Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?

Þórdís Kristinsdóttir

Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði.

Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar frumur í efri hægri hluta hægri gáttar mynda boðspennu. Þessar frumur mynda náttúrlegan gangráð hjartans, svokallaðan sínushnút (e. SA-node). Boðspennan færist hratt um gáttirnar sem dragast saman og dæla blóði niður í slegla. Á milli efri og neðri hólfa hjartans er veggur úr þéttum vef sem stöðva boðspennuna. Hún fer því í gegnum sérstakar frumur í skiptihnút (e. AV-node) og þaðan niður eftir sleglunum sem síðan dragast saman. Hægri slegill dælir súrefnissnauðu blóði til lungna en sá vinstri dælir súrefnisríku blóði út í líkamann.

Hjartsláttartíðni fer eftir tíðni boðspenna. Tvær gerðir hjartaboðspenna eru gangráðsboðspenna í gangráði eða skiptahnúti sem eru úr ummynduðum vöðvafrumum og vövafrumuboðspenna í vöðvafrumum gátta og slegla. Þær frumur sem hafa hæsta tíðni stjórna boðspennuhraða. Við eðlilegar kringumstæður eru þetta frumur í sínushnúti en ef boðspennutíðni þeirra er of hæg geta aðrar frumur, til dæmis í skiptihnút tekið yfir. Ef mikið bregður út af þarf síðan að fá utanaðkomandi hjálp.

Gervigangráður er tæki sem notar rafspennu sem berst með rafskautum tengdu hjartanu til þess að stjórna hjartslætti.

Ef meðfæddur gangráður hjartans eða leiðslukerfi þess bilar þarf stundum að setja nýjan gangráð í einstakling til að tryggja eðlilegan hjartslátt. Ástæður fyrir óeðlilegum hjartslætti geta til dæmis verið of hægur náttúrlegur gangráður eða einhvers konar stífla í leiðslukerfi hjartans. Á meðan á hjartsláttartruflunum stendur getur hjartað ekki alltaf dælt nægu blóði til líkamans og veldur það þreytu og andnauð eða jafnvel yfirliði. Gangráður getur hraðað of hægum hjartslætti, stjórnað óvenjulegum hjartslætti, séð til þess að sleglar dragist eðlilega saman ef gáttirnar flökta (gáttaflökt, e. atrial fibrillation), samhæft boðspennur milli efri og neðri hvolfa hjartans eða milli hægri og vinstri slegils og stjórnað hættulegum hjartsláttartruflunum. Gangráður hefur aftur á móti ekki áhrif á of hraðan hjartslátt.

Gervigangráður er tæki sem notar rafspennu sem berst með rafskautum tengdu hjartanu til þess að stjórna hjartslætti. Hann kemur því í raun í stað sérhæfðu vöðvafrumanna í náttúrlegum gangráði hjartans. Tækið samanstendur af rafhlöðu, tölvustýrðum rafal og leiðslu með rafskautum á öðrum enda. Rafhlaðan og rafallinn eru inni í litlum málmkassa en leiðslurnar tengja tækið við hjartað. Ýmist liggja ein eða tvær leiðslur frá rafhlöðu hans eftir bláæð, niður í hægri gátt og áfram niður í hægri slegil. Í ákveðnum tilvikum er notaður svokallaður tvíhólfa gangráður og þá er þriðju leiðslunni komið fyrir í vinstri slegli. Rafskautin skynja rafvirkni hjartans og senda upplýsingar til tölvunnar í rafalnum. Nýir gangráðar geta einnig fylgst með hitastigi blóðs, öndunartíðni og fleiri þáttum og aðlagað hjartsláttartíðni að breytingum í líkamsvirkni. Verði hjartslátturinn óeðlilega hægur grípur gangráðurinn inn í, sendir rafboð til hjartans og kemur í veg fyrir svima og yfirlið. Þannig getur gangráður samræmt starfsemi heilahólfanna og aðlagað hjartsláttarhraða í samræmi við þarfir sjúklings.

