Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og mjög eitrað þar sem einungis 2-3 dropar af hreinu efni geta reynst banvænn skammtur.

Nikótín er aðeins eitt fjölmargra efna sem finnast í tóbaki. Það er mjög vanabindandi bæði andlega og líkamlega og án þess væri tóbaksneysla lítt eftirsóknarverð. Þegar rætt er um skaðsemi tóbaks beinist athyglin oft að öðrum efnum en nikótíni þar sem þau valda meiri skaða. Þeir sem nota tóbak verða hins vegar að neyta þeirra efna með nikótíninu hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Algengast er að tóbak sé reykt en munntóbak og neftóbak eru einnig þekkt. Í textanum hér á eftir er gengið út frá því að tóbak sé reykt.

Þegar nikótíni er andað ofan í lungun sogast það hratt út í blóðið og dreifist um allan líkamann á mjög skömmum tíma. Nikótín hverfur úr líkamanum með þvagi en áður en nýrun geta þveitt því þarf það fyrst að umbreytast í lifrinni. Eftir að lifrarensím hafa breytt nikótíni í minna eitrað efni er það sett út í blóðið og berst með því til nýrna sem koma því í þvagið og þannig út úr líkamanum.

Nikótín hefur öfluga örvandi verkun á allt taugakerfið, þar með talið heila og mænu. Nikótín hefur beina örvandi verkun á viðtaka taugunga (taugafrumna) sem leiðir til losunar ýmissa boðefna og hormóna, til dæmis endorfíns, adrenalíns og vaxtarhormóna. Einnig örvar það hjarta og mörg önnur líffæri. Hjartsláttur verður örari, æðar dragast saman, ekki síst í húð og innyflum og blóðþrýstingur hækkar. Líkamshiti lækkar vegna æðaþrenginga og aukin þarmastarfsemi getur leitt til niðurgangs. Þvagmyndun dregst saman í tvo til þrjá klukkutíma sem veldur vökvasöfnun hjá reykingamanninum. Munnvatnsrennsli örvast í fyrstu en dregst síðan saman. Nikótín breytir líka fituinnihaldi blóðsins og eykur magasýrur. Vöðvaspenna minnkar og veldur því að sumum finnst þeir finna fyrir róandi áhrifum þótt nikótín sé örvandi efni.

Margt er enn óljóst um verkun nikótíns á fóstur og þungaðar konur. Þó er vitað að nikótín fer auðveldlega gegnum fylgju og þrengir æðar, herðir á hjartslætti og hækkar blóðþrýsting fóstursins. Auk þessa er talið að nikótín hafi bein áhrif á heila- og hjartastarfsemi fósturs. Þannig má sýna fram á minnkaðar hreyfingar fósturs og tíðari hjartslátt samfara reykingum móður. Nikótín finnst í brjóstamjólk mæðra sem reykja. Reyndar getur styrkur þess í blóði barns sem er á brjósti verið hærri en hjá móðurinni.

Í stórum skömmtum getur nikótín leitt til skjálfta og krampa. Við það að reykja eina sígarettu berst um 1 milligramm (mg) af nikótíni út í blóðið. Banvænn skammtur nikótíns er um 50 mg, en svo stór skammtur leiðir til lömunar í þind og rifjavöðum og öndunarstöðvum í heilastofni.

Vegna þess að nikótín er vanabindandi koma fram fráhvarfseinkenni fáeinum klukkustundum eftir að síðasta sígaretta var reykt. Þau geta meðal annars verið eirðarleysi, kvíði, pirringur, þunglyndi, höfuðverkur, magaverkur, svefnleysi, svimi og aukin matarlyst. Þótt fráhvarfseinkenni nikótíns séu ekki lífshættuleg geta þau reynst afar óþægileg og langvarandi.

Rétt er að geta þess að nikótín eitt og sér getur verið gagnlegt í lyfjafræðilegu tilliti og er til dæmis talið að það kunni að hafa áhrif á hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi svo sem Alzheimerssjúkdóm og Parkinsonsveiki.

Sjá einnig:

Heimildir:

Frekari fróðleikur:



Mynd af tóbaksplöntu: Universitá di Catania, Dipartimento di Botanica

Höfundur

Útgáfudagur

16.4.2002

Spyrjandi

Tómas Beck

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?“ Vísindavefurinn, 16. apríl 2002. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2309.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2002, 16. apríl). Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2309

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?“ Vísindavefurinn. 16. apr. 2002. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2309>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og mjög eitrað þar sem einungis 2-3 dropar af hreinu efni geta reynst banvænn skammtur.

