Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?

Jóhannes Björnsson

Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varnaðarorð gleymdust í um það bil tvær aldir, þar til fljótlega eftir heimsstyrjöldina síðari.

Þegar eru þekkt um það bil 4000 mismunandi efni í sígarettureyk, þar af minnsta kosti 40 sem vitað er að valdi krabbameini. Þessi efni ýmist koma krabbameinsvextinum af stað og/eða viðhalda honum. Reykingatengt krabbamein er algengast í þeim líffærum sem tóbaksreykur kemst í mestu snertingu við, það er að segja í vörum, munnholi og öndunarvegum, þar með talið barka og lungum.



Árlega greinast um það bil 100 Íslendingar með lungnakrabbamein og er óhætt að fullyrða, að að minnsta kosti 85 þeirra megi rekja til reykinga. Eftirtaldir þættir auka áhættuna á krabbameini vegna reykinga:
  1. Aldur við upphaf reykinga, það er að segja áhættan eykst því fyrr á ævinni sem byrjað er að reykja.
  2. Árafjöldinn sem reykt er.
  3. Reykingamagn, til dæmis fjöldi sígaretta á dag.
Þótt öndunarvegir séu fyrst og fremst þau líffæri sem reykingakrabbamein myndast í, hefur sígarettureykur krabbameinsvaldandi áhrif á ýmis líffæri mannslíkamans. Þannig valda reykingar krabbameinum í vélinda, brisi og þvagblöðru. Vísindarannsóknir benda einnig til þess að reykingafólk sé í meiri hættu en þeir sem ekki reykja á að fá krabbamein í brjóst, legháls, lifur og blóðmyndandi vef (hvítblæði).

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um krabbamein og reykingar, til dæmis:

Mynd: University of Michigan Health System

Höfundur

prófessor við læknadeild HÍ, forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði

Útgáfudagur

1.2.2005

Spyrjandi

Eysteinn Eiríksson, f. 1991

Tilvísun

Jóhannes Björnsson. „Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2005, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4736.

Jóhannes Björnsson. (2005, 1. febrúar). Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4736

Jóhannes Björnsson. „Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2005. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4736>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær fólk krabbamein ef það reykir?
Tóbak var fyrst flutt frá Vesturálfu til Evrópu, fyrst og fremst Spánar og Portúgals, á miðri 16. öld. Einni öld síðar var notkun þess orðin almenn í Vestur-Evrópu. Fljótlega varð ljós skaðsemi tóbaks og þegar um miðja 18. öld birtust varnaðarorð um efnið, þar á meðal krabbameinsvaldandi verkun þess. Þessi varnaðarorð gleymdust í um það bil tvær aldir, þar til fljótlega eftir heimsstyrjöldina síðari.

Þegar eru þekkt um það bil 4000 mismunandi efni í sígarettureyk, þar af minnsta kosti 40 sem vitað er að valdi krabbameini. Þessi efni ýmist koma krabbameinsvextinum af stað og/eða viðhalda honum. Reykingatengt krabbamein er algengast í þeim líffærum sem tóbaksreykur kemst í mestu snertingu við, það er að segja í vörum, munnholi og öndunarvegum, þar með talið barka og lungum.



Árlega greinast um það bil 100 Íslendingar með lungnakrabbamein og er óhætt að fullyrða, að að minnsta kosti 85 þeirra megi rekja til reykinga. Eftirtaldir þættir auka áhættuna á krabbameini vegna reykinga:
  1. Aldur við upphaf reykinga, það er að segja áhættan eykst því fyrr á ævinni sem byrjað er að reykja.
  2. Árafjöldinn sem reykt er.
  3. Reykingamagn, til dæmis fjöldi sígaretta á dag.
Þótt öndunarvegir séu fyrst og fremst þau líffæri sem reykingakrabbamein myndast í, hefur sígarettureykur krabbameinsvaldandi áhrif á ýmis líffæri mannslíkamans. Þannig valda reykingar krabbameinum í vélinda, brisi og þvagblöðru. Vísindarannsóknir benda einnig til þess að reykingafólk sé í meiri hættu en þeir sem ekki reykja á að fá krabbamein í brjóst, legháls, lifur og blóðmyndandi vef (hvítblæði).

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um krabbamein og reykingar, til dæmis:

Mynd: University of Michigan Health System ...