Tvær meginaðferðir eru notaðar til að stilla gangráð. Þær eru þarfastilling (e. demand pacing) og hraðanæmisstilling (e. rate-responsive pacing). Gangráður sem er stilltur eftir þörfum fylgist með takti hjartans og sendir aðeins rafboð ef hjartsláttur er of hægur eða hjartað sleppir úr slagi. Hraðanæmur gangráður aftur á móti hraðar eða hægir á sér eftir líkamlegri virkni einstaklings. Hann fylgist með tíðni boða frá náttúrlegum gangráði, andardrætti, hitastigi blóðs og fleiri þáttum sem segja til um líkamlega virkni. Flestir sem þurfa stöðuga hjartsláttarstjórn gervigangráðs eru með hraðanæmisstilltan gangráð.

Gangráðsísetning er gerð í staðdeyfingu og tekur um eina klukkustund. Þeir sem eru á blóðþynningarlyfjunum Plavix eða Kóvartöflum þurfa að hætta á þeim fyrir aðgerð í samráði við lækni og ekki má taka hjartamagnýl að morgni aðgerðardags. Sjúklingur þarf að vera fastandi frá miðnætti kvöldið fyrir aðgerðardag. Á meðan á aðgerð stendur er fylgst með hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismagni í blóði sjúklings.

Fyrir útskrift sjúklings þarf að taka röntgenmynd til að athuga staðsetningu gangráðsins.

Aðgerðin sjálf fer þannig fram að fyrst er nál stungið í stóra bláæð nálægt öxl og hún notuð til að þræða gangráðsleiðslurnar inn í bláæðina og á réttan stað á hjartanu með hjálp sérstakra röntgenmynda. Þegar þær eru komnar á réttan stað er lítill skurður gerður neðan við viðbein, oftast hægra megin, og gervigangráðurinn er settur undir húðina í eins konar vasa og tengdur við leiðslurnar. Skurðinum er svo oftast lokað með saum sem eyðist með tímanum og vatnsþéttar en ekki loftþéttar umbúðir eru settar yfir skurðinn. Aðgerðin er yfirleitt sársaukalítil og henni fylgir lítil áhætta.

Eftir aðgerð þarf að liggja á bakinu í 4 klukkustundir og yfirleitt liggja sjúklingar inni í sólahring. Fylgst er með hjartslætti í hjartarafsjá. Fyrir útskrift er tekið hjartalínurit og röntgenmynd til að athuga staðsetningu gangráðsins. Við útskriftina er fyrsta gagnráðseftirlit og hjartagangráðurinn er mældur og stilltur. Næsta gangráðseftirlit er 7-10 dögum seinna og þá eru umbúðir teknar af skurðinum auk þess sem einstaklingar fá skírteini með öllum upplýsingum um gangráðinn sem þeir skulu alltaf hafa á sér. Ef allt hefur gengið vel er einstaklingum sem ekki vinna erfiðisvinnu óhætt að fara að vinna eftir þetta eftirlit. Næstu fjórar vikur eftir aðgerð má ekki lyfta höndinni gangráðsmegin upp fyrir höfuð af hættu við að eitthvað færist úr stað en hinn handlegginn má hreyfa að vild.

Rafhlöður gervigangráðs endast yfirleitt í 5-10 ár eftir tegundum og þegar rafhlöðurnar fara að gefa sig finnur viðkomandi fyrir því að hjartslátturinn verður hægari. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsleiðslur.

Gervigangráður kemur oftast ekki í veg fyrir að fólk geti lifað eðlilegu lífi. Hann á ekki að hafa áhrif á getu til að stunda vinnu eða líkamsrækt og öll rafknúin heimilistæki má nota áhættulaust. Farsímanotkun er einnig í lagi en símann skal hafa í minnst 7 cm fjarlægð frá gangráði. Stöðugt eftirlit er þó nauðsynlegt og þess ber að gæta að skipta reglulega um rafhlöður.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.3.2012

Spyrjandi

Silja og Sólrún

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2012. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24837.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 1. mars). Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24837

Þórdís Kristinsdóttir. „Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2012. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24837>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt okkur allt um gervigangráð og gangráðsísetningar?
Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að hjartað dregst saman og dælir blóði.

