Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?

Agnes Smáradóttir

Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síðustu árum hefur orðið aukning á tíðni krabbameina í munnholi hjá karlmönnum, meðan krabbameinum í maga fækkar en í vélinda virðist það standa í stað.

Undanfarin ár hefur dregið verulega úr reykingum á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. Hins vegar hefur notkun munntóbaks aukist. Það inniheldur mörg krabbameinsvaldandi efni líkt og annað tóbak og er því ekki síður skaðlegt heilsunni. Munntóbak er mjög ávanabindandi enda að öllu jafna mun meira magn nikótíns í munntóbaki en í sígarettum.



Munntóbak getur valdið margvíslegum skaða í munnholi til dæmis á tannholdi og tönnum.

Þegar krabbamein myndast í munnholi eða vör er beitt skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið, ef það er mögulegt. Þá getur þurft að fjarlægja hluta af andliti og/eða munnholi einstaklingsins. Afleiðingar þessara krabbameina eru því afar slæmar.

Nánari upplýsingar um munntóbak er að finna á vef Lýðheilsustöðvar á www.lydheilsustod.is/munntobak.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Simcoe Muskoka District Health Unit. Sótt 28. 4. 2010.

Höfundur

krabbameinslæknir

Útgáfudagur

30.4.2010

Spyrjandi

Örn Óskar Ingólfsson

Tilvísun

Agnes Smáradóttir. „Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2010, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54547.

Agnes Smáradóttir. (2010, 30. apríl). Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54547

Agnes Smáradóttir. „Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2010. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?
Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síðustu árum hefur orðið aukning á tíðni krabbameina í munnholi hjá karlmönnum, meðan krabbameinum í maga fækkar en í vélinda virðist það standa í stað.

Undanfarin ár hefur dregið verulega úr reykingum á Íslandi, sérstaklega meðal ungs fólks. Hins vegar hefur notkun munntóbaks aukist. Það inniheldur mörg krabbameinsvaldandi efni líkt og annað tóbak og er því ekki síður skaðlegt heilsunni. Munntóbak er mjög ávanabindandi enda að öllu jafna mun meira magn nikótíns í munntóbaki en í sígarettum.



Munntóbak getur valdið margvíslegum skaða í munnholi til dæmis á tannholdi og tönnum.

Þegar krabbamein myndast í munnholi eða vör er beitt skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið, ef það er mögulegt. Þá getur þurft að fjarlægja hluta af andliti og/eða munnholi einstaklingsins. Afleiðingar þessara krabbameina eru því afar slæmar.

Nánari upplýsingar um munntóbak er að finna á vef Lýðheilsustöðvar á www.lydheilsustod.is/munntobak.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Simcoe Muskoka District Health Unit. Sótt 28. 4. 2010....