Nikótín er aðeins eitt fjölmargra efna sem finnast í tóbaki. Það er mjög vanabindandi bæði andlega og líkamlega og án þess væri tóbaksneysla lítt eftirsóknarverð. Þegar rætt er um skaðsemi tóbaks beinist athyglin oft að öðrum efnum en nikótíni þar sem þau valda meiri skaða. Þeir sem nota tóbak verða hins vegar að neyta þeirra efna með nikótíninu hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Algengast er að tóbak sé reykt en munntóbak og neftóbak eru einnig þekkt. Í textanum hér á eftir er gengið út frá því að tóbak sé reykt.

Þegar nikótíni er andað ofan í lungun sogast það hratt út í blóðið og dreifist um allan líkamann á mjög skömmum tíma. Nikótín hverfur úr líkamanum með þvagi en áður en nýrun geta þveitt því þarf það fyrst að umbreytast í lifrinni. Eftir að lifrarensím hafa breytt nikótíni í minna eitrað efni er það sett út í blóðið og berst með því til nýrna sem koma því í þvagið og þannig út úr líkamanum.

Nikótín hefur öfluga örvandi verkun á allt taugakerfið, þar með talið heila og mænu. Nikótín hefur beina örvandi verkun á viðtaka taugunga (taugafrumna) sem leiðir til losunar ýmissa boðefna og hormóna, til dæmis endorfíns, adrenalíns og vaxtarhormóna. Einnig örvar það hjarta og mörg önnur líffæri. Hjartsláttur verður örari, æðar dragast saman, ekki síst í húð og innyflum og blóðþrýstingur hækkar. Líkamshiti lækkar vegna æðaþrenginga og aukin þarmastarfsemi getur leitt til niðurgangs. Þvagmyndun dregst saman í tvo til þrjá klukkutíma sem veldur vökvasöfnun hjá reykingamanninum. Munnvatnsrennsli örvast í fyrstu en dregst síðan saman. Nikótín breytir líka fituinnihaldi blóðsins og eykur magasýrur. Vöðvaspenna minnkar og veldur því að sumum finnst þeir finna fyrir róandi áhrifum þótt nikótín sé örvandi efni.

Margt er enn óljóst um verkun nikótíns á fóstur og þungaðar konur. Þó er vitað að nikótín fer auðveldlega gegnum fylgju og þrengir æðar, herðir á hjartslætti og hækkar blóðþrýsting fóstursins. Auk þessa er talið að nikótín hafi bein áhrif á heila- og hjartastarfsemi fósturs. Þannig má sýna fram á minnkaðar hreyfingar fósturs og tíðari hjartslátt samfara reykingum móður. Nikótín finnst í brjóstamjólk mæðra sem reykja. Reyndar getur styrkur þess í blóði barns sem er á brjósti verið hærri en hjá móðurinni.

Í stórum skömmtum getur nikótín leitt til skjálfta og krampa. Við það að reykja eina sígarettu berst um 1 milligramm (mg) af nikótíni út í blóðið. Banvænn skammtur nikótíns er um 50 mg, en svo stór skammtur leiðir til lömunar í þind og rifjavöðum og öndunarstöðvum í heilastofni.

Vegna þess að nikótín er vanabindandi koma fram fráhvarfseinkenni fáeinum klukkustundum eftir að síðasta sígaretta var reykt. Þau geta meðal annars verið eirðarleysi, kvíði, pirringur, þunglyndi, höfuðverkur, magaverkur, svefnleysi, svimi og aukin matarlyst. Þótt fráhvarfseinkenni nikótíns séu ekki lífshættuleg geta þau reynst afar óþægileg og langvarandi.

Rétt er að geta þess að nikótín eitt og sér getur verið gagnlegt í lyfjafræðilegu tilliti og er til dæmis talið að það kunni að hafa áhrif á hrörnunarsjúkdóma í miðtaugakerfi svo sem Alzheimerssjúkdóm og Parkinsonsveiki.

Sjá einnig:

Heimildir:

Frekari fróðleikur:



Mynd af tóbaksplöntu: Universitá di Catania, Dipartimento di Botanica...