvo þriðju hluta af sleglaskilum í gegnum svokallaðar millisleglaskiptar-kvíslar (e. septal branches). Fremri millisleglakvísl gefur frá sér greinar út á hliðarvegg hjartans og kallast þær hliðlægar kvíslar (e. diagonal branches).

Helstu kransæðar séðar að framan og að aftan á hjartanu.

Hefðbundið er að skipta vefjafræðilegri byggingu kransæða eins og annarra slagæða í þrjú lög, innlag (e. intima), miðlag (e. media) og útlag (e. adventitia). Innlagið í heilbrigðri æð er 150-200 µm að þykkt og samanstendur af æðaþelsfrumum sem liggja innst og sitja á grunnhimnu úr sérstöku kollageni. Í heilbrigðri æð tekur síðan við þunnt neðanþelslag gert úr gisnum bandvef úr elastíni og kollageni með stökum sléttum vöðvafrumum. Þótt æðaþelið sé þunnt gegnir það mjög mikilvægu hlutverki í nánast öllum starfsþáttum æðarinnar. Neðanþelslagið er hins vegar helsti vettvangur æðakölkunarbreytinga þegar þær myndast.

Svokölluð innri teygjuhimna (e. lamina elastic interna) greinir innlagið frá miðlaginu sem er aðallega sléttur vöðvi. Þar er þó einnig að finna elastín og kollagen. Miðlagið er 100-350 µm að þykkt og umlukið ytri teygjuhimnunni (e. lamina elastic externa) sem aðgreinir það frá útlaginu sem er 300-500 µm að þykkt og gert úr gisnum bandvef sem tengist án afmörkunar band- og fituvef sem umlykur hjartað. Með innanæðaómskoðun má greina mismunandi lög kransæðarinnar og sjúklegar breytingar í þeim, meðal annars æðakölkunarbreytingar í innlagi snemma í meinþróuninni.[3]

Bygging kransæðar.

Æðaþel er með þynnstu himnum í líkamanum en rannsóknir með rafeindasmásjá hafa sýnt nokkuð flókna mynd af yfirborði og innri byggingu þess og einnig staðbundinn breytileika og sérhæfingu í mismunandi hlutum blóðrásarkerfisins.[4] Æðaþelsfrumur eru í náinni snertingu við streymandi blóð og stýra flutningi stærri sameinda milli blóðs og vefja eða milli blóðs og æðaveggjar þegar slagæðar eiga í hlut. Með framleiðslu lífvirkra efna eins og köfnunarefnisoxíðs, prostasýklíns, og plasmínógenhvata (e. tissue plasminogen activatior, TPA), þrombómódulíns og margra fleiri, stjórnar það æðavídd, viðnámi, bólguviðbrögðum, storkuferlum og fleira. Truflun í þessari mikilvægu starfsemi kemur við sögu í meinþróun flestra æðasjúkdóma, meðal annars æðakölkunar, háþrýstings og lungnaháþrýstings.

Tilvísanir:
  1. ^ Grey H, PL. Gray‘s Anatomy. London: Gramercy Books; 1988.
  2. ^ Grey H, PL. Gray‘s Anatomy. London: Gramercy Books; 1988.
  3. ^ Uren N, Yock P, Fitzgerald P. Intravascular ultrasound image interpretation: Normarl arteries, abnormal vessels, and atheroma types pre- and post-intervention. In Siege R, ed. Intravascular Ultrasound Imaging in Coronary Artery Disease. New York: Marcel Dekker; 1988:19-37.
  4. ^ Thorgeirsson G. Strukcture and morphological features of vascular endothelim. In: Cryer A, ed. Biochemical Interactions at the Endotherlium. Amsterdam: Elsevier Science Publishers; 1983:5-39


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni sem út kom 2016 í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi þeirra. Teikningar eru úr sömu bók. Höfundar þeirra eru Hjördís Bjartmarz (fyrri mynd) og Rúnar Steinn Skaftason (seinni mynd).

Upprunalega spurningin var svona:
Hvað heita æðarnar sem annars vegar hægri kransæð og hins vegar vinstri kransæð greinast í og hver er hringrás kransæðanna?

Höfundar

Tómas Guðbjartsson

prófessor í skurðlækningum við HÍ

Guðmundur Þorgeirsson

prófessor emeritus í lyflæknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

15.4.2019

Spyrjandi

Vaka Jóhannesdóttir

Tilvísun

Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson. „Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn, 15. apríl 2019. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60775.

Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson. (2019, 15. apríl). Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60775

Tómas Guðbjartsson og Guðmundur Þorgeirsson. „Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?“ Vísindavefurinn. 15. apr. 2019. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60775>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum?
Kransæðar eru slagæðar sem liggja á yfirborði hjartans og miðla súrefnisríku blóði til hjartavöðvans. Þær stærstu eru í kringum 2-3 mm í innra þvermáli en greinast síðan í smærri kransæðagreinar sem liggja inn í hjartavöðvann. Síðan taka við slagæðlingar (e. arterioles), hárslagæðlingar og háræðar.

Vinstri kransæð greinist skömmu eftir upptök frá ósæðarrót í tvær greinar: millisleglakvísl (e. left anterior descending artery) og umfeðmingskvísl (e. circumflex artery). Ef báðar vinstri greinarnar eru þrengdar er talað um tveggja æða sjúkdóm en ef hægri kransæð er einnig með marktækum þrengslum er talað um þriggja æða sjúkdóm. Hægri kransæð gengur út frá hægra kransæðaropi rétt ofan við hægri ósæðarlokublöðkuna og kallast þá hægri meginstofn. Hún greinist síðan í aftari millisleglakvísl (e. posterior descending artery) og aftur- og hliðlægar kvíslar. Aftari millisleglakvísl nærir oftast SA-hnútinn í rafkerfi hjartans. Kallast það hægra miðað kerfi (e. right dominant) og sést hjá um 70% sjúklinga.[1] Í 10% tilfella á aftari millisleglakvíslin upptök sín frá vinstri kransæð og kallast þá vinstri aftari millisleglakvísl og er kerfið þá sagt verið vinstra miðað (e. left dominant). Hægri kransæðin er þá yfirleitt lítil. Í 20% tilvika er hins vegar um svokallað jafnað kerfi (e. co-dominant) að ræða.[2]

Vinstri kransæð nærir vinstri slegil og er stærri en hægri kransæð sem nærir hægri slegil. Fyrsti hluti vinstri kransæðar er meginstofn (e. left main stem) og liggur aftan við lungnaslagæðina. Hann greinist síðan í umfeðmingskvísl sem liggur í skorunni á milli gátta og slegla og gefur frá sér greinar sem liggja út eftir sleglinum og kallast randkvíslar (e. marginal branches). Hin greinin, og beint framhald af meginstofni, er fremri millisleglakvísl (LAD). Hún nærir framvegg hjartans en einnig tvo þriðju hluta af sleglaskilum í gegnum svokallaðar millisleglaskiptar-kvíslar (e. septal branches). Fremri millisleglakvísl gefur frá sér greinar út á hliðarvegg hjartans og kallast þær hliðlægar kvíslar (e. diagonal branches).

Helstu kransæðar séðar að framan og að aftan á hjartanu.

Hefðbundið er að skipta vefjafræðilegri byggingu kransæða eins og annarra slagæða í þrjú lög, innlag (e. intima), miðlag (e. media) og útlag (e. adventitia). Innlagið í heilbrigðri æð er 150-200 µm að þykkt og samanstendur af æðaþelsfrumum sem liggja innst og sitja á grunnhimnu úr sérstöku kollageni. Í heilbrigðri æð tekur síðan við þunnt neðanþelslag gert úr gisnum bandvef úr elastíni og kollageni með stökum sléttum vöðvafrumum. Þótt æðaþelið sé þunnt gegnir það mjög mikilvægu hlutverki í nánast öllum starfsþáttum æðarinnar. Neðanþelslagið er hins vegar helsti vettvangur æðakölkunarbreytinga þegar þær myndast.

Svokölluð innri teygjuhimna (e. lamina elastic interna) greinir innlagið frá miðlaginu sem er aðallega sléttur vöðvi. Þar er þó einnig að finna elastín og kollagen. Miðlagið er 100-350 µm að þykkt og umlukið ytri teygjuhimnunni (e. lamina elastic externa) sem aðgreinir það frá útlaginu sem er 300-500 µm að þykkt og gert úr gisnum bandvef sem tengist án afmörkunar band- og fituvef sem umlykur hjartað. Með innanæðaómskoðun má greina mismunandi lög kransæðarinnar og sjúklegar breytingar í þeim, meðal annars æðakölkunarbreytingar í innlagi snemma í meinþróuninni.[3]

Bygging kransæðar.

Æðaþel er með þynnstu himnum í líkamanum en rannsóknir með rafeindasmásjá hafa sýnt nokkuð flókna mynd af yfirborði og innri byggingu þess og einnig staðbundinn breytileika og sérhæfingu í mismunandi hlutum blóðrásarkerfisins.[4] Æðaþelsfrumur eru í náinni snertingu við streymandi blóð og stýra flutningi stærri sameinda milli blóðs og vefja eða milli blóðs og æðaveggjar þegar slagæðar eiga í hlut. Með framleiðslu lífvirkra efna eins og köfnunarefnisoxíðs, prostasýklíns, og plasmínógenhvata (e. tissue plasminogen activatior, TPA), þrombómódulíns og margra fleiri, stjórnar það æðavídd, viðnámi, bólguviðbrögðum, storkuferlum og fleira. Truflun í þessari mikilvægu starfsemi kemur við sögu í meinþróun flestra æðasjúkdóma, meðal annars æðakölkunar, háþrýstings og lungnaháþrýstings.

Tilvísanir:
  1. ^ Grey H, PL. Gray‘s Anatomy. London: Gramercy Books; 1988.
  2. ^ Grey H, PL. Gray‘s Anatomy. London: Gramercy Books; 1988.
  3. ^ Uren N, Yock P, Fitzgerald P. Intravascular ultrasound image interpretation: Normarl arteries, abnormal vessels, and atheroma types pre- and post-intervention. In Siege R, ed. Intravascular Ultrasound Imaging in Coronary Artery Disease. New York: Marcel Dekker; 1988:19-37.
  4. ^ Thorgeirsson G. Strukcture and morphological features of vascular endothelim. In: Cryer A, ed. Biochemical Interactions at the Endotherlium. Amsterdam: Elsevier Science Publishers; 1983:5-39


Þetta svar er fengið úr Kransæðabókinni sem út kom 2016 í ritstjórn Guðmundar Þorgeirssonar og Tómasar Guðbjartssonar og birt með góðfúslegu leyfi þeirra. Teikningar eru úr sömu bók. Höfundar þeirra eru Hjördís Bjartmarz (fyrri mynd) og Rúnar Steinn Skaftason (seinni mynd).

Upprunalega spurningin var svona:
Hvað heita æðarnar sem annars vegar hægri kransæð og hins vegar vinstri kransæð greinast í og hver er hringrás kransæðanna?

...