Hjartað er gert úr fjórum hólfum, tveimur gáttum og tveimur sleglum. Hver hjartsláttur hefst með því að sjálfvirkar frumur í efri hægri hluta hægri gáttar mynda boðspennu. Þessar frumur mynda náttúrlegan gangráð hjartans, svokallaðan sínushnút (e. SA-node). Boðspennan færist hratt um gáttirnar sem dragast saman og dæla blóði niður í slegla. Á milli efri og neðri hólfa hjartans er veggur úr þéttum vef sem stöðva boðspennuna. Hún fer því í gegnum sérstakar frumur í skiptihnút (e. AV-node) og þaðan niður eftir sleglunum sem síðan dragast saman. Hægri slegill dælir súrefnissnauðu blóði til lungna en sá vinstri dælir súrefnisríku blóði út í líkamann.

Hjartsláttartíðni fer eftir tíðni boðspenna. Tvær gerðir hjartaboðspenna eru gangráðsboðspenna í gangráði eða skiptahnúti sem eru úr ummynduðum vöðvafrumum og vövafrumuboðspenna í vöðvafrumum gátta og slegla. Þær frumur sem hafa hæsta tíðni stjórna boðspennuhraða. Við eðlilegar kringumstæður eru þetta frumur í sínushnúti en ef boðspennutíðni þeirra er of hæg geta aðrar frumur, til dæmis í skiptihnút tekið yfir. Ef mikið bregður út af þarf síðan að fá utanaðkomandi hjálp.

Gervigangráður er tæki sem notar rafspennu sem berst með rafskautum tengdu hjartanu til þess að stjórna hjartslætti.

Ef meðfæddur gangráður hjartans eða leiðslukerfi þess bilar þarf stundum að setja nýjan gangráð í einstakling til að tryggja eðlilegan hjartslátt. Ástæður fyrir óeðlilegum hjartslætti geta til dæmis verið of hægur náttúrlegur gangráður eða einhvers konar stífla í leiðslukerfi hjartans. Á meðan á hjartsláttartruflunum stendur getur hjartað ekki alltaf dælt nægu blóði til líkamans og veldur það þreytu og andnauð eða jafnvel yfirliði. Gangráður getur hraðað of hægum hjartslætti, stjórnað óvenjulegum hjartslætti, séð til þess að sleglar dragist eðlilega saman ef gáttirnar flökta (gáttaflökt, e. atrial fibrillation), samhæft boðspennur milli efri og neðri hvolfa hjartans eða milli hægri og vinstri slegils og stjórnað hættulegum hjartsláttartruflunum. Gangráður hefur aftur á móti ekki áhrif á of hraðan hjartslátt.

Gervigangráður er tæki sem notar rafspennu sem berst með rafskautum tengdu hjartanu til þess að stjórna hjartslætti. Hann kemur því í raun í stað sérhæfðu vöðvafrumanna í náttúrlegum gangráði hjartans. Tækið samanstendur af rafhlöðu, tölvustýrðum rafal og leiðslu með rafskautum á öðrum enda. Rafhlaðan og rafallinn eru inni í litlum málmkassa en leiðslurnar tengja tækið við hjartað. Ýmist liggja ein eða tvær leiðslur frá rafhlöðu hans eftir bláæð, niður í hægri gátt og áfram niður í hægri slegil. Í ákveðnum tilvikum er notaður svokallaður tvíhólfa gangráður og þá er þriðju leiðslunni komið fyrir í vinstri slegli. Rafskautin skynja rafvirkni hjartans og senda upplýsingar til tölvunnar í rafalnum. Nýir gangráðar geta einnig fylgst með hitastigi blóðs, öndunartíðni og fleiri þáttum og aðlagað hjartsláttartíðni að breytingum í líkamsvirkni. Verði hjartslátturinn óeðlilega hægur grípur gangráðurinn inn í, sendir rafboð til hjartans og kemur í veg fyrir svima og yfirlið. Þannig getur gangráður samræmt starfsemi heilahólfanna og aðlagað hjartsláttarhraða í samræmi við þarfir sjúklings.

Tvær meginaðferðir eru notaðar til að stilla gangráð. Þær eru þarfastilling (e. demand pacing) og hraðanæmisstilling (e. rate-responsive pacing). Gangráður sem er stilltur eftir þörfum fylgist með takti hjartans og sendir aðeins rafboð ef hjartsláttur er of hægur eða hjartað sleppir úr slagi. Hraðanæmur gangráður aftur á móti hraðar eða hægir á sér eftir líkamlegri virkni einstaklings. Hann fylgist með tíðni boða frá náttúrlegum gangráði, andardrætti, hitastigi blóðs og fleiri þáttum sem segja til um líkamlega virkni. Flestir sem þurfa stöðuga hjartsláttarstjórn gervigangráðs eru með hraðanæmisstilltan gangráð.

Gangráðsísetning er gerð í staðdeyfingu og tekur um eina klukkustund. Þeir sem eru á blóðþynningarlyfjunum Plavix eða Kóvartöflum þurfa að hætta á þeim fyrir aðgerð í samráði við lækni og ekki má taka hjartamagnýl að morgni aðgerðardags. Sjúklingur þarf að vera fastandi frá miðnætti kvöldið fyrir aðgerðardag. Á meðan á aðgerð stendur er fylgst með hjartslætti, blóðþrýstingi og súrefnismagni í blóði sjúklings.

Fyrir útskrift sjúklings þarf að taka röntgenmynd til að athuga staðsetningu gangráðsins.

Aðgerðin sjálf fer þannig fram að fyrst er nál stungið í stóra bláæð nálægt öxl og hún notuð til að þræða gangráðsleiðslurnar inn í bláæðina og á réttan stað á hjartanu með hjálp sérstakra röntgenmynda. Þegar þær eru komnar á réttan stað er lítill skurður gerður neðan við viðbein, oftast hægra megin, og gervigangráðurinn er settur undir húðina í eins konar vasa og tengdur við leiðslurnar. Skurðinum er svo oftast lokað með saum sem eyðist með tímanum og vatnsþéttar en ekki loftþéttar umbúðir eru settar yfir skurðinn. Aðgerðin er yfirleitt sársaukalítil og henni fylgir lítil áhætta.

Eftir aðgerð þarf að liggja á bakinu í 4 klukkustundir og yfirleitt liggja sjúklingar inni í sólahring. Fylgst er með hjartslætti í hjartarafsjá. Fyrir útskrift er tekið hjartalínurit og röntgenmynd til að athuga staðsetningu gangráðsins. Við útskriftina er fyrsta gagnráðseftirlit og hjartagangráðurinn er mældur og stilltur. Næsta gangráðseftirlit er 7-10 dögum seinna og þá eru umbúðir teknar af skurðinum auk þess sem einstaklingar fá skírteini með öllum upplýsingum um gangráðinn sem þeir skulu alltaf hafa á sér. Ef allt hefur gengið vel er einstaklingum sem ekki vinna erfiðisvinnu óhætt að fara að vinna eftir þetta eftirlit. Næstu fjórar vikur eftir aðgerð má ekki lyfta höndinni gangráðsmegin upp fyrir höfuð af hættu við að eitthvað færist úr stað en hinn handlegginn má hreyfa að vild.

Rafhlöður gervigangráðs endast yfirleitt í 5-10 ár eftir tegundum og þegar rafhlöðurnar fara að gefa sig finnur viðkomandi fyrir því að hjartslátturinn verður hægari. Þegar skipt er um rafhlöður fer það fram eins og ígræðsla hjartagangráðs en oftast þarf fólk ekki að liggja inni yfir nótt nema skipta þurfi um gangráðsleiðslur.

Gervigangráður kemur oftast ekki í veg fyrir að fólk geti lifað eðlilegu lífi. Hann á ekki að hafa áhrif á getu til að stunda vinnu eða líkamsrækt og öll rafknúin heimilistæki má nota áhættulaust. Farsímanotkun er einnig í lagi en símann skal hafa í minnst 7 cm fjarlægð frá gangráði. Stöðugt eftirlit er þó nauðsynlegt og þess ber að gæta að skipta reglulega um rafhlöður.

Heimildir:

Myndir:

...