Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Magnús Jóhannsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?
Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting.

Á sama hátt og lögmál Ohms segir okkur að rafspenna sé margfeldið af rafstraum og viðnámi, er blóðþrýstingurinn margfeldið af því blóðmagni sem hjartað dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins.

Þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í ósæðina, meginslagæð líkamans, hækkar þrýstingurinn í slagæðunum og nær hámarki við lok hjartasamdráttarins; þetta eru efri mörk blóðþrýstingsins. Á meðan hjartað hvílist milli samdrátta rennur blóðið út eftir slagæðakerfinu. Við það lækkar slagæðaþrýstingurinn og nær lágmarki rétt áður en hjartað dregst saman næst; þetta eru neðri mörk blóðþrýstingsins.

Hár blóðþrýstingur er í raun ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað.

Blóðþrýstingur er því ávallt gefinn upp sem tvær tölur, efri mörk og neðri mörk, og einingin sem enn er notuð er mm Hg (millimetrar kvikasilfurs).

Eðlilegt er að efri mörk blóðþrýstings séu undir 130 og neðri mörk undir 85. Ef efri mörkin eru 140 eða yfir eða ef neðri mörkin eru 90 eða þar yfir er talað um að viðkomandi sé með háan blóðþrýsting, öðru nafni háþrýsting.

Hár blóðþrýstingur er í raun ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað. Vitað er að erfðir skipta miklu máli, barn sem á báða foreldra með háþrýsting er til dæmis í verulegri hættu að fá sjúkdóminn. Ýmsir umhverfisþættir skipta líka máli, til dæmis hækka offita, reykingar og mikil áfengisneysla blóðþrýstinginn. Háþrýstingur er algengur, í Evrópu og Norður-Ameríku fá 10-20% fólks þennan sjúkdóm. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 25 til 55 ára og hann er sjaldgæfur fyrir tvítugt.

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli Magnúsar Jóhannssonar læknis Hjartað og blóðþrýstingurinn sem er að finna á heimasíðu hans og birt hér með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér pistilinn í heild sinni. Einnig er víða á netinu að finna umfjöllun um blóðþrýsting, til dæmis á Lyfja.is.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

16.11.2004

Spyrjandi

Magnús Jakobsson, f. 1985

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2004, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4614.

Magnús Jóhannsson. (2004, 16. nóvember). Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4614

Magnús Jóhannsson. „Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2004. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4614>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls?
Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting.

Á sama hátt og lögmál Ohms segir okkur að rafspenna sé margfeldið af rafstraum og viðnámi, er blóðþrýstingurinn margfeldið af því blóðmagni sem hjartað dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins.

Þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í ósæðina, meginslagæð líkamans, hækkar þrýstingurinn í slagæðunum og nær hámarki við lok hjartasamdráttarins; þetta eru efri mörk blóðþrýstingsins. Á meðan hjartað hvílist milli samdrátta rennur blóðið út eftir slagæðakerfinu. Við það lækkar slagæðaþrýstingurinn og nær lágmarki rétt áður en hjartað dregst saman næst; þetta eru neðri mörk blóðþrýstingsins.

Hár blóðþrýstingur er í raun ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað.

Blóðþrýstingur er því ávallt gefinn upp sem tvær tölur, efri mörk og neðri mörk, og einingin sem enn er notuð er mm Hg (millimetrar kvikasilfurs).

Eðlilegt er að efri mörk blóðþrýstings séu undir 130 og neðri mörk undir 85. Ef efri mörkin eru 140 eða yfir eða ef neðri mörkin eru 90 eða þar yfir er talað um að viðkomandi sé með háan blóðþrýsting, öðru nafni háþrýsting.

Hár blóðþrýstingur er í raun ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni en um sjúkdóminn sem veldur þessu er ekki mikið vitað. Vitað er að erfðir skipta miklu máli, barn sem á báða foreldra með háþrýsting er til dæmis í verulegri hættu að fá sjúkdóminn. Ýmsir umhverfisþættir skipta líka máli, til dæmis hækka offita, reykingar og mikil áfengisneysla blóðþrýstinginn. Háþrýstingur er algengur, í Evrópu og Norður-Ameríku fá 10-20% fólks þennan sjúkdóm. Flestir fá sjúkdóminn á aldrinum 25 til 55 ára og hann er sjaldgæfur fyrir tvítugt.

Þetta svar er stytt útgáfa af pistli Magnúsar Jóhannssonar læknis Hjartað og blóðþrýstingurinn sem er að finna á heimasíðu hans og birt hér með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér pistilinn í heild sinni. Einnig er víða á netinu að finna umfjöllun um blóðþrýsting, til dæmis á Lyfja.is.

Mynd:...