Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Hvað eru hjartsláttartruflanir?

Þórdís Kristinsdóttir

Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar.

Hjartslætti er undir eðlilegum kringumstæðum stjórnað af sínushnút (e. sinus node) í hægri gátt hjartans. Sínushnúturinn er gerður úr sérhæfðum vöðvafrumum sem mynda boðspennu sem berst niður eftir hjartanu og veldur afskautun hjartavöðvafrumna og samdrætti hjartahólfa. Við samdráttinn er blóði dælt frá gáttum niður í slegla, frá hægri slegli til lungnablóðrásar og frá vinstri slegli út í líkamann. Sínushnúturinn stjórnar svokölluðum sínustakti hjartans en það er eðlilegur hjartsláttur sem sést á hjartalínuriti (EKG) sem P-bylgja, QRS-komplex og T-bylgja. Boðspenna frá sínushnúti færist hratt um gáttir hjartans og veldur afskautun og samdrætti þeirra. Á milli gátta og slegla hjartans er þéttur vefur sem stöðvar leiðni boðspennu og kemst hún aðeins í gegnum sérstakar frumur í skiptahnút, AV-hnút (e. AV-node), niður í leiðslukerfi slegla. Þar taka við His-knippi og Purkinje-þræðir sem leiða boðspennu eftir sleglum og valda afskautun og samdrætti þeirra.

Hjartsláttartruflanir geta orðið á ýmsum stöðum í sérhæfðu leiðslukerfi hjartans, auk þess sem boðspenna getur myndast í hjartavöðvafrumum utan þess.

Boðleiðslukerfi hjartans.

Helstu hjartsláttartruflanir sem valdið geta hraðtakti eru gáttatif (e. atrial fibrillation), gáttaflökt (e. atrial flutter), ofansleglahraðtaktur (e. supraventricular tachycardia), sleglahraðtaktur (e. ventricular tachycardia) og sleglatif (e. ventricular fibrillation). Þær þrjár fyrstnefndu eiga uppruna sinn í gáttum en síðustu tvær í sleglum, eins og nafnið gefur til kynna.

Í gáttatifi myndast hröð boðspenna utan sérhæfðs leiðslukerfis hjartans og veldur hraðri afskautun gátta, allt að 300 slög á mínútu. Vegna torleiðni í AV-hnútnum berst aðeins hluti þessarar boðspennu niður í slegla og því verður eiginlegur hjartsláttur óreglulegur með tíðni allt að 120-150 slög á mínútu.

Í gáttaflökti verður ákveðið hringsól boðspennu í gáttum, oftast þeirri hægri, sem veldur hraðri afskautun gátta um 300 slög mínútu og hjartsláttartíðnin um 150 slög á mínútu en með reglubundnum takti, ólíkt í gáttatifi.

Ofansleglahraðtaktur er samheiti yfir nokkrar takttruflanir sem eiga sér uppruna í gáttum vegna hringsóls í AV hnút eða vegna aukaleiðslubands milli gátta og slegla. Dæmi um ofansleglahraðtakt er gáttahraðtaktur, gáttasleglahringsól (e. atrioventricular retachycardia) og Wolf Parkinson White-heilkenni, en í því heilkenni er aukaleiðsluband milli gátta og slegla sem getur leitt boðspennu þar á milli, auk AV-hnútsins.

Sleglahraðtaktur og sleglatif orsakast af hraðri boðspennuvirkni í sleglum og þar með hröðum hjarslætti. Í þessu ástandi nær hjartað ekki að fyllast almennilega milli þess sem sleglarnir dragast saman og dælir þar af leiðandi ekki nægu blóði. Sleglahraðtaktur er skilgreindur sem þrjú eða fleiri aukaslög í röð með uppruna frá sleglum og hjartsláttartíðni 100-250 slög/mínútu. Þetta ástand getur verið langvinnt eða skammvinnt, auk þess sem það getur leitt til sleglatifs. Einkenni sleglahraðtakts eru oft þungur hjartsláttur, andþyngsli, brjóstverkur, svimi eða meðvitundarleysi. Sleglatif er tilviljanakennd rafleiðni í sleglum sem kemur fram á hjartalínuriti sem óregluleg rafvirkni og veldur engum samdrætti í sleglum og einstaklingur verður meðvitundarlaus. Þetta er mjög orkufrekt ástand og getur leitt til hjartastopps (e. asystole).

Hjartsláttartruflanir sem geta valdið hægatakti eru sjúkur sínushnútur, SSS (e. sick sinus syndrome), leiðslutöf í AV-hnút og leiðslutöf í sérhæfðu leiðslukerfi neðan hans, það er His-knippi og Pukinje-þráðum. Í SSS er eðlislægur taktur sínushnútar hægari en þörf líkamans krefst og sést það á hjartalínuriti sem flöt hjartsláttarkúrva og eyður í hjartslætti. SSS er algengt hjá eldra fólki og flestir yfir 70-75 ára hafa þetta á einhverju stigi. Einkenni fara eftir því hve hægur taktur sínushnútar er en þau geta verið svimi, þreyta, mæði, yfirlið og hjartabilun. Hægataktur sínushnútar getur verið tímabundið ástand með eðlilegri leiðni inn á milli og mörg lyf sem hægja á hjartslætti geta gert ástandið verra og kallað fram einkenni. Það er sjaldan sem hjartsláttur dettur alveg út í SSS þar sem AV-hnúturinn, sem hefur næst hraðasta boðspennutíðni, tekur við ef sínushnúturinn starfar ekki rétt í lengri tíma.

Leiðslutöf í AV hnút kallast AV-blokk og er skipt í gráður 1-3 eftir alvarleika. Í 1° blokk lengist tíminn milli afskautunar gátta og slegla vegna tregrar leiðni í AV-hnút og veldur það lengingu á PR-bili á hjartalínuriti en oftast ekki einkennum. Í þessum tilfellum skal þó forðast lyf sem hægja á hjartslætti enn frekar. Við 2° blokk detta einstaka slög út í hjartslætti og eru til tvær undirgerðir þar sem að önnur gerðin veldur frekar einkennum en hin en það er þá helst svimi og yfirlið. Í 3° AV-blokk eru engin tengsl á milli gátta og slegla og því engin tengsl á milli P-takka og QRS-komplexa á hjartalínuriti. Í þessu tilfelli tekur sérhæft leiðslukerfi slegla við en eðlislæg boðspennutíðni þess er mun hægari og veldur þar með hægari hjartslætti og hjartað dælir minna blóði á mínútu.

Við SSS með einkennum, 2° AV-blokk með einkennum og 3° AV-blokk er meðferð oftast ísetning varanlegs gangráðs. Rafleysa getur komið fram en það er þegar engin rafleiðni er í hjartanu og missir þá einstaklingur meðvitund eftir 5-7 sekúndur. Þetta ástand getur varað í allt að 30 sekúndur hjá fólki með SSS en kemur einnig í hjartastoppi, oft í kjölfar sleglatifs.

Rafvending getur komið hjartslætti í reglulegan takt aftur.

Hjartsláttartruflanir eru greindar með hjartalínuriti en þar sem sumar þeirra koma aðeins fram af og til er stundum brugðið á það ráð að tengja sjúkling við svokallaðan Holter-sírita, oftast í sólarhring, sem skráir stöðugt hjartalínurit. Ef sjúklingur finnur fyrir einkennum skráir hann það niður og eftir á er farið yfir hjartalínuritið og athugað hvort hjartsláttartruflanir sjáist og þá hvort þær fari saman við einkenni sem komu fram. Einnig er hægt að láta fólk reyna á sig meðan það er tengt hjartalínuriti og athuga hvort áreynslan kalli fram takttruflanir.

Meðferð hjartsláttartruflana fer eftir eðli, einkennum og undirliggjandi orsökum truflana. Elektrólýtatruflanir og röng lyfjagjöf eru dæmi um undirliggjandi orsakir hjartasláttartruflana sem má leiðrétta og getur það nægt til þess að laga truflunina. Í öðrum tilfellum má beita lyfjum sem hraða eða hægja á hjartslætti, koma fyrir gangráði eða nota rafstuð til þess að núllstilla leiðslukerfi hjartans í von um að koma aftur á sínus takti. Við gáttatifi og gáttaflökti eru einnig til inngripsmeiri aðgerðir þar sem með þræðingartækni er brennt fyrir þann hluta hjartavefs sem myndar óeðlilega boðspennu.

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.4.2014

Spyrjandi

Friðrik Friðriksson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað eru hjartsláttartruflanir?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2014. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=20274.

Þórdís Kristinsdóttir. (2014, 7. apríl). Hvað eru hjartsláttartruflanir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=20274

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað eru hjartsláttartruflanir?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2014. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=20274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hjartsláttartruflanir?
Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar.

Hjartslætti er undir eðlilegum kringumstæðum stjórnað af sínushnút (e. sinus node) í hægri gátt hjartans. Sínushnúturinn er gerður úr sérhæfðum vöðvafrumum sem mynda boðspennu sem berst niður eftir hjartanu og veldur afskautun hjartavöðvafrumna og samdrætti hjartahólfa. Við samdráttinn er blóði dælt frá gáttum niður í slegla, frá hægri slegli til lungnablóðrásar og frá vinstri slegli út í líkamann. Sínushnúturinn stjórnar svokölluðum sínustakti hjartans en það er eðlilegur hjartsláttur sem sést á hjartalínuriti (EKG) sem P-bylgja, QRS-komplex og T-bylgja. Boðspenna frá sínushnúti færist hratt um gáttir hjartans og veldur afskautun og samdrætti þeirra. Á milli gátta og slegla hjartans er þéttur vefur sem stöðvar leiðni boðspennu og kemst hún aðeins í gegnum sérstakar frumur í skiptahnút, AV-hnút (e. AV-node), niður í leiðslukerfi slegla. Þar taka við His-knippi og Purkinje-þræðir sem leiða boðspennu eftir sleglum og valda afskautun og samdrætti þeirra.

Hjartsláttartruflanir geta orðið á ýmsum stöðum í sérhæfðu leiðslukerfi hjartans, auk þess sem boðspenna getur myndast í hjartavöðvafrumum utan þess.

Boðleiðslukerfi hjartans.

Helstu hjartsláttartruflanir sem valdið geta hraðtakti eru gáttatif (e. atrial fibrillation), gáttaflökt (e. atrial flutter), ofansleglahraðtaktur (e. supraventricular tachycardia), sleglahraðtaktur (e. ventricular tachycardia) og sleglatif (e. ventricular fibrillation). Þær þrjár fyrstnefndu eiga uppruna sinn í gáttum en síðustu tvær í sleglum, eins og nafnið gefur til kynna.

Í gáttatifi myndast hröð boðspenna utan sérhæfðs leiðslukerfis hjartans og veldur hraðri afskautun gátta, allt að 300 slög á mínútu. Vegna torleiðni í AV-hnútnum berst aðeins hluti þessarar boðspennu niður í slegla og því verður eiginlegur hjartsláttur óreglulegur með tíðni allt að 120-150 slög á mínútu.

Í gáttaflökti verður ákveðið hringsól boðspennu í gáttum, oftast þeirri hægri, sem veldur hraðri afskautun gátta um 300 slög mínútu og hjartsláttartíðnin um 150 slög á mínútu en með reglubundnum takti, ólíkt í gáttatifi.

Ofansleglahraðtaktur er samheiti yfir nokkrar takttruflanir sem eiga sér uppruna í gáttum vegna hringsóls í AV hnút eða vegna aukaleiðslubands milli gátta og slegla. Dæmi um ofansleglahraðtakt er gáttahraðtaktur, gáttasleglahringsól (e. atrioventricular retachycardia) og Wolf Parkinson White-heilkenni, en í því heilkenni er aukaleiðsluband milli gátta og slegla sem getur leitt boðspennu þar á milli, auk AV-hnútsins.

Sleglahraðtaktur og sleglatif orsakast af hraðri boðspennuvirkni í sleglum og þar með hröðum hjarslætti. Í þessu ástandi nær hjartað ekki að fyllast almennilega milli þess sem sleglarnir dragast saman og dælir þar af leiðandi ekki nægu blóði. Sleglahraðtaktur er skilgreindur sem þrjú eða fleiri aukaslög í röð með uppruna frá sleglum og hjartsláttartíðni 100-250 slög/mínútu. Þetta ástand getur verið langvinnt eða skammvinnt, auk þess sem það getur leitt til sleglatifs. Einkenni sleglahraðtakts eru oft þungur hjartsláttur, andþyngsli, brjóstverkur, svimi eða meðvitundarleysi. Sleglatif er tilviljanakennd rafleiðni í sleglum sem kemur fram á hjartalínuriti sem óregluleg rafvirkni og veldur engum samdrætti í sleglum og einstaklingur verður meðvitundarlaus. Þetta er mjög orkufrekt ástand og getur leitt til hjartastopps (e. asystole).

Hjartsláttartruflanir sem geta valdið hægatakti eru sjúkur sínushnútur, SSS (e. sick sinus syndrome), leiðslutöf í AV-hnút og leiðslutöf í sérhæfðu leiðslukerfi neðan hans, það er His-knippi og Pukinje-þráðum. Í SSS er eðlislægur taktur sínushnútar hægari en þörf líkamans krefst og sést það á hjartalínuriti sem flöt hjartsláttarkúrva og eyður í hjartslætti. SSS er algengt hjá eldra fólki og flestir yfir 70-75 ára hafa þetta á einhverju stigi. Einkenni fara eftir því hve hægur taktur sínushnútar er en þau geta verið svimi, þreyta, mæði, yfirlið og hjartabilun. Hægataktur sínushnútar getur verið tímabundið ástand með eðlilegri leiðni inn á milli og mörg lyf sem hægja á hjartslætti geta gert ástandið verra og kallað fram einkenni. Það er sjaldan sem hjartsláttur dettur alveg út í SSS þar sem AV-hnúturinn, sem hefur næst hraðasta boðspennutíðni, tekur við ef sínushnúturinn starfar ekki rétt í lengri tíma.

Leiðslutöf í AV hnút kallast AV-blokk og er skipt í gráður 1-3 eftir alvarleika. Í 1° blokk lengist tíminn milli afskautunar gátta og slegla vegna tregrar leiðni í AV-hnút og veldur það lengingu á PR-bili á hjartalínuriti en oftast ekki einkennum. Í þessum tilfellum skal þó forðast lyf sem hægja á hjartslætti enn frekar. Við 2° blokk detta einstaka slög út í hjartslætti og eru til tvær undirgerðir þar sem að önnur gerðin veldur frekar einkennum en hin en það er þá helst svimi og yfirlið. Í 3° AV-blokk eru engin tengsl á milli gátta og slegla og því engin tengsl á milli P-takka og QRS-komplexa á hjartalínuriti. Í þessu tilfelli tekur sérhæft leiðslukerfi slegla við en eðlislæg boðspennutíðni þess er mun hægari og veldur þar með hægari hjartslætti og hjartað dælir minna blóði á mínútu.

Við SSS með einkennum, 2° AV-blokk með einkennum og 3° AV-blokk er meðferð oftast ísetning varanlegs gangráðs. Rafleysa getur komið fram en það er þegar engin rafleiðni er í hjartanu og missir þá einstaklingur meðvitund eftir 5-7 sekúndur. Þetta ástand getur varað í allt að 30 sekúndur hjá fólki með SSS en kemur einnig í hjartastoppi, oft í kjölfar sleglatifs.

Rafvending getur komið hjartslætti í reglulegan takt aftur.

Hjartsláttartruflanir eru greindar með hjartalínuriti en þar sem sumar þeirra koma aðeins fram af og til er stundum brugðið á það ráð að tengja sjúkling við svokallaðan Holter-sírita, oftast í sólarhring, sem skráir stöðugt hjartalínurit. Ef sjúklingur finnur fyrir einkennum skráir hann það niður og eftir á er farið yfir hjartalínuritið og athugað hvort hjartsláttartruflanir sjáist og þá hvort þær fari saman við einkenni sem komu fram. Einnig er hægt að láta fólk reyna á sig meðan það er tengt hjartalínuriti og athuga hvort áreynslan kalli fram takttruflanir.

Meðferð hjartsláttartruflana fer eftir eðli, einkennum og undirliggjandi orsökum truflana. Elektrólýtatruflanir og röng lyfjagjöf eru dæmi um undirliggjandi orsakir hjartasláttartruflana sem má leiðrétta og getur það nægt til þess að laga truflunina. Í öðrum tilfellum má beita lyfjum sem hraða eða hægja á hjartslætti, koma fyrir gangráði eða nota rafstuð til þess að núllstilla leiðslukerfi hjartans í von um að koma aftur á sínus takti. Við gáttatifi og gáttaflökti eru einnig til inngripsmeiri aðgerðir þar sem með þræðingartækni er brennt fyrir þann hluta hjartavefs sem myndar óeðlilega boðspennu.

Myndir:

...