Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?

Jakob Kristinsson

Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efnasambönd. Mörg efnanna í kannabisreyknum finnast einnig í tóbaksreyk. Má þar nefna fjölhringliða kolefnissambönd, nituroxíð, kolmónoxíð og tjöru.

Kannabisreykingar geta því valdið flestum þeim sjúkdómum, sem tengdir eru tóbaksreykingum, svo sem lungnasjúkdómum, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Kannabisreykurinn er að því leyti varasamari en tóbaksreykurinn að hann inniheldur að minnsta kosti þrefalt meira magn af þeim efnum, sem talin eru skaðlegust í tóbaksreyk

Þekking manna á heilsutjóni af völdum kannabisreykinga byggist að miklu leyti á rannsóknum á fólki, sem reykt hefur kannabis um lengri eða skemmri tíma. Þar eð kannabisneysla tengist oft notkun annarra vímuefna og ýmiss konar óheilbrigðu líferni, getur eðli málsins samkvæmt oft verið erfitt að greina milli heilsutjóns af völdum kannabis annars vegar og hins vegar tjóns af öðrum orsökum. Dýratilraunir sem eru sambærilegar við kannabisreykingar hafa ekki verið gerðar og verða því framangreindar rannsóknir á kannabisneytendum að nægja.

Kannabislauf.

Þegar fjallað er um skaðsemi kannabis er oft vísað til fjölmargra rannsókna, sem gerðar hafa verið á tetrahýdrókannabínóli (THC), en það er virkasta efni kannabisplöntunnar og það sem framkallar vímu við reykingar. Gera verður ráð fyrir því að kannabisreykurinn hafi allar þær eiturverkanir, sem tetrahýdrókannabínól hefur. Hitt vill samt oft gleymast að kannabisreykurinn inniheldur fjölmörg önnur efni, sem komin eru úr kannabisplöntunni, til viðbótar við þau sem áður voru nefnd og finnast einnig í tóbaksreyk. Eiturverkanir þessara efna eru að mestu óþekktar. Af þessari ástæðu er ekki hægt að draga ályktanir um skaðsemi kannabis út frá rannsóknum á tetrahýdrókannabínóli eingöngu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkunum kannabis, sem talist geta skaðlegar, hvort sem þær stafa af tetrahýdrókannabínóli eða öðrum efnum, sem kunna að finnast í kannabis.

Verkun á miðtaugakerfi: Kannabis veldur slævingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að stjórna bifreið. Rangskynjanir koma fyrir og einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum. Vegna þess hve tetrahýdrókannabínól er lengi að hverfa úr líkamanum vara þessi áhrif miklu lengur en margir átta sig á. Við mikla kannabisneyslu getur komið fram geðveikikennt ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. Þetta ástand getur varað dögum saman en gengur oftast til baka á innan við viku frá því að neyslu efnisins var hætt. Ekki hefur verið skorið úr um með vissu hvort kannabisneysla hafi varanleg áhrif á miðtaugakerfið þegar til langs tíma er litið. Ýmiss konar persónuleikaraskanir eru algengari hjá þeim sem hafa reykt kannabis lengi en hjá hinum, sem gera það ekki. Deilt er um hvort þetta sé raunveruleg afleiðing neyslunnar eða einkenni sem voru fyrir hjá neytandanum áður en hann hóf neysluna. Að lokum hefur verið sýnt fram á að þeim sem reykja kannabis virðist vera um sex sinnum hættara við að fá geðklofa en öðrum.

Verkun á hjarta- og æðakerfi: Kannabis eykur hjartslátt í allt að 160 slög á mínútu og hækkar blóðþrýsting. Þetta getur verið óheppilegt fyrir þá sem haldnir eru hjartaveilu eða háum blóðþrýstingi.

Verkun á öndunarfæri: Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja kannabis þurfa oftar en aðrir að leita sér læknishjálpar vegna sýkinga og annarra sjúkdóma í öndunarfærum.

Verkun á ónæmiskerfið: Tetrahýdrókannabínól veldur bælingu á ónæmiskerfinu. Þetta gæti dregið úr viðnámsþrótti kannabisneytenda gegn sýkingum.

Verkun á kynkirtla: Rannsóknir hafa sýnt að kannabisneysla veldur truflunum á starfsemi kynkirtla, einkum í karlmönnum. Þannig dregur hún mjög úr framleiðslu testósteróns. Í dýratilraunum hefur komið í ljós að tetrahýdrókannabínól veldur rýrnun á eggjastokkum og eggjaleiðurum og getur valdið drepi í eggbúsfrumum.

Verkun á fóstur og afkvæmi: Börn kvenna sem reykja kannabis á meðgöngu eru minni og léttari en önnur og í ljós hefur komið að þeim er einnig hættara við að fá hvítblæði.

Krabbamein: Rannsóknir á kannabisneytendum sýna að þeim er hættara en öðrum við krabbameinum í munni, kjálka, tungu og lungum.

Eitranir: Bráðar eitranir af völdum kannabis eru sjaldgæfar og verða helst við inntöku. Börn virðast viðkvæmari að þessu leyti en fullorðnir. Gera má ráð fyrir að 0,2 g af hassi geti valdið einkennum í börnum. Banvænar eitranir eru nánast óþekktar.

Misnotkun, ávani og fíkn: Samkvæmt skilgreiningu National Institute of Drug Abuse (NIDA) í Bandaríkjunum veldur kannabis bæði ávana og fíkn. Hér á landi þurfa mörg hundruð ungmenni innan við tvítugt að leita sér aðstoðar á ári hverju vegna vímuefnaneyslu. Margir þeirra eru stórneytendur á kannabis. Þessar staðreyndir eru ef til vill besti mælikvarðinn sem við höfum á skaðsemi efnisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

prófessor við Læknadeild HÍ

Útgáfudagur

15.3.2000

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jakob Kristinsson. „Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=242.

Jakob Kristinsson. (2000, 15. mars). Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=242

Jakob Kristinsson. „Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=242>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efnasambönd. Mörg efnanna í kannabisreyknum finnast einnig í tóbaksreyk. Má þar nefna fjölhringliða kolefnissambönd, nituroxíð, kolmónoxíð og tjöru.

Kannabisreykingar geta því valdið flestum þeim sjúkdómum, sem tengdir eru tóbaksreykingum, svo sem lungnasjúkdómum, krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. Kannabisreykurinn er að því leyti varasamari en tóbaksreykurinn að hann inniheldur að minnsta kosti þrefalt meira magn af þeim efnum, sem talin eru skaðlegust í tóbaksreyk

Þekking manna á heilsutjóni af völdum kannabisreykinga byggist að miklu leyti á rannsóknum á fólki, sem reykt hefur kannabis um lengri eða skemmri tíma. Þar eð kannabisneysla tengist oft notkun annarra vímuefna og ýmiss konar óheilbrigðu líferni, getur eðli málsins samkvæmt oft verið erfitt að greina milli heilsutjóns af völdum kannabis annars vegar og hins vegar tjóns af öðrum orsökum. Dýratilraunir sem eru sambærilegar við kannabisreykingar hafa ekki verið gerðar og verða því framangreindar rannsóknir á kannabisneytendum að nægja.

Kannabislauf.

Þegar fjallað er um skaðsemi kannabis er oft vísað til fjölmargra rannsókna, sem gerðar hafa verið á tetrahýdrókannabínóli (THC), en það er virkasta efni kannabisplöntunnar og það sem framkallar vímu við reykingar. Gera verður ráð fyrir því að kannabisreykurinn hafi allar þær eiturverkanir, sem tetrahýdrókannabínól hefur. Hitt vill samt oft gleymast að kannabisreykurinn inniheldur fjölmörg önnur efni, sem komin eru úr kannabisplöntunni, til viðbótar við þau sem áður voru nefnd og finnast einnig í tóbaksreyk. Eiturverkanir þessara efna eru að mestu óþekktar. Af þessari ástæðu er ekki hægt að draga ályktanir um skaðsemi kannabis út frá rannsóknum á tetrahýdrókannabínóli eingöngu. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu verkunum kannabis, sem talist geta skaðlegar, hvort sem þær stafa af tetrahýdrókannabínóli eða öðrum efnum, sem kunna að finnast í kannabis.

Verkun á miðtaugakerfi: Kannabis veldur slævingu á miðtaugakerfinu og skertri samhæfingu hreyfinga, sem dregur úr hæfni manna til þess að leysa af hendi vandasöm verkefni, eins og til dæmis að stjórna bifreið. Rangskynjanir koma fyrir og einbeiting og túlkun atburðarásar ruglast. Skammtímaminni hrakar og námsgeta skerðist af þeim sökum. Vegna þess hve tetrahýdrókannabínól er lengi að hverfa úr líkamanum vara þessi áhrif miklu lengur en margir átta sig á. Við mikla kannabisneyslu getur komið fram geðveikikennt ástand, sem einkennist af rugli, ofskynjunum og ranghugmyndum. Þetta ástand getur varað dögum saman en gengur oftast til baka á innan við viku frá því að neyslu efnisins var hætt. Ekki hefur verið skorið úr um með vissu hvort kannabisneysla hafi varanleg áhrif á miðtaugakerfið þegar til langs tíma er litið. Ýmiss konar persónuleikaraskanir eru algengari hjá þeim sem hafa reykt kannabis lengi en hjá hinum, sem gera það ekki. Deilt er um hvort þetta sé raunveruleg afleiðing neyslunnar eða einkenni sem voru fyrir hjá neytandanum áður en hann hóf neysluna. Að lokum hefur verið sýnt fram á að þeim sem reykja kannabis virðist vera um sex sinnum hættara við að fá geðklofa en öðrum.

Verkun á hjarta- og æðakerfi: Kannabis eykur hjartslátt í allt að 160 slög á mínútu og hækkar blóðþrýsting. Þetta getur verið óheppilegt fyrir þá sem haldnir eru hjartaveilu eða háum blóðþrýstingi.

Verkun á öndunarfæri: Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem reykja kannabis þurfa oftar en aðrir að leita sér læknishjálpar vegna sýkinga og annarra sjúkdóma í öndunarfærum.

Verkun á ónæmiskerfið: Tetrahýdrókannabínól veldur bælingu á ónæmiskerfinu. Þetta gæti dregið úr viðnámsþrótti kannabisneytenda gegn sýkingum.

Verkun á kynkirtla: Rannsóknir hafa sýnt að kannabisneysla veldur truflunum á starfsemi kynkirtla, einkum í karlmönnum. Þannig dregur hún mjög úr framleiðslu testósteróns. Í dýratilraunum hefur komið í ljós að tetrahýdrókannabínól veldur rýrnun á eggjastokkum og eggjaleiðurum og getur valdið drepi í eggbúsfrumum.

Verkun á fóstur og afkvæmi: Börn kvenna sem reykja kannabis á meðgöngu eru minni og léttari en önnur og í ljós hefur komið að þeim er einnig hættara við að fá hvítblæði.

Krabbamein: Rannsóknir á kannabisneytendum sýna að þeim er hættara en öðrum við krabbameinum í munni, kjálka, tungu og lungum.

Eitranir: Bráðar eitranir af völdum kannabis eru sjaldgæfar og verða helst við inntöku. Börn virðast viðkvæmari að þessu leyti en fullorðnir. Gera má ráð fyrir að 0,2 g af hassi geti valdið einkennum í börnum. Banvænar eitranir eru nánast óþekktar.

Misnotkun, ávani og fíkn: Samkvæmt skilgreiningu National Institute of Drug Abuse (NIDA) í Bandaríkjunum veldur kannabis bæði ávana og fíkn. Hér á landi þurfa mörg hundruð ungmenni innan við tvítugt að leita sér aðstoðar á ári hverju vegna vímuefnaneyslu. Margir þeirra eru stórneytendur á kannabis. Þessar staðreyndir eru ef til vill besti mælikvarðinn sem við höfum á skaðsemi efnisins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...