Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans.

Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra takti og hraða hjartasláttarins. Þegar truflun verður á taktinum eða hraðanum er talað um hjartasláttartruflanir. Þær eru oftast meinlausar en geta verið óþægilegar en aðrar eru mjög alvarlegar og geta leitt til yfirliðs eða jafnvel skyndidauða.

Algengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans.

Sjúkdómur í hjartavöðvanum getur verið hjartabilun sem stafar af minnkaðri getu hjartans að dæla blóði. Oft verður hún í kjölfar kransæðastíflu þegar hjartavöðvinn skemmist en ýmsir aðrir sjúkdómar geta valdið hjartabilun eins hár blóðþrýstingur, meðfæddir hjartagallar og hjartalokusjúkdómar.

Eins getur hjartað hætt að slá vegna hjartadreps sem verður þegar kransæð lokast og hættir að flytja súrefnisríkt blóð til hjartavöðvans.

Hjartað getur einnig hætt að slá ef lungun og öndunin hættir að virka en það getur til dæmis gerst við alvarlega heila- og taugasjúkdóma eða þegar fólk er alvarlega veikt af öðrum sjúkdómum, eins og krabbameini.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

20.5.2015

Spyrjandi

Tanja Rut, f. 2002

Tilvísun

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir. „Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2015. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69689.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir. (2015, 20. maí). Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69689

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir. „Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2015. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69689>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Þegar hjartað stoppar er það þá heilanum að kenna?
Já stundum er það heilanum að kenna en langalgengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans.

Hjartað hefur sitt eigið rafkerfi sem stýrir hjartslættinum. Sérhæfðar frumur í hjartanu gefa frá sér rafboð sem stýra takti og hraða hjartasláttarins. Þegar truflun verður á taktinum eða hraðanum er talað um hjartasláttartruflanir. Þær eru oftast meinlausar en geta verið óþægilegar en aðrar eru mjög alvarlegar og geta leitt til yfirliðs eða jafnvel skyndidauða.

Algengast er að hjartað hætti að slá vegna hjartsláttartruflana sem orsakast annað hvort af sjúkdómi í hjartavöðvanum eða leiðslukerfi hjartans.

Sjúkdómur í hjartavöðvanum getur verið hjartabilun sem stafar af minnkaðri getu hjartans að dæla blóði. Oft verður hún í kjölfar kransæðastíflu þegar hjartavöðvinn skemmist en ýmsir aðrir sjúkdómar geta valdið hjartabilun eins hár blóðþrýstingur, meðfæddir hjartagallar og hjartalokusjúkdómar.

Eins getur hjartað hætt að slá vegna hjartadreps sem verður þegar kransæð lokast og hættir að flytja súrefnisríkt blóð til hjartavöðvans.

Hjartað getur einnig hætt að slá ef lungun og öndunin hættir að virka en það getur til dæmis gerst við alvarlega heila- og taugasjúkdóma eða þegar fólk er alvarlega veikt af öðrum sjúkdómum, eins og krabbameini.

Mynd